Fréttablaðið - 02.04.2011, Síða 74

Fréttablaðið - 02.04.2011, Síða 74
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR42 Eftirhermu Bob Hope krafist Guðfaðir pönksins, Iggy Pop, eða raunar rótari í þjónustu hans að nafni Jos Grain, ku bera ábyrgð á einum skemmtilegasta kröfulistanum í tónlistarbransanum. Þegar Iggy fer á túr leggur hann fram átján síðna lista þar sem meðal annars koma fram eftir- farandi óskir varðandi skreyt- ingar í búningsherbergi rokkarans: „Herbergið á ekki að líkjast dæmigerðu rokk og ról búningsherbergi. Fáið bara einhvern afslapp- aðan með smá listrænan stíl til að hanna það. Þekkið þið einhvern samkynhneigðan?“ Iggy og hans fólk biðja einnig um Bob Hope eftirhermu og „eintak af blaðinu USA Today sem hefur að geyma grein um sjúklega feitt fólk“. Blindur er bóklaus maður T rúbadorinn ástsæli KK hlýtur að vera með þeim hógværari í bransanum, í það minnsta ef tekið er mið af þeim kröfum sem hann setur við tónleikahald um landið. Í ævisögu KK kemur nefnilega fram að það eina sem hann biður um er að leslampi sé á hótelherberginu hans. Annar reynslubolti, sjálf- ur Willie Nelson, þykir líka varkár í sínum kröfum. Þó vekur athygli að Willie, sem er einn þekktasti málsvari kannabisreykinga um víða veröld, tekur ekki annað í mál en að búningsher- bergið sé reyklaust. Þ egar Manchester- tvímenningarnir í Hurts héldu óþægi- lega rafmagnslausa tónleika hér á landi fyrir skemmstu fóru þeir fram á að ýmsir hlutir biðu þeirra í búningsherberginu í Voda- fone-höllinni. Einna mesta athygli vakti eindregin ósk þeirra um að rakatæki fyrir andlit væri til stað- ar baksviðs en auk þess báðu Bret- arnir um tíu hvítar rósir, straujárn, straubretti, stóran spegil og loks að þrjár myndir af frægum súper- módelum yrðu hengdar á vegginn í búningsherberginu. Téðar myndir máttu þó alls ekki vera klámfengn- ar, enda Hurts-bræður annálaðir séntilmenn. Þessi svokallaði kröfulisti Hurts-liða verður að teljast ansi hreint hófsamur miðað við þann aðbúnað sem margir aðrir tónlist- armenn krefjast baksviðs fyrir tónleika, enda hefur sveitinni nýskotið upp á stjörnuhimininn og líklegt er að kröfulistinn lengist í takt við auknar vinsældir. Góðu heilli hafa fjölmiðlar verið ötul- ir við að draga kröfulista þeirra listamanna sem heimsótt hafa landið á undanförnum árum upp úr tónleikahöldurum og deila þeim með alþjóð, enda eru slíkar frétt- ir vel til þess fallnar að svala for- vitni, velþóknun, hneykslunargirni eða þórðargleði landans, allt eftir smekk hvers og eins. Mikilvægi handklæða Lífseig er til dæmis sagan af því þegar Bob Dylan hélt sína fyrri tónleika á Íslandi, árið 1990, og heimtaði Budweiser-bjór í flöskum með löngum hálsi og brún hand- klæði, ásamt fleiru smálegu. Ef sú saga á við rök að styðjast virð- ast svo hversdagslegir hlutir sem handklæði vera stjörnum skemmt- anabransans afar hugleiknir, en þegar plötusnúðurinn Carl Cox kom fram á Nasa vorið 2006 krafð- ist hann handklæða sem máttu ekki undir neinum kringumstæð- um vera hvít á litin. Þá biður Elton John iðulega um 74 handklæði bak- sviðs, en virðist vera nokk sama um hvernig þau eru á litinn. En stjörnurnar þurfa líka að dreifa huganum og leika sér svolít- ið. Gítargoðið Eric Clapton ferðast helst ekki nema með forláta