Fréttablaðið - 02.04.2011, Side 38

Fréttablaðið - 02.04.2011, Side 38
heimili&hönnun2 ● Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Auglýsingar: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir s. 512 5439 Útlits- hönnuður: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is. Margt var framúrskarandi, eins og prjónastofa Víkur Prjóns dóttur í gömlu húsi á Laugaveginum, og annað var síðra en umfram allt var ótrúlega margt í boði og fjölbreyti- leikinn mikill. Það er helst hægt að kvarta undan því að hátíðin stóð allt of stutt og hér með er vinsam- legast bent á að lengja hátíðahöld- in næsta ár. Vika er lágmark fyrir veislu af þessu tagi. Enn er þó hægt að njóta hluta HönnunarMars og tilvalið að gera það um helgina eða seinna í mán- uðinum. Óhætt að mæla með heimsókn í Hönn- unarsafnið í Garða- bæ. Þar ber sérstak- lega að nefna Shop- lifter, eða Hrafnhildi Arnardóttur, en sýn- ingin hennar stendur til 29. maí. Sýningin er lítil en gefur góða mynd af fallegum út- færslum af einstökum efniviði. Snillingur þar á ferð. Í sömu ferð má skoða yfirlits- sýningu Gunnars Magnússonar húsgagnahönnuðar en sú sýning stendur einnig út maímánuð. Í Epal má enn sjá hluti sem kynntir voru á HönnunarMars enda eru margir þeirra til sölu í versl- uninni. Þar tekur einnig á móti gestum óvænt og einstök upp- stilling sem er hluti af alheimshönnun- arsögunni. Árið 1958 var eitt frægasta hótel í heimi, SAS Royal í Kaupmanna- höfn, teiknað af Arne Jacobsen. Nú er herbergi númer 606 flutt inn í salarkynni Epal með upp- runalegu húsgögnunum og öðrum búnaði. Arne teiknaði öll húsgögn og fylgihluti fyrir hótelið og það er vel þess virði að koma við og sjá þessa einstöku hluti. Þar eru meðal annars Eggið og Svanurinn en þessir frægu hægindastólar urðu einmitt til með tilkomu þessa umdeilda hótels. Að lokum má benda öllum á að kíkja í Norræna húsið en þar er ákaflega áhugaverð sýning um mat. Húsið er auk þess, eins og SAS hót- elið, eitt allsherjar hönnunarlista- verk enda hannað af Alvar Aalto, einum frægasta arkitekt Finna, að innan sem utan. Hann var sam- tímamaður Arne og voru þeir félag- arnir brautryðjendur hönnunar- stéttarinnar og skrifuðu stóran hluta hönnunarsögunnar sem nú stendur almenningi til boða. Veislan heldur áfram ● HönnunarMars kom og fór með látum. Liðin helgi var full af frábærum uppákomum með stórkostlegum sýningum og höfuðborgin umbreyttist í hlaðborð hönnunarviðburða. Shoplifter gerði þetta samvinnuverkefni fyrir MOMA í New York árið 2008. Herbergi 606 í SAS Royal hótelinu. Sigga Heimis iðnhönnuður skrifar í Heimili&hönnun sigga@siggaheimis.is Hönnun Alvars Alto er tímalaus eins og sést á kollinum sem er frá árinu 1954. 10% 25% Á S K R I F T í síma 578-4800 og á w w w.rit.is á næ ts a bl ða sölustað Hringdu í síma ef blaðið berst ekki heimili& hönnun  SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM HÍBÝLI  apríl 2011 Grænt hverfi Laugarnesið með augum Eddu Ívarsdóttur, nema við Landbúnaðar- háskóla Íslands. SÍÐA 6 MEÐ HESTA Í KJALLARANUM Hjónin Sesselja Guðjónsdóttir og Björgvin Svavarsson hafa innréttað heimilið haganlega kringum áhugamálin. SÍÐA 4 Margt að sjá Sigga Heimis fjallar um spenn- andi hönnunar- viðburði. SÍÐA 2 CANDY AFSLÁTTARDAGAR GÓÐ KAUP … matarborðið undir sólinni Snilldaruppfinning frá hinu finnska Magisso; kökuhnífur og töng sem framreiðir tertusneið- arnar í senn. Kallast „kökuframbjóðandinn“. Fæst bæði í nokkrum litum úr plasti og svo úr stáli. Duka, Kringlunni. Verð: 4.900 krónur (plast). Formfögur djúpsvört bambusskál undir hvers kyns með- læti, kartöflur, salat, brauð, eða snakk með sjónvarpinu. ILVA, Korputorgi. Verð: 2.495 krónur. ● NORMANN COPENHAGEN lífgar gjarn- an upp með litum á þeim nýjungum sem það sendir frá sér og klukkan „Watch Me“ eða „Horfðu á mig“ eftir hönnuðinn Rasmus Gott- liebsen er þar engin undantekning. Gottlieb- sen segist í hönnun sinni hafa verið undir áhrifum frá litaspjöldum sem notuð eru þegar litur á málningu er valinn. ● HÚSGAGNAVERSLUNIN HABITAT sem er landsmönnum að góðu kunn söðlar um nú í maí og flytur í nýtt húsnæði. Verslunin hefur verið rekin í Holtagörðum undanfar- in ár en mun nú flytja starfsemi sína á svipaðar slóðir og IKEA er nú; í Kauptún í Garðabæ. ● BOUROULLECBRÆÐURNIR Ronan og Erwan hafa á þeim tíu árum sem þeir hafa unnið saman sent frá sér hverja hönnunina á fætur annarri sem slær í gegn. Borð sem þeir hönnuðu fyrir Magis og var frumsýnt á húsgagnasýningunni Salone del Mobile á síðasta ári eru nú nýkomin í framleiðslu hjá Magis. Þau kallast baguette og central, einföld og fáguð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.