Fréttablaðið - 02.04.2011, Qupperneq 78
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR46
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir
má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
Hjartans þakkir sendum við öllum
þeim er sýndu virðingu og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
Guðrúnar Erlendsdóttur
Sæbóli, Blönduósi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu
Mörk, 5. hæð suður, fyrir hlýja og góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Gísli Ófeigsson Ester Garðarsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir Ásgeir Axelsson
Þórarinn Baldursson Guðrún Kristnsdóttir
Magnús E. Baldursson Helga I. Sigurðardóttir
Þrándur Ó. Baldursson Emilía M. Stefánsdóttir
Sigurbjörg H. Baldursdóttir Hreiðar Margeirsson
Steinvör M. Baldursdóttir Friðrik Steingrímsson
Sigurlaug B. Baldursdóttir Eiríkur Garðarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilega þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs
föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
Halldórs Kristjánssonar
Einilundi 10e, Akureyri.
Kristján Halldórsson Olga Guðnadóttir
Sólveig Halldórsdóttir Garðar Jóhannsson
Harpa Halldórsdóttir
Halla B. Halldórsdóttir Brynjar Bragason
Hjördís Halldórsdóttir Magnús Rúnar Magnússon
Sólveig Hjaltadóttir
afa- og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
Aðalheiður Karlsdóttir
frá Fáskrúðsfirði, til heimilis að
Laufvangi 7,
lést þriðjudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 4. apríl
kl. 13.00.
Þorbjörg Erla Jónsdóttir
Hans Óli Rafnsson Berglind Ósk Agnarsdóttir
Elís Þór Rafnsson Bryndís Jóna Jónsdóttir
Rafn Heiðar, Ellen Rós, Svanhvít Lilja, Unnar Ari, Ingi Rafn,
Andri Fannar.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Ásgerður Ágústa
Pétursdóttir
Árskógum 8, Reykjavík, síðast til heim-
ilis að Hjúkrunarheimilinu Sóltúni,
lést 29. mars síðastliðinn. Útförin fer fram frá
Háteigskirkju 7. apríl kl. 15.00.
Pétur Vilhjálmsson Auður Sjöfn Tryggvadóttir
Sigríður Vilhjálmsdóttir
Jóhanna Vilhjálmsdóttir Örn Guðmarsson
Jóhann Sigurfinnur Vilhjálmsson
Barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og vinahug vegna fráfalls
okkar ástkæra
Magnúsar Þórs
Helgasonar
Kirkjuvegi 1, Keflavík,
og heiðruðu minningu hans.
Einar Magnússon Ingibjörg Bjarnadóttir
Grétar Magnússon Margrét Borgþórsdóttir
Guðríður Magnúsdóttir Magnús Karlsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg frænka okkar,
Freyja Jóhannsdóttir
Kjarnalundi dvalarheimili á Akureyri,
lést fimmtudaginn 24. mars. Útför hennar fer fram frá
Akureyrarkirkju miðvikudaginn 6. apríl kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kjarnalund.
Fyrir hönd aðstandenda,
María S. Stefánsdóttir.
Jóhannes Páll páfi andaðist þennan
mánaðardag árið 2005 áttatíu og fjögurra
ára að aldri. Banamein hans var hjarta- og
nýrnabilun. „Englarnir bjóða þig velkom-
inn,“ var sagt á sjónvarpsstöð Vatíkansins
eftir að Navarro-Valls, talsmaður
Páfagarðs tilkynnti andlátið. Tugir ef ekki
hundruð þúsunda manna komu saman
á Péturstorginu í kjölfar tilkynningarinnar
Páfagarðs og flaggað var í hálfa stöng um
alla Ítalíu og í kaþólskum löndum víða
um heim.