fót- boltaspilsborð með sér og fékk gott pláss fyrir áhugamálið í Egils- höllinni um árið, á meðan John Fogerty bað um eitt stykki X-Box leikjatölvu, sem síðar kom í ljós að var fyrst og fremst ætluð sjö ára gömlum syni rokkarans. Þá þykir Íslandsvininum Damon Albarn fátt þægilegra en að grípa í einn og einn borðtennisleik baksviðs á tónleikum til að róa taugarnar. X-Factor söngvarinn með óheppi- lega nafnið, Paul Potts, vildi fá íslenskan bjór þegar hann tróð upp ásamt Björgvini Halldórssyni í Laugardalshöllinni um jólin og þýska tvíeykið Booka Shade, sem kom fram á aðdáendahátíð íslenska EVE Online á sama stað um síð- ustu helgi, bað sérstaklega um að íslenska sælgætið Tromp yrði á boðstólum. Alræmdar M&M-kúlur Allt eru þetta þó smámunir miðað við alræmdasta kröfulista tónlist- arsögunnar, þann sem gjarnan er talinn hafa lagt línuna fyrir mestu heimtufrekju samtímans, en heið- urinn af honum eiga bandarísku rokkararnir í Van Halen. Á tón- leikaferðalagi sínu um heiminn árið 1982 lögðu meðlimir sveitarinnar fram 53 síðna langan kröfulista um allan aðbúnað innan sviðs og utan á hverjum tónleikum og kenndi þar ýmissa grasa. Meðal annars báðu þeir um stóra skál af M&M-kúlum, en þess þurfti að gæta sérstaklega að tína allar brúnu kúlurnar úr. Margir supu hveljur þegar orð- rómur um þessar bjánalegu kröf- ur Van Halen hóf að spyrjast út, en löngu síðar skýrðu hljómsveit- armeðlimir mál sitt á þann hátt að þeim hefði að sjálfsögðu verið skítsama um litinn á M&M-kúlun- um, þó það nú væri. Raunveruleg- ur tilgangur kröfunnar hefði verið að tryggja það að tónleikahaldar- arnir læsu listann þeirra vel og vandlega. Ef brúnar kúlur væri að finna í skálinni í búningsherberg- inu væri allt eins líklegt að mikil- vægari atriði, líkt og þau sem varða öryggismál, hljómburð og lýsingu, væru einnig í ólagi. Trúlegt er að slíkt hið sama sé uppi á teningnum hjá mörgum þeim sem setja upp óheyrilegar kröfur um hin ýmsu smáatriði. Tíu hvítar rósir handa mér Þegar poppstjörnur halda tónleika er þeirra siður að setja fram ákveðnar kröfur um aðbúnað baksviðs, sem oft vekja blendnar tilfinningar hjá sauðsvörtum almúganum. Kjartan Guðmundsson leit á nokkur misjafnlega jarðbundin dæmi um slíkar kröfur. ENGAR BRÚNAR KÚLUR Van Halen ber ábyrgð á alræmdasta kröfulista hljómsveitar í poppsögunni. K röfur dívunnar Mariuh Carey um aðbúnað bak-sviðs eru óheyrilegar. Meðal þess sem söng- konan biður um er að kettlingar og hvolpar séu viðstaddir í herberginu og einn starfsmaður sinni eingöngu því starfi að taka við notuðu tyggigúmmíi Mariuh og setja í þar til gerðar ruslafötur. Þá vill hún kampavín, sem hún harðneitar að drekka nema með beygjanlegum sogrörum. Merkilegt nokk virðist varaforsetaframbjóðand- inn fyrrverandi Sarah Palin einnig hafa blæti fyrir sogrörum sem hægt er að beygja til og frá, en hún biður um kassa af slíkum rörum þegar hún heldur fyrirlestra víða um heim. Söngkonan Madonna heimt- ar heila 25 kassa af Kabba- lah-vatni, en engin rör, hvorki beygjanleg né annars konar. Tyggjóið í ruslið Dagskrá og skráning á www.sa.is AÐALFUNDUR SAMTAKA ATVINNULÍFSINS 2011 FIMMTUDAGINN 7. APRÍL Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA OPIN DAGSKRÁ KL. 14-16.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.