Fréttablaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 66
heimili&hönnun6 „Þétt íbúðarbyggð einkennir hverfið en það er þó alger lega grænt því innan þess eru engar bíla götur. Fólk má samt eiga bíla og fyrir þá eru geymslur í hálfniðurgröfnum bílakjöllurum sem mynda bragga- form á yfirborðinu,“ byrjar Edda Ívarsdóttir þegar hún er beðin að útskýra teikningar sínar af nýju skipu- lagi við Laugarnesið. Edda er að læra umhverfisskipulag við Landbúnaðar háskóla Íslands á Hvanneyri en það er inngangur að landslagsarkitektúr og skipulagsfræði. Miðað er við að ljúka því á þremur árum en Edda tekur það á tveimur og hálfu og er á lokasprettinum. Eitt af verkefnunum í vetur snerist um að teikna nýtt íbúðar- hverfi þar sem iðnaðarhverfið er við Klettagarða og Köllunarklettsveg og tengja það byggðinni í nágrenn- inu; græna svæðinu á Laugarnesinu sjálfu, fjörunni og Laugardalnum. Það var unnið í þremur hlutum; tveir þeir fyrri voru unnir í hóp en hver einstaklingur í hópnum útfærði sínar hugmyndir í síðasta hlutanum. Edda gerir ráð fyrir um 900 íbúðum á svæðinu. Þar verða engir einkagarðar en hins vegar sér hún fyrir sér gróðurhús ofan á þökum á hafnarsvæðinu og göngustíga þangað. Einnig stíga inn á Laugar nesið og strandlengjuna, sem er sú síðasta náttúrulega við norðurströnd Reykjavíkur. „Ég setti einn náttúru- leikskóla inn á kortið sem tengist græna svæðinu og ströndinni. Svo færu grunnskólabörn í Laugarnes- skóla og Laugalækjarskóla yfir göngubrýr eða um undirgöng.“ En sér hún fyrir sér að hugmyndir henn- ar eigi eftir að verða að veruleika? Þá hlær hún. „Þetta er auðvitað skólaverkefni og verður að skoðast sem slíkt.“ - gun Algerlega grænt hverfi ● Hugmyndalegt frelsi nýtur sín vel í verkefnum þeirra sem leggja stund á umhverfisskipulag við Landbúnaðarháskóla Íslands. Dæmi um það eru teikningar Eddu Ívarsdóttur af nýju hverfi við Laugarnesið. Edda Ívarsdóttir við teikningar af hinu nýja hverfi í grennd við Klettagarða. Þær eru skólaverkefni hennar í umhverfis- skipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands. MYND/ÁSKELL ÞÓRISSON Fjölbýlishúsahverfið. Þar sést í bílageymslurnar, sem eru hálfniðurgrafnar og með braggaþökum. Göngustígar og brú yfir lækinn setja svip á umhverfið. -sælureitur innan seilingar! Svalaskjól Smi›sbú› 10 | 210 Gar›abær | Sími: 554 4300 | Fax: 564 1187 | www.solskalar.is YFIR 40 LITIR Í BOÐI! Engir póstar Innbyggðar vatnsrennur Frábært skjól gegn vindi og regni Allt sem þú þarft Lesendur okkar eru á öllum aldri – og við þjónum þeim öllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.