Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2011, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 02.04.2011, Qupperneq 8
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR8 SKUPULAGSMÁL Húsafriðunarnefnd leggur til við Katrínu Jakobsdótt- ur, mennta- og menningarmála- ráðherra, að hún friði gamla flug- turninn á Reykjavíkurflugvelli. Flugmálastjórn og Isavia, sem rekur flugvöllinn, leggjast ein- dregið gegn því að turninn standi áfram á sínum stað. „Ástæða þess að Isavia leggst gegn þessu er að flugturninn er hindrun í flugbrautaröryggissvæði og því frávik frá öryggisreglum að hafa hann áfram á þeim stað þar sem hann er nú,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Isavia. Hjördís undirstrikar að Isavia leggist eingöngu gegn friðun turnsins á núverandi stað. „Isavia gerir hins vegar ekki athugasemd við að turninn verði fjarlægður og enduruppbyggður á öðrum heppi- legri stað í nágrenni flugvallarins eða annars staðar,“ segir hún. Meðal ábendinga sem Húsa- friðunarnefnd hefur fengið frá flugmálayfirvöldum er að jafnvel þótt turninn yrði friðaður og hann gerður upp myndi almenningur ekki geta notið hans. Ástæðan sé sú að byggingin sé á skilgreindu öryggissvæði sem óviðkomandi hafi ekki aðgang að. Húsafriðunarnefnd segir hins vegar að óumdeilt sé að í aðal- skipulagi Reykjavíkur fyrir árin 2001 til 2024 sé ákvæði um brott- flutning flugvallarstarfsemi úr Vatnsmýrinni. Nefndinni beri „að stuðla að varðveislu byggingar- arfs þjóðarinnar og meta hvaða hús er rétt að friða hverju sinni og gera um það tillögur til mennta- og menningarmálaráðherra“. - gar Húsafriðunarnefnd segist eiga að stuðla að varðveislu byggingararfs þjóðarinnar: Friðar flugturn í óþökk flugyfirvalda GAMLI FLUGTURNINN Auk flugmála- yfirvalda hefur umhverfissvið Reykja- víkurborgar lagt til að flugturninn verði fjarlægður í þágu flugöryggis en húsa- friðunarnefnd er á öðru máli. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR A ug lý si ng as ím i STJÓRNMÁL Með áformuðum breyt- ingum á lögum um Stjórnarráð Íslands er foringjaræði fest í sessi og vald fært frá Alþingi, þvert gegn margradda gagnrýni undanfarin misseri. Breytingarnar stuðla að því að hér verði einn yfirráðherra með allt að níu aðstoðarráðherrum sem yfirráðherrann ákveði hvað geri. Þetta er mat Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, sem leggur til að frumvarp til breytinganna fari í tiltekinn farveg áður en það komi til kasta Alþingis. Vill hann að óvilhallir aðilar meti hvort breytingarnar samrýmist varnaðarorðum og veg- vísi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og að stjórnlagaráð veiti um það umsögn áður en það verði lagt fyrir þingið. Jón bókaði andstöðu sína þegar frumvarpið var kynnt á fundi ríkis- stjórnarinnar fyrir helgi. Efnisleg afstaða hans kemur fram í minnis- blöðum sem til eru í ráðuneyti hans og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir. Eitt helsta gagnrýnisatriði Jóns er sú fyrirætlan að veita forsætis- ráðherra vald yfir hvaða ráðuneyti eru starfrækt og vald til að flytja málefni milli ráðuneyta. Alþingi fer í dag með það vald og telur Jón að þannig eigi það að vera. Flutn- ingur valds frá þinginu til forsætis- ráðherra gangi þvert gegn umræðu sem verið hefur um skipan mála frá hruni. Jón geldur varhug við breyt- ingunum og bendir á að mjög hafi verið gagnrýnt að í aðdraganda bankahrunsins hafi viðskipta- ráðherra verið haldið utan við umræður og ákvarðanatökur. Slíkt verklag verði gert eðlilegt með breytingunum. Heimild til flutnings verkefna milli ráðuneyta telur Jón geta stuðlað að gerræði þegar ágrein- ingur rís milli ráðherra og almennt telur hann breytingarnar gera stjórnkerfið óskýrara, vinna gegn gagnsæi og draga úr formfestu. Að mati Jóns gengur frumvarpið gegn veigamikilli gagnrýni á skip- an mála í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis. Telur hann réttast að nefndarfólkið; Páll Hreinsson, Sig- ríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson, geri sérstaka úttekt á frumvarpinu og máti það við gagnrýni sína. Að auki varar Jón við að farið sé fram með málið ofan í fyrirhugaða vinnu nýskipaðs stjórnlagaráðs. bjorn@frettabladid.is Foringjaræði treyst og vald fært frá Alþingi Jón Bjarnason er afar gagnrýninn á frumvarp um breytingar á lögum um Stjórnarráðið. Áformaðar breytingar séu þvert á gagnrýni á vinnubrögð í að- draganda hrunsins og í ósamræmi við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. ÓSÁTTUR Jón Bjarnason gerir margháttaðar athugasemdir við frumvarp forsætis- ráðherra um breytingar á lögum um Stjórnarráðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1 Hver er formaður Samtaka atvinnulífsins? 2 Hvað safnaðist mikið í Mottu- marskeppni Krabbameinsfélags Íslands? 3 Hvaða lið vann deildarkeppnina í handbolta karla? SVÖR 1. Vilmundur Jósefsson, 2. Tæpar 30 milljónir króna, 3. Akureyri. VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.