Jóhannes Páll hét réttu nafni Karol
Wojtyla. Hann var fyrsti Pólverjinn á páfa-
stóli. Jafnframt var hann sá páfi 20. aldar
sem var langyngstur er honum hlotnaðist
sá heiður árið 1978. Hann sat næstlengst
allra páfa sögunnar á páfastóli, eða í 27 ár.
Aðeins einn páfi hafði setið lengur, það
var Píus IX. sem sat í 32 ár.
ÞETTA GERÐIST: 2. APRÍL 2005
Jóhannes Páll páfi annar lést
HANS CHRISTIAN ANDERSEN rithöfundur
(1805-1875) var fæddur þennan dag.
„Lítil fjöður getur orðið að fimm hænum.“
Alþjóðlegur dagur einhverfra er í dag
og mikið um að vera hjá Umsjónar-
félagi einhverfra hér á landi. Í fyrsta
lagi verður opnunarhátíð klukkan tvö
í nýju húsnæði Specialisterne á Íslandi
að Suðurlandsbraut 24. Það fyrirtæki
hefur að meginmarkmiði að þjálfa fólk
sem er á einhverfurófinu til þátttöku
í atvinnulífinu, annaðhvort úti í þjóð-
félaginu eða með því að fá verkefni
þangað inn.
„Þetta eru alger tímamót og við
vonum að atvinnumarkaðurinn sýni
þessu framtaki velvild og kunni að
meta það,“ segir Sigrún Birgisdóttir,
framkvæmdastjóri Umsjónarfélags
einhverfra. „Innan hóps fólks á ein-
hverfurófinu eru þrælgáfaðir einstak-
lingar sem geta unnið flókin störf á
tæknisviði, meðal annars við hugbún-
aðargerð. Oft þarf aðeins að hagræða
þeirra vinnuaðstöðu því þeir geta verið
með skyntruflanir þannig að lýsing og
hljóð í umhverfinu trufli þá. Því eru
sumir þeirra einangraðir núna yfir
sinni tölvu heima,“ segir Sigrún.
Specialisterne er sjálfseignarstofn-
un sem Umsjónarfélag einhverfa og
nokkrir einstaklingar standa að. Það
er að fyrirmynd Specialisterne í Dan-
mörku og stofnandi þess fyrirtækis,
Thorkil Sonne, verður meðal gesta við
opnunina í dag. „Við fáum að nota nafn-
ið og sækja þekkingu til Dananna, til
þess fengum við styrk frá Leonardo
menntaáætlun ESB. Það er gríðarleg
vinna á bak við þetta verkefni og sú
vinna er unnin af foreldrum í félaginu.“
segir Sigrún.
Hátíðin í dag er tvíheilög því auk opn-
unar starfsstöðvarinnar Specialisterne
kemur út bókin Frík, nördar og Asper-
ger-heilkenni í þýðingu Guðna Kol-
beinssonar. Hún er gefin út af For-
laginu í samstarfi við Umsjónarfélag
einhverfa. „Bókin er skrifuð af þrett-
án ára dreng sem segir sögu sína og er
afskaplega góð lýsing á unglingsárum
einstaklings með Asperger-heilkenni.
Hann skrifar um einelti, tilfinningar,
breytingar og vináttu á heiðarlegan en
jafnframt skemmtilegan hátt,“ lýsir
Sigrún og heldur áfram. „Bókin hefur
vakið heimsathygli. Laufey Gunnars-
dóttir þroskaþjálfi hefur unnið að því
að fá hana útgefna hér á landi því að
hennar mati, og margra annarra, er
þetta með því besta sem hefur verið
skrifað um líf fólks á einhverfurófi.“
gun@frettabladid.is
UMSJÓNARFÉLAG EINHVERFRA: OPNAR STARFSSTÖÐ OG GEFUR ÚT BÓK
Þrælgáfaðir og geta unnið
flókin störf á tæknisviði
ÁNÆGJULEGUR DAGUR Sigrún ásamt Bjarna Torfa Álfþórssyni, framkvæmdastjóra Specialisterne á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI