Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 34

Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 34
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR34 T öluverð eftirvænting myndaðist áður en Apple setti fyrstu gerð iPad-sófatölvunnar á markað fyrir páska í fyrra. Það er kannski ofsögum sagt að tölvan hafi farið sigurför um heiminn. Á móti er vit- leysa að reyna að halda því fram að tölvan hafi engu breytt. Vinsældir hennar hafa valdið því að keppi- nautar Apple í tæknigeiranum settu í fimmta gír í fyrra og hafa unnið að því hörðum höndum að ná í sneið af þeim markaði sem allt í einu varð til þegar iPad-tölvan leit dagsins ljós. Tölvurnar eru álíka misjafnar og þær eru margar. Þær eru af öllum stærðum og gerðum en flestar eiga þær það sammerkt að apa eftir iPad-inum á einn eða annan hátt. Ég fékk fyrstu iPad-tölvuna í hendur sama dag og hún kom hingað til lands í fyrra og eyddum við saman heilli helgi uppi í sófa – með nauðsynlegum hléum. Ég varð heillaður enda komin þarna græja sem ég gæti hugsað mér að eiga: Í stað þess að endasendast niður fjórar hæðir í blokkinni minni eftir dagblöðum á laugardagsmorgni og þurfa að hlaupa kaffiþyrstur upp aftur sá ég fyrir mér að geta sest með tölvuna við eldhúsborðið og flett í gegnum það helsta með sambærilegum hætti og ef ég væri með pappír í höndunum. Það sama á við um bókakaup. Ég gæti lesið nýjustu bækurnar á rafrænu formi fljótlega eftir að þær kæmu á markað í stað þess að bíða eftir sendingu að utan. Þessar vænting- ar mínar gengu allar eftir þegar ég prófaði mig áfram með fyrstu kynslóð iPad-sins. Það sem helst pirraði mig í fyrra var skortur á myndavél og fjölvinnsla (e. multi- tasking). Annað átti eftir að koma á daginn. Þeir eru þónokkrir sem ég hef rætt við um ágæti spjaldtölva frá því ég prófaði þá fyrstu. Sumir skilja ekki kostina og spyrja hvern- ig eigi að vera hægt að vinna á svona græju. En það er málið. Þetta er í flestum tilvikum ekki vinnu- tölva, heldur sófatæki í eiginlegri merkingu. Þótt kalla megi fram lyklaborð nýtist það illa fyrir meira en færslu á vefslóð, minnispunkta eða stutt skilaboð. Þá er hvorki rit- vinnsla né töflureiknir í tölvunum þótt slíkt megi setja upp. Tölvur sem þessar nýtast vel á löngum ferðalögum, í flugvélum og lestar- ferðum, í rútum og biðstofum hvers konar. Sem vinnutæki gefast þær í flestum tilvikum ekki vel. Arftakinn handleikinn Apple virðist hafa stigið varlega til jarðar í nýjustu uppfærslunni á iPad 2. Tölvan er jafn stór og forverinn en nokkuð þynnri, um hundrað grömmum léttari og laus við kúpt bakið, sem gerir ráp, bók- og blaðalestur uppi í sófa mun þægilegri en áður. Þá gerir 1GHz dual-core Apple A5-örgjörvinn það að verkum að vélin er snarari í snúningum en áður, tilfinnanlega hraðvirkari en til dæmis nýjasta gerðin af iPod Touch. Þá veldur líftími rafhlöðunnar því að ekki þarf að setja tölvuna oft í samband. Vídeógláp og tölvuleikjaspil valda því hins vegar að engu er líkara en batteríið leki. Þegar fyrsta gerðin af iPad-tölv- unni kom á markað í fyrra kvört- uðu margir yfir skorti á myndavél- um. Á þeirri nýju eru myndavélar bæði að aftan og framan. Ég verð að viðurkenna að lítill tilgang- ur finnst mér með bakmyndavél- inni. Þetta er VGA-linsa sem tekur myndir í lítilli upplausn og léleg í lítilli birtu. Kosturinn er hins vegar sá að vélin ræður við upptöku í hás- kerpu og gerir hún það vel. Vanda- málið er hins vegar að iPad-tölvan og sambærileg tæki sem til eru á markaðnum eru of stór og ættu að mínu viti ekki að vera brúkaðar sem myndavélar. Jafnvel Galaxy Tab frá Samsung, sem er með um sjö sentímetra minni skjá en iPad- tölvan, er of stór. Að myndavélunum undanskildum þá varð ég fyrir vonbrigðum með skjá iPad 2-tölvunnar. Áður en hún kom á markað gerðu menn sér vonir um að hana myndi prýða sam- bærilegur Retina-skjár og á iPhone 4-símunum og nýjustu gerðinni af iPod Touch og flaggar frábærri upplausn. Því er ekki að skipta heldur er iPad 2 með sömu skjágerð