Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 36

Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 36
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR36 S vona hef ég alltaf verið. Ég þarf alltaf að hafa allt á fullu í kringum mig,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, sem er fyrst og fremst leikari, er kyrfilega skráður sem slíkur í símaskránni og vitund almenn- ings, en samt svo margt fleira. Til að mynda er Jóhann einnig rekstrar hagfræðingur með MBA- gráðu í alþjóðlegum viðskiptum frá Háskólanum í Exeter í Eng- landi, formaður Sjálfstæðu leik- húsanna, Bandalags atvinnuleik- hópa, sem berst meðal annars fyrir tilveru Tjarnarbíós, sjón- varpsmaður, útvarpsmaður og tónlistarmaður. Þá starfar hann einnig við framleiðslu kvikmynda og rekur sitt eigið fyrirtæki, Snilli, sem sérhæfir sig í því að tengja saman fyrirtæki og skemmti- krafta af flestu tagi auk annarra verkefna sem tengjast skemmtana- iðnaðinum. Svo fátt eitt sé nefnt. Venju samkvæmt er ýmislegt í gangi hjá Jóhanni þessa dagana. Á föstudagskvöldum birtist hann landsmönnum sem umsjónar- maður hins óhefðbundna spurn- ingaþáttar Ha?, sem notið hefur mikilla vinsælda að undanförnu, og leikur jafnframt í Farsælum farsa hjá Leikfélagi Akureyrar. Þá var í vikunni frumsýnd kvik- myndin Kurteist fólk í leikstjórn Ólafs Jóhannessonar, en í henni fer Jóhann með hlutverk og gegn- ir einnig starfi framleiðanda, sem Jóhann segir í raun formlegt orða- lag yfir allsherjar reddara. „Það felst í raun í því að hugsa þrjá leiki fram í tímann. Að halda öllum á tánum svo dýrmætur tími fari ekki til spillis,“ útskýrir hann. Þor til að taka næsta skref Jóhann ólst upp í vesturbæ Kópa- vogs en býr nú á Seltjarnarnesi ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Kaldal, og sonunum Jóhanni og Krumma, ellefu og átta ára. Með ofangreinda titlaskrá í huga liggur beinast við að inna Jóhann eftir því hvort hann sé ekki á bóla- kafi í verkefnum 24 tíma á sólar- hring, allan ársins hring. „Jú, í rauninni er það svo,“ segir Jóhann. „Sá sem vasast í svona mörgu heldur alltaf að hann sé í fríi en er það í raun aldrei, eins skringilega og það hljómar. Það er alltaf eitthvað sem þarf að huga að, senda bréf, fara á fundi og svo framvegis. En ég kvarta ekki, því svona vil ég hafa þetta. Ég ræð vel við álagið og eyði mikl- um og góðum tíma með fjölskyld- unni milli verkefna. Núna fer ég til dæmis norður að leika um hverja helgi og oft kemur fjölskyldan bara með. Það er afskaplega gaman þegar það er hægt.“ Hann viðurkennir þó að fjöl- hæfnin geti á stundum virkað hamlandi, þegar framkvæmda- hliðin verður of fyrirferðarmikil á kostnað hinnar listrænu. „Þá á ég erfiðara með að skerpa á einbeitingunni. Þegar það gerist kúpla ég mig gjarnan tímabundið út úr framleiðslunni. Tek ekki að mér verkefni sem þarfnast tölvu og farsíma. Það gerðist síðast nú í haust þegar ég var að leika í kvik- myndinni Djúpinu eftir Baltasar Kormák. Þá lagði ég öllum öðrum verkefnum á meðan.“ Spurður hvort framkvæmda- gleðin stangist ekki á við erki- týpuna um listamanninn, við- kvæma blómið sem eyðir heilu dögunum í lótusstellingu, segir hann hefð fyrir því að íslenskir listamenn drífi hreinlega í hlutun- um sjálfir. „Sjáðu bara Ragnar Kjartansson. Hann er nú aldeilis sinn eigin fram- kvæmdastjóri, fjölmiðlafulltrúi og listamaður í senn og hefur alltaf verið. Sama má segja um Baltasar Kormák og Gísla Örn Garðarsson. Þetta eru framkvæmdamenn með heilmikinn drifkraft. Það er nauð- synlegt. Ég hugsa að við þekkjum öll fólk, ekki bara í listinni heldur á öllum sviðum, sem hafði ekki kraft og þor til að taka næsta skref. Oft er þetta hræðsla við að gera mis- tök,“ segir Jóhann. Sagði leikurum til sex ára Eiginlegur leikferill Jóhanns hófst þegar hann fór með hlutverk Júlla í þáttunum um Nonna og Manna, þá sextán ára gamall, fyrir rúmum tveimur áratugum. Í kjölfarið fékk hann aðdáendabréf víða að úr heiminum, en leiklistaráhuginn kviknaði þó mun fyrr. „Jóga systir mín tók þátt í upp- færslu Leikfélags Kópavogs á Þorláki þreytta og var með henni á öllum æfingum og sýningum, sex ára gamall. Magnús Ólafsson, Bjössi bolla, var meðal leikenda og hann minnir mig enn þá á það þegar ég, litla stýrið, lærði línurn- ar á undan öllum leikurunum og sagði þeim til,“ segir hann og hlær. „Þá ákvað ég að vera leikari og hef aldrei hvikað frá því.