Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 5
569 5100
skyrr@skyrr.is Velkomin
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
1
-0
6
4
7
Komaso, nördar!
Fimm flott störf hjá 9. stærsta UT-fyrirtæki Norðurlanda
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um þessi fimm störf veitir
Ingibjörg Óðinsdóttir mannauðsstjóri Skýrr í
569 5100 eða ingibjorg.odinsdottir@skyrr.is.
Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl
næstkomandi. Sendið umsóknir gegnum skyrr.is.
Fullum trúnaði heitið. Öllum umsóknum svarað.
AKUREYRI: Tæknimaður
Skýrr leitar að kraftmiklum tæknimanni til að
sinna rekstri og þjónustu við tölvukerfi í
hýsingu hjá EJS á Akureyri. Tæknimaður sinnir
rekstri og þjónustu á kerfisleiguumhverfi EJS,
rekstri og þjónustu við tölvukerfi í hýsingu og
sér um aðra þjónustuveitingu á svæðinu.
Starfið felst meðal annars í uppsetningu og
viðhaldi á búnaði og kerfum, ráðgjöf og
samskiptum við viðskiptavini og
samstarfsaðila. Viðkomandi þarf að hafa
haldbæra reynslu og þekkingu á kerfisstjórn í
Microsoftumhverfi og reynslu af
sambærilegum rekstri. Microsoft- prófgráður
og/eða aðrar prófgráður í upplýsingatækni
eru æskilegar.
Hæfniskröfur
· Þekking og reynsla af rekstri tölvukerfa
· Háskólamenntun og/eða önnur
menntun/reynsla sem nýtist í starfi
· Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
· Skipulagshæfni, frumkvæði og mikil
þjónustulund
· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Forritari veflausna (gúrú)
Skýrr leitar að snillingi til að vinna við
forritun og uppsetningu vefja fyrir stóran
hóp viðskiptavina fyrirtækisins. Við leitum
að gúrú í vefmálum og bjóðum fjölbreytt og
spennandi verkefni.
Hæfniskröfur
· Gott vald á CSS, HTML, JavaScript,
jQuery og C#
· Þekking og reynsla af forritun í .NET
· Þekking og reynsla af forritun vefja
· Gríðarlegur áhugi á vefmálum og
vefstöðlum
· Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Sérfræðingur í Microsoft
Dynamics NAV
Við leitum að hugbúnaðarsérfræðingi fyrir
viðskiptalausnina Microsoft Dynamics Nav.
Starfið felst í forritun, innleiðingum,
uppfærslum og þjónustu við viðskiptavini
fyrirtækisins á sviði Microsoft Dynamics
Nav og þróun á sérlausnum Skýrr. Starfið
felur jafnframt í sér ráðgjöf til viðskipta-
vina svo góð hæfni í samskiptum er
nauðsynleg, sem og rík þjónustulund.
Hæfniskröfur
· Reynsla í Microsoft Dynamics Nav er
æskileg og Microsoft Dynamics Nav
prófgráður eru kostur
· Háskólagráða í tölvunar- eða
verkfræði er jafnframt nauðsynleg
Skýrr þjónustar mörg stærstu fyrirtæki
landsins á sviði hugbúnaðargerðar og
ráðgjafar á sviði upplýsingatækni.
Sérfræðingar okkar þjónusta aðila í öllum
atvinnugreinum og við sinnum þar fjölbreytt-
um verkefnum allt frá smáum
ráðgjafaverkefnum upp í sérsmíði á stórum
rauntímakerfum. Við vinnum í fjölbreyttu
tækniumhverfi þar sem okkar aðalmarkmið
er að mæta þörfum viðskiptavinarins með
fyrsta flokks þjónustu.
Við leitum nú að öflugum einstaklingum með
haldgóða reynslu á sviði upplýsingatækni til
að sinna verkefnastjórn og/eða ráðgjöf í
verkefnum fyrir ýmsa viðskiptavini.
Reynsla af einhverjum eftirtalinna
sviða er æskileg.
· Skjalastjórnun/skjalavistun
· Ferlagreiningar/kröfugerð
· Verkefnastjórn í stórum verkefnum
· Agile aðferðafræði, svo sem
SCRUM/Kanban
· Samþætting kerfa
Hæfniskröfur
· Reynsla af margs konar tækniumhverum
· Háskólamenntun í tölvunarfræði,
verkfræði eða skyldum greinum
· 3–5 ára starfsreynsla
Ráðgjöf / Verkefnastjórn / Viðskiptaferlar
AKUREYRI: Þjónustustjóri EJS
Skýrr leitar að öflugum þjónustustjóra til að
stýra þjónustusviði EJS á Akureyri, sem er
stærsti vinnustaður Norðurlands í
þekkingariðnaði, en EJS er hluti af Skýrr.
Þjónustustjóri hefur umsjón með daglegum
rekstri þjónustudeildar.
Viðkomandi ber ábyrgð á skipulagningu og
stjórnun verkefna, verkefnaúthlutun,
verkefnaöflun og samningagerð. Einnig ber
þjónustustjóri ábyrgð á samskiptum og
samræmingu þjónustuaðgerða með það fyrir
augum að byggja upp og viðhalda góðum
samskiptum við viðskiptavini félagsins.
Hæfniskröfur
· Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri
· Háskólamenntun eða önnur menntun
sem nýtist í starfi
· Þekking og reynsla af þjónustustjórnun
í upplýsingatækni
· Leiðtogahæfileikar, skipulagshæfni og
frumkvæði
· Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
Skýrr: Stórt og næs
Skýrr er stærsta fyrirtæki landsins í upplýsingatækni
og er jafnframt níunda stærsta UT-fyrirtæki Norður-
landa með um 1.100 starfsmenn, þar af 600 á Íslandi.
Skýrr býður þúsundum viðskiptavina heildarlausnir á
sviði hugbúnaðar, vélbúnaðar og rekstrarþjónustu.