og forverinn. Hann er fínn en skil- ar því að ég hrópaði ekki upp yfir mig af hrifningu. Þá get ég ekki gert upp við mig hvort það sé kost- ur eða löstur að Apple standi fast á sínu og úthýsi stuðningi við Win- dows Media Player og annan hug- búnað undan hatti Microsoft. Það veldur því að ekki er hægt að sjá og hlusta á fréttir Ríkisútvarpsins og skoða myndbönd sem einungis keyra á slíkum búnaði. Í leit að fyrsta kikkinu Eftir því sem lengra líður frá því ég fór höndum um iPad-tölvuna hef ég áttað mig á því að þegar fyrsta gerðin kom á markað varð ég mjög upprifinn. Mér fannst bylting handan við hornið, dagblöð á papp- írsformi komin nær grafarbakk- anum en nokkru sinni og tölvu- notkun verða önnur en áður. Þótt ég sé enn sama sinnis um framtíð blaðaútgáfu og áður þá grunar mig tvennt; Í fyrsta lagi virðist Apple ætla að feta svipaða stigu og við þróun á iPod Touch-lófatölvunni og bæta fáeinum atriðum við græjuna í hverju skrefi. Í öðru lagi gerði ég mér of miklar vonir með tilkomu iPad 2, ég einfaldlega get ekki upp- lifað sömu tilfinningu á ný og þegar ég fékk forverann í hendur. Eyjaskeggjar í einangrun Einn af nauðsynlegustu fylgihlut- um smátölva frá Apple er aðgangur að netbúðunum iTunes og App-hug- búnaðarversluninni. Eins og fram kemur í hliðarefni með greininni eru dyr þessara verslana lokaðar hér á landi. Ísland er ekki meðal þeirra landa sem geta átt viðskipti við verslanirnar og greiðslukort héðan ekki gjaldgeng þar. Þetta er óþolandi og veldur því að iPad-tölvur, iPod, Apple-tölvur og iTunes-tónlistarforritið eru ekki nema hálfnýtt fyrirbæri. Og er þá hálf sagan sögð því þar er að finna gríðarstóran markað með hugbúnað, tónlist og kvikmyndir, mun meira úrval af efni og kjör- um en nokkru sinni hefur verið í boði hjá nokkurri netveitu hér á landi. Fjallabaksleið og ýmsar aðrar ófærur eru hins vegar mögu- legar. Vel hefði mátt gefa lesendum Fréttablaðsins kost á að sjá hvaða leiðir eru færar. Eftir því sem næst verður komist gæti slíkt hins vegar flokkast til lögbrota og því efninu kastað fyrir borð. Kúrt í annað sinn með iPad Ísland var eitt þeirra 25 landa sem fengu nýjustu iPad-spjaldtölvuna frá Apple um síðustu helgi. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson heillaðist af fyrstu gerð tölvunnar og hefur síðastliðið ár prófað nokkrar spjaldtölvur sem hafa komið á markað. Um síðustu helgi endurtók hann leikinn frá í fyrra, lagðist upp í sófa og bar nýjustu kynslóð af heitustu sófagræju í heimi saman við tvo keppinauta. EKKI HÆGT AÐ HORFA Á FRÉTTIR RÚV iPad-tölva Apple styður ekki við Flash og Windows Media Player sem veldur því að ekki er mögulegt að skoða allt efni á netinu. Í borð- og fartölvum er lítið mál að hala niður viðbótarhugbúnaði til að horfa og hlusta á fréttir á RÚV. Mér tókst það aldrei á iPad-tölvunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íslendingar hafa oftar en ekki komið að lokuðum dyrum hjá erlendum netveitum sem selja sjón- varpsefni, hljóðbækur og tónlist á stafrænu formi. iTunes-verslun Apple er ein þeirra enda íslensk greiðslukort ekki viðurkennd þar. Þessar lokuðu dyr koma í veg fyrir að þeir sem eiga tæki frá Apple geti nýtt sér App-forritabúðina hvort heldur er til að kaupa á hugbúnaði fyrir iPad, iPod Touch eða iPhone- síma eða næla sér í ókeypis efni. Margir hafa klórað sér í hausnum yfir ástæðunni. Apple ytra á réttinn á App-versluninni auk þess sem greiða þarf skatt í heimalandi við- skiptavinarins. Apple hefur brugðist við með því að stofna App-verslun í öðrum löndum í þeim tilgangi að innheimta skattinn í hverju landi. Von er á íslenskri App-verslun á næstu misserum. Hvenær það verður hefur ekki fengist staðfest. Apple þarf að semja við rétthafa Hvað tónlistarkaupin varðar þá hefur STEF, Sam- band tónskálda og eigenda flutningsréttar, gert samning við iTunes um kaup og sölu á tónlist í gegnum NCB (Nordisk Copyright Burau). Samning- urinn nær til allra Norðurlandanna auk Eystrasalts- ríkjanna þriggja. Samkvæmt upplýsingum