Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 22

Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 22
22 2. apríl 2011 LAUGARDAGUR Í lögum um framhaldsskóla sem sett voru árið 2008 er að finna ákvæði um að öll ung- menni 16-18 ára skuli eiga rétt á að stunda nám við hæfi í fram- haldsskóla. Ekki er tilgreint nákvæmlega hvernig þessi réttur skuli tryggður en það hefur verið sameiginlegt verkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og framhaldsskóla landsins að útfæra hann. Þar er forgangs- atriði að tryggja öllum nýnem- um skólavist og nám við hæfi. Talsverðar umbætur voru gerð- ar á fyrirkomulagi innritunar í framhaldsskóla vorið 2010 til að ná framangreindum markmiðum en þær voru: 1. Innritun fatlaðra nemenda var flýtt. 2. Forinnritun 10. bekkinga var tekin upp. 3. Skólum í umsókn var fækkað úr fjórum í tvo (fyrsta og annað val). 4. Framhaldsskólum var gert skylt að veita 10. bekkingum sem brautskráðust úr tilteknum grunnskólum forgang að skóla- vist með því að taka til hliðar a.m.k. 45% plássa fyrir þá nem- endur svo fremi sem þeir upp- fylltu inntökuskilyrði. 5. Sameiginleg úrvinnsla umsókna þar sem tekið er fullt tillit til vals á skóla tvö fái umsækjandi ekki skólavist í skóla númer eitt. 6. Innritun eldri nemenda var flýtt. Innritun nýnema vorið 2010 gekk í heildina vel. Um 95% umsækjenda fengu skólavist í öðrum þeirra skóla sem þeir völdu og 82% í skólanum sem þeir settu í fyrsta val. Mun greiðlegar gekk að tryggja öllum skólavist en áður en árið 2009 var stór hópur án tilboðs um skóla- vist allt fram í ágúst. Áberandi var að mun færri nemendur með góðan árangur í grunnskóla voru án skólavistar í lok innritunar vorið 2010 en árið áður. Skiptar skoðanir hafa verið um þá ákvörðun að tryggja nýnem- um forgang að framhaldsskól- um eftir grunnskólum. Hefur aðferðinni verið lýst sem skipu- legri mismunun á aðstöðu eftir búsetu og jafnvel átthagafjötr- um. Því hefur verið haldið fram að hún komi í veg fyrir að nem- endur fái skólavist á eigin verð- leikum. Í umræðunni virðist gleymast að forgangurinn tekur aðeins til hluta nýnema í almennu námi og bóknámi sem skólarnir áforma að veita skólavist og er gert ráð fyrir að miðað verði við 40% plássa í ár. Einnig er horft framhjá því að 30% til yfir 95% nýnema hafa um árabil sótt nám í framhaldsskólum sem teljast í þeirra nágrenni. Meðfylgjandi tafla sýnir hve margir nýnemar fengu skólavist í framhaldsskól- um á höfuðborgarsvæðinu vorið 2010 og hve margir þeirra koma úr forgangsskólum. Um 50% nýnema á höfuðborg- arsvæðinu koma úr grunnskólum sem eru forgangsskólar saman- borið við um 40% árið 2009, þegar engin slík regla var við lýði. Bók- námsskólarnir fimm í Reykjavík tóku inn 1.154 nýnema í fyrra. Þar af komu 427 úr forgangsskól- um sem allir uppfylla inntöku- skilyrði skólanna og langflestir hefðu fengið þar skólavist óháð forgangi (voru 330 vorið 2009). Hvað breyttist þá? Ljóst er að stærri hópur nemenda sækir nú framhaldsskóla í nágrenni heim- ilis en áður, sem hlýtur að telj- ast sanngjarnt, uppfylli þeir skil- yrði til skólavistar og vilji stunda þar nám. Af hverju ætti að vísa þessum nemendum í skóla fjarri heimili og jafnvel sæta óvissu um skólavist vegna smávægilegs munar á einkunnum? Auk þess verður ekki séð að hið nýja fyr- irkomulag skerði að neinu marki möguleika nýnema til að komast í skóla utan síns „svæðis“, hafi þeir mjög góðan undirbúning til þess að mati skólans. Stóra verkefnið er að tryggja öllum nýnemum skólavist og til þess eigum við góða framhalds- skóla um allt land. Mikilvægast er að það sé gert á forsendum nemendanna sem eru að ljúka sínu skyldunámi. Þar þarf að ráða upplýst val byggt á styrkleikum og veikleikum hvers og eins, áhuga og áformum um framtíðar- nám og störf. Mikilvægur þáttur í því er samstarf skóla á grunn- og framhaldsskólastigi. Grunn- skólarnir þekkja nemendur sína og framhaldsskólarnir bjóða þá velkomna. Skipuleg tengsl grunn- og framhaldsskóla við innritun nýnema eru liður í því að styrkja þetta nauðsynlega samband. Það er samfélagsleg skylda okkar að tryggja ungmennum nám við hæfi í framhaldsskól- um. Það er trú mín að það sem hér hefur verið rakið feli í sér framfaraspor í átt að því marki. Hvernig tryggjum við nýnemum skólavist í framhaldsskólum? Innritun í framhaldsskóla 2010 Úr öðrum Framhaldsskóli Nýnemar alls Úr forgangsskólum grunnskólum Borgarholtsskóli 235 141 94 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 268 153 115 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 189 107 82 Fjölbrautaskólinn við Ármúla 180 64 116 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði 188 177 11 Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ 39 31 8 Iðnskólinn í Hafnarfirði 77 34 43 Kvennaskólinn í Reykjavík 154 58 96 Menntaskólinn í Kópavogi 259 161 98 Menntaskólinn í Reykjavík 211 93 118 Menntaskólinn við Hamrahlíð 262 80 182 Menntaskólinn við Sund 221 113 108 Verzlunarskóli Íslands 306 83 223 Alls 2.589 1.295 1.294 Undirstaða menntunnar er lest-ur. Því meiri sem lesturinn er á grunnskólaárum því betur er barnið undirbúið til að takast á við framhaldið, hvert sem lífið leiðir það. Rannsóknir sýna enda að lestur er grunnur alls náms, hvort sem um ræðir raungreinar, stærðfræði eða aðrar námsgreinar. Að styrkja stoðir lesturs á grunnskólastigi er því lykill og aðgangur að öllu sem í vændum er. Það er því illskiljanlegt að nú skuli vegið alvarlega að lestrar- þroska grunnskólabarna með því að þrengja að skólabókasöfnum, minnka bókasafnskennslu til muna og höggva í þann mikilvæga horn- stein sem skólabókasafnið er. Sýnt hefur verið fram á að stöð- ugur aðgangur barna að bókum með góðri handleiðslu eykur til muna yndislestur og það er einmitt sú tegund lestrar sem eflir náms- getu og menningarlæsi. Við höfum ekki bókasafn í okkar skóla, sagði barnakennari eitt sinn við mig, en við förum reglulega með langferðabíl í skoðunarferð á bæjarbókasafnið og fáum kakó og kex. Þannig verður aðgangur að bóka- safni nokkurs konar rannsóknar- ferð um bæjarfélagið fremur en eðlilegur þáttur í daglegu lífi barns á vinnustað. Einhverjar grunnskólastofnanir á jaðrinum reka ekki bókasöfn með kennurum. Aðrar, innan opinbera kerfisins, neyðast nú hver af ann- arri til að draga stórlega úr bóka- safnskennslu í sparnaðarskyni. Hver er sparnaðurinn af því að leggja niður kennslu í yndislestri? Slíkur gjörningur hefur afdrifa- ríkar afleiðingar til framtíðar við menntun og menningaruppeldi þjóðar. Í þeim raunveruleika sem við búum við í dag er vart hægt að gera ráð fyrir að öflug kennsla í yndis- lestri fari fram á hverju íslensku heimili. Þar verður grunnskólinn að gegna lykilhlutverki til að gæta jafnræðis meðal barna. Ein mikil- vægasta kennarastaða grunnskól- ans er staða bókasafnskennara. Miklu heldur ætti að efla þá stöðu og styrkja til muna. Ófá börn hafa undir handleiðslu bókasafnskennar- ans lært að meta góðar bókmennt- ir, hverfa inn í ævintýraheima og ná tökum á stærri doðröntum. Að renna sér á sokkaleistunum úr skólastofunni yfir á bókasafn í frí- mínútum til að skila bókum og fá nýjar á að vera hluti af hversdegi barns – stöðugur og opinn aðgang- ur að öflugu bókasafni með víðtæku efni á fjölbreyttu formi. Að svipta börn markvissri kennslu í yndislestri og torvelda aðgengi þeirra að bókmenntum er sorglegt afturhvarf til forneskju. Nú má bókaþjóðin gæta sín. Bókaþjóðin gæti sín Skólasöfn Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur Framhaldsskólar Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Rannsóknasjóður, í samstarfi við Mannauðsáætlun Evrópusambandsins (PEOPLE / Marie Curie), auglýsir eftir umsóknum um rannsóknastöðustyrki. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2011, kl. 16:00. Styrkirnir eru veittir í 12-24 mánuði með möguleika á allt að 12 mánaða framlengingu. Allar umsóknir og umsóknargögn skulu vera á ensku. Nánari upplýsingar og umsóknargögn er að fi nna á www.rannis.is/start RANNSÓKNASTÖÐUSTYRKIR Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Umsóknarfresturer til 15. júní 2011 H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Það er enginn að snuða Breta og Hollendinga ADVICE hópurinn telur hagsmunum Íslands best borgið með því að fella Icesave-lögin þann 9. apríl. Auglýsingar og annað starf hópsins er greitt með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. Tölvupóstur: advice@advice.is www.advice.is Með íslensku neyðarlög- unum voru hagsmunir inni- stæðueigenda í Bretlandi og Hollandi tryggðir mun betur en tilskipun ESB um innistæðutryggingar fer fram á: Í stað 674 milljarða munu þeir fá 1175 milljarða. En þeir vilja samt meira. Að við tökum ábyrgð á þrotabúinu og borgum líka vexti. Okkur ber engin skylda til að verða við því, hvorki lagaleg né siðferðileg. Greiðsla til Breta og Hollendinga ESB tilskipun 674 1.175 Óvíst Ef Nei Ef JÁ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.