“ Eftir stúdentspróf frá Fjölbraut í Breiðholti lá leið Jóhanns til Bandaríkjanna, þaðan sem hann lauk BA-námi í leikhúss- og kvik- myndafræðum frá háskólanum í Hartford í Connecticut þremur árum síðar. Ferillinn fór svo á flug þegar hann fór með hlutverk Voffa í söngleiknum Hárinu árið 1994, sem mörgum þótti marka tímamót í uppfærslu söngleikja hér á landi. Leikhópinn skipaði fólk á borð við Hilmi Snæ Guðnason, Margréti Vil- hjálmsdóttur, Ingvar E. Sigurðs- son og fleiri og tekur Jóhann fram hversu heppinn hann hafi verið að fá slíkt tækifæri svo fljótlega eftir útskrift, enda sérlega mikilvægt fyrir leikara sem læra sína iðn erlendis að nýta fyrstu tækifærin til hins ítrasta. „Í Hárinu fékk ég strax svo mikla athygli að ég þurfti ekki að hafa áhyggjur upp frá því. Hópur- inn sem stóð að sýningunni var frábær, nánast eins og lítil hippa- kommúna, og mér þykir enn afar vænt um þetta fólk,“ segir Jóhann. Við tóku ýmis verkefni á mörgum vígstöðum, en Jóhann lék í Borgar- leikhúsinu á árunum 1997 til 2000 og er það eina tímabilið á starfs- ferlinum sem hann hefur verið fastráðinn. „Þá fór í ég í MBA-námið í Eng- landi, að hluta til vegna þess að ég vildi öðlast aftur hungrið í leik- listina. Ég hugsaði sem svo að þar sem ég væri orðinn dálítið þreytt- ur á leikhúsinu ætti ég í raun ekki skilið að vera þar. Það væri hell- ingur af fólki sem vildi það. Eftir námið gerðist ég svo markaðs- stjóri hjá Japis og svo kom hungrið í geirann aftur. Ég held að það sé öllum hollt að hrista aðeins upp í umhverfi sínu við og við.“ Þorði ekki að semja lög Uppvöxturinn í vesturbæ Kópa- vogs lagði líka grunninn að til- tölulega látlausum tónlistarferli Jóhanns, sem stofnaði rokksveit- ina Tríó Jóns Leifssonar ásamt æskuvinum sínum á unglingsárun- um. Sveitin gaf út plötuna Komdu í byssó árið 1995 en hefur komið óreglulega saman síðan þá, nú síðast fyrir fimm árum, en hinir meðlimirnir hafa látið mikið að sér kveða í músíkinni. Spurður hvort rokkstjörnu- draumum hafi verið fyrir að fara á þessum árum neitar Jóhann því ekki. „Meinið var í rauninni að sveitin var skipuð miklum húmor- istum sem höfðu kaldhæðnina að leiðarljósi. Við hræddum hver annan út í að þora alls ekki að koma með frumsamin lög á æfing- ar, því þá var gert óspart grín að viðkomandi. Við brugðum því á það ráð að gera grín að öðrum og þá fyrst þorðum við að semja lög. Á plötunni eru einu frum- sömdu lögin „í anda“ einhverra annarra, eins og Sálarinnar, lag sem heitir Hver er galdurinn?, í anda Vina vors og blóma er lagið Stuð, og fleiri í anda Jet Black Joe, SSSólar og svo framvegis,“ segir Jóhann, sem sá um söng í sveit- inni. „Ég var stundum með gítar á sviðinu en fékk sjaldnast að hafa hann tengdan,“ bætir hann við og skellir upp úr. Heldur öllu opnu Inntur eftir helstu framtíðar- áformum segist Jóhann ætla að halda öllu opnu og ekki loka á neitt. „Það hefur dugað mér vel og gerir það vonandi áfram. Ég held að ég og aðrir Íslendingar höfum bara gott af því að hugsa aðeins betur um sjálfa okkur, kúpla okkur út reglulega og gefa græðg- inni langt nef. Að vinna okkur inn traust og treysta öðrum. Ég held að það sé málið. Og svo bara áfram veginn.“ Ég hugsa að við þekkjum öll fólk, ekki bara í listinni held- ur á öllum sviðum, sem hafði ekki kraft og þor til að taka næsta skref. Oft er þetta hræðsla við að gera mistök Hollt að hrista upp í umhverfinu Jóhann G. Jóhannsson er skráður leikari í símaskránni en sinnir ótal öðrum störfum þess á milli, meðal annars sem framleiðandi, sjónvarpsmaður og framkvæmdastjóri fyrirtækis. Kjartan Guðmundsson ræddi við hann um fjölbreyttan ferilinn. FJÖLHÆFUR Almenningur þekkir vel til Jóhanns, yfirvélstjórasonarins úr vesturbæ Kópavogs, úr fjölmörgum leikritum, kvikmyndum, sjónvarps- og útvarpsþáttum, en hann hefur einnig látið til sín taka á öðrum sviðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI www.rafis.is/ftr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.