frá STEF-i fá íslenskir tónhöfundar greitt fyrir þá tónlist sem þeir selja á vefsíðum iTunes í gegnum STEF. Frá sjónarhóli STEF sé ekkert því til fyrirstöðu að iTunes opni netverslun hér. STEF upplýsti Fréttablaðið að sambandið sé ekki á móti því að iTunes opni verslun hér eða opni fyrir aðgang að einni af norrænu verslununum. Apple þurfi að semja við flytjendur og hljómplötuframleiðendur sem eiga réttinn hér á landi yfir þeim hljóðritum sem yrðu seld. Bakdyrnar opnar Þrátt fyrir að aðaldyr iTunes- og App- búðanna séu lokaðar Íslendingum eru þeir netverjar til sem hafa mjakað sér inn í gegnum bakdyrnar. Þeir sem vilja hafa fengið ættingja og vini sem leið hafa átt um Bandaríkin til að kaupa fyrir sig inneignarkort með aðgangs- kóða í Apple-verslun. Þau kosta allt frá 10 dölum til 50, tæpra 1.200 króna til rúmra 5.700. Sömuleiðis má finna vefsíður á netinu sem selja inneignarkort og fá aðgangskóða sendan í tölvupósti. Það eitt og sér er þó ekki nóg enda nokkrum vandkvæðum bundið að setja upp aðgang hjá netbúðunum. Risastór afþreyingarverslun iTunes- og App-netbúðir Apple hafa upp á mikið að bjóða. Þar má finna tónlist og kvikmyndir, sjónvarpsþætti, tölvuleiki og ýmsan hagnýtan hugbúnað. Sem dæmi um vöru er platan My Beautiful Dark Twisted Fantasy með Kanye West sem kostar 11,99 dali, jafnvirði 1.380 króna. Þetta er helmingi lægra verð en netverjar greiða hér (sama plata kostar 2.299 krónur á tonlist.is). Þá er hægt að kaupa og leigja mikið magn kvikmynda og sjónvarpsþátta, jafnvel heilu sjónvarpsseríurnar. Ein af nýlegri kvikmyndum er Black Swan með Natalie Portman í aðalhlutverki. Þeir sem vilja eiga myndina þurfa að punga út 14,99 dölum, jafnvirði 1.700 króna. Hana má leigja fyrir 3,99 dali, jafnvirði 460 króna. Þeir sem leigja myndir hafa 30 daga til að byrja að horfa á þær. ■ AÐALDYR ITUNES LOKAÐAR Á ÍSLANDI Galaxy Tab frá Samsung Á sama tíma og spjaldtölvan frá Samsung er sú minnsta sem ég hef komið höndum yfir er hún sú skemmtilegasta og liprasta sem ég hef prófað. Tölv- an er með sjö tommu (17,8 senti- metrar) snertiskjá og vegur tæp 400 grömm. Hún keyrir á Android 2,2 stýrikerfinu, er með 512 MB vinnsluminni, 16 GB disk sem má stækka og keyrir á 1 GHz-örgjörva. Til viðbótar er hún með 3G-stuðn- ing, styður við Flash, með 1 MB myndavél að framan og 3 MB myndavél að aftan sem getur tekið upp myndbönd í háskerpu. Næstum allt má gera á græjuna og vandfundið hvað ekki er mögulegt. Þá er ágætt að lesa af skjánum hvort heldur er bækur eða blöð og horfa á myndefni á hvaða formi sem er. Til viðbótar er gott að skrifa á lyklaborðið þótt skjárinn sé smár. Tölvuna má sömuleiðis nota sem síma og er þá fátt upp talið. Græj- an kostar rétt rúmar hundrað þúsund krónur í Samsung-setr- inu. Samsung hefur boðað nýja kynslóð af Galaxy Tab-tölvunni á næstunni og segja erlendir tölvuspekúlantar hana þá einu sem geti ógnað iPad-veldinu. Ég tek undir það. HP Slate 500 frá Hewlett-Packard Spjaldtölvan HP Slate 500 er miklu frekar vinnutölva en sófagræja og hentar betur stjórnendum fyrirtækja en ein- staklingum sem vilja rápa um netið. Tölvan er í raun venju- leg borð- og fartölva en með snertiskjá og keyrir á Windows 7-stýrikerfinu frá Microsoft. Tölvan er handhæg en svolítið þung, með 8,9 tommu skjá (22 sentimetrar), 2 GB vinnslu- minni, kemur með 64 GB SSM- disk og vinnur á 1,86GHz Intel Atom Menlow Z530-örgjörva. Tölvan kemur með tengiboxi sem tölvan getur sest í og má tengja við hana fjölda af tengj- um, þar á meðal lyklaborð. Það hentar vel enda lyklaborðið sem skjóta má upp á skjánum með svo litla stafi að erfitt er að nota þá. Lítill penni fylgir með og kemur hann sér vel. Í tölvunni eru tvær myndavélar, VGA-vél að framan en 3 MP-myndavél að aftan sem tekur ágætar myndir. Lítið er hægt að segja um tölv- una sem slíka en hún virkar eins og fartölva án lyklaborðs. Verðið liggur í kringum 150 þúsund krónur. ■ TVÆR SPJALDTÖLVUR TIL SAMANBURÐAR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.