Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 32
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR32
alls konar tónlist og ég saknaði þess
aldrei að syngja ekki meiri rokktón-
list. Ég er bara ekki þessi rokkaða
týpa.“
Tók söguburðinn nærri sér
Í hljómsveit Magnúsar Ingimarsson-
ar kynntist Þuríður Pálma Gunnars-
syni og þau urðu par. Eins áberandi
og hljómsveitin var fór ekki hjá því
að samband þeirra vekti althygli og
þau lentu milli tannanna á fólki. „Ég
hafði reyndar orðið vör við það áður
hversu illgjarnt fólk getur verið.
Ég hafði heyrt alls konar sögur um
sjálfa mig, átti að hafa eignast barn
og gefið það úr landi, farið heim með
giftum mönnum, vera á kafi í dópi
og ég veit ekki hvað og hvað. Ég tók
þennan söguburð mjög nærri mér og
fannst alveg óskaplegt að fólk gæti
verið svo ómerkilegt og illgjarnt
að ljúga upp svona sögum. Ég tók
þá ákvörðun strax og ég byrjaði
að syngja að hafa aldrei áfengi um
hönd þegar ég væri að vinna, finnst
það bara alls ekki fara saman og
hef staðið við það. Pálmi lenti hins
vegar enn verr í kjaftaganginum en
ég, enda kemur hann mjög ungur
inn í hljómsveitina austan af landi
og var bara ekkert viðbúinn þeim
tækifærum sem felast í því að vera
tónlistarmaður. Á þessum tíma var
líka allt í einu svo margt nýtt í boði,
eins og hassreykingar og fleira og
Pálmi réði ekki við þetta. Það reyndi
auðvitað mjög á sambandið og ég
var mjög ósátt við hassreykingar
hans og drykkju. En sem betur fer
náðum við seinna að gera upp okkar
samband.“
Var ekki hugað líf
Fæðing eldri sonarins olli straum-
hvörfum í lífi Þuríðar. „Ég fékk
barnsfararsótt og var alveg rosa-
lega veik. Það trúði reyndar ekki
nokkur maður að það væri það sem
væri að hrjá mig og það tók læknana
óratíma að komast að niðurstöðu. Ég
lá á sjúkrahúsi í átta vikur og var
ekki hugað líf um tíma, vissi ekk-
ert hvar ég var og gat hvorki hreyft
legg né lið en var með fullri með-
vitund þótt ég gæti ekki tjáð mig og
sannreyndi þá að aðgát skal höfð í
nærveru sálar. Þessi reynsla varð til
þess að ég fór að hugsa öðruvísi og
varð þakklátari fyrir lífið.“
Eftir að leiðir þeirra Pálma skildu
gekk Þuríður til liðs við Hljómsveit
Ragnars Bjarnasonar sem var hús-
hljómsveit á Hótel Sögu. „Við Raggi
áttum mjög gott samstarf og Sum-
argleðiárin voru ótrúlega skemmti-
legur tími. En ég var orðin dálítið
þreytt á skemmtanabransanum,
hafði lengi unnið sem flugfreyja á
sumrin og fór í fullt starf hjá Arnar-
flugi. Svo var ég sjónvarpsþula um
tíma og var með útvarpsþátt á Aðal-
stöðinni á meðan hún var og hét,
þannig að ég hef reynt ýmislegt.“
Draumurinn um myndlistina
blundaði þó alltaf í brjósti Þuríðar
og árið 1996 hóf hún myndlistar-
nám í Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti. „Ég fór í kvöldskóla og var þar
fjögur kvöld í viku og ef ég skróp-
aði þá vissi það öll þjóðin, því þá
var ég á sjónvarpsskjánum. Eftir
að ég kláraði það nám sótti ég um í
Listaháskólanum, útskrifaðist þaðan
árið 2001 og hef síðan einbeitt mér
að myndlistinni.“
Við höfum farið hratt yfir feril
Þuríðar, en ætlar hún sjálf ekki
að halda upp á afmælið á einhvern
hátt? „Afmælið var nú strangt
tekið í nóvember á síðasta ári, en
ég ætla að vera með nokkurs konar
afmælistónleika í Bátahúsinu á
Siglufirði um páskana, þar sem ég
fer yfir ferilinn með hljómsveitinni
Vönum mönum. Þetta verður svona
blanda af lögum sem ég hef sung-
ið í gegnum tíðina og lögum sem
tengjast Siglufirði.“
H
afi ég haft ein-
hverja tilhneig-
ingu til að verða
vandræðaung-
lingur þá reyndi
bara aldrei á það,
ég hafði engan tíma til þess,“ segir
Þuríður, sem byrjaði að syngja
sextán ára gömul, var sautján ára
komin í fulla vinnu sem söngkona
og stóð á sviðinu sjö sinnum í viku
auk þess að koma fram í fjölda sjón-
varpsþátta og syngja í útvarp og inn
á plötur. En hvernig byrjaði ævin-
týrið? „Ég tróð upp í fyrsta skipti
á samkomustað sem hét Lídó og
var til húsa þar sem Fréttablaðið
er núna. Gulli Bergmann stóð fyrir
þessu skemmtikvöldi fyrir unglinga
og var að leita að stelpu sem gæti
sungið. Á þessum tíma var ung-
lingamenningin að verða til og allt
í einu áttu unglingar tilverurétt.
Gulli var ötulasti innflytjandi ung-
lingabyltingarinnar og vildi bara fá
unglinga til að skemmta á þessum
unglingasamkomum sem hann stóð
fyrir. Ég ætlaði mér aldrei að verða
söngkona, hafði verið fengin til að
syngja einsöng með skólakórnum
í Laugarnesskóla þegar ég var tólf
ára, þótt ég væri ekki í kórnum og
þá ákvað ég að leggja ekki sönginn
fyrir mig því ég var svo titrandi
nervös. Ég hefði aldrei í lífinu getað
tekið þátt í Idol eða einhverja slíku,
ég hefði dáið.“
Á Röðli sex kvöld í viku
Þuríður lét þó tilleiðast þegar
Gulli hafði samband, söng lagið
Elskaðu mig, íslenskun á lagi Cher
Baby Don‘t Go, í Lídó og boltinn
fór að rúlla. „Ári seinna kom ég
fram á tónleikum í Austurbæjar-
bíói í tengslum við fegurðarsam-
keppni ungu kynslóðarinnar, söng
These boots are made for walking
og var dressuð upp í silfurstígvél
sem náðu upp fyrir hné, rosalega
flott. Magnús Ingimarsson og Vil-
hjálmur Vilhjálmsson voru á þess-
um tónleikum og Magnús hringdi í
mig daginn eftir og bauð mér vinnu
í hljómsveitinni. Mér fannst þetta
svolítið spennandi, auk þess sem ég
var að klára skólann, langaði að fara
að læra myndlist og sá fyrir mér að
ég gæti bara sungið í eitt eða tvö ár
og átt þannig fyrir náminu.“
Árin urðu aðeins fleiri en Þur-
íður ætlaði sér í upphafi. „Ég söng
með hljómsveit Magnúsar Ingi-
marssonar í fjögur ár og með þeim
söng ég þau lög sem hafa lifað lengst
eins og Ég ann þér enn og Ég á mig
sjálf, auk þess sem við Villi sung-
um mikið í útvarpi og það var varla
nokkur sjónvarpsþáttur tekinn upp
á þessum árum án þess að hljóm-
sveitin kæmi þar við sögu. Þannig
að þessi hljómsveit hefur lifað með
þjóðinni. “
Hljómsveit Magnúsar Ingimars-
sonar var svona frekar virðuleg
hljómsveit og spilaði á Röðli þar
sem aldurstakmarkið var 20 ár,
langaði þig aldrei að syngja í rokk-
hljómsveit fyrir unglinga í þínum
aldri? „Ég byrjaði nú með uppsteyt
um leið og ég kom inn í hljómsveit-
ina, heimtaði að strákarnir létu
hárið vaxa og klæddu sig í samræmi
við tískuna, en hljómsveitin spilaði
Ég er ekki þessi rokkaða týpa
Þuríður Sigurðardóttir, ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar um árabil, fagnar 45 ára söngafmæli á þessu ári. Friðrika Benónýs-
dóttir ræddi við hana um árin í bransanum, kjaftasögurnar og lífshættuna sem breytti lífi hennar.
ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR „Ég tók þennan söguburð mjög nærri mér og fannst alveg óskaplegt að fólk gæti verið svo ómerki-
legt og illgjarnt að ljúga upp svona sögum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Með Vilhjálmi Vilhjálmssyni Í sjónvarps-
þættinum Úr einu í annað árið 1976.
Úr sjónvarpsþætt-
inum Litli sandur
Hann var tekinn
upp á þaki sjón-
varpshússins við
Laugaveg.
Í „hot pants“ Með
Hljóm sveit
Magnúsar Ingimars-
sonar á Röðli.
Með Bessa og Ragga Í sumargleðinni.
■ FJÖLBREYTTUR FERILL
Sjónvarpsþulan.
Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 w
w
w
.h
ir
zl
an
.i
s
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
á miklu betra verði !
Hæðarstillanleg