Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 86

Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 86
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR54 54 menning@frettabladid.is Gamlar íslenskar munn- mælasögur og kveðskapur lifnar við í leiksýningunni Gýpugarnagauli, sem Möguleikhúsið frumsýnir í Gerðubergi á morgun. „Góðar sögur eiga alltaf erindi óháð aldri. Það er hins vegar okkar að finna flöt til að tengja þær samtímanum og höfða til krakka á okkar dögum,“ segir Pétur Eggerz hjá Möguleikhúsinu um Gýpugarnagaul, sem frumsýnt verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun. Gýpugarnagaul byggir á göml- um íslenskum munnmælasögum og kveðskap. Við efnissöfnun var víða leitað fanga, í hljóðritasafni Árnastofnunar sem og í rituðum heimildum. Sögum sem lengi hafa lifað í munnlegri geymd er flétt- að saman við vísur og kvæði svo úr verður eitt samfellt ævintýri kryddað söng og hljóðfæraleik. „Við renndum dálítið blint í sjó- inn með þetta,“ segir Pétur, „án þess að vita í rauninni hvernig við ætluðum að útfæra þetta.“ Smám saman tók verkið á sig mynd og var ákveðið að gera þjóð- söguna um Gýpu, sem át allt sem fyrir henni varð, að hryggjar- stykki sýningarinnar. Auk henn- ar koma við sögu Snæja snjótitt- lingur, sem breytist í sólskríkju þegar sólin hækkar á lofti, ris- inn með gullhárin, prinsessan Dettiklessa og fleiri furður. Allt er þetta kryddað með vísum og kviðlingum, söng og leik. „Það er svo gaman með söguna af Gýpu að hún er til í svo mörgum útgáfum,“ segir Pétur. „Við erum í rauninni bara að bæta við enn einni útgáfunni, því galdur munn- mælasagnanna er að þær eru ekki til í endanlegri útgáfu, heldur sífellt að breytast eftir tíðaranda og tíma.“ Pétur vann handritið ásamt Sig- rúnu Valbergsdóttur, sem jafn- framt leikstýrir, en þeim til halds og trausts var Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur og rannsóknar- lektor á þjóð- fræðisviði hjá Stofnun Árna Magnússonar. Umsjón tónlist- ar er í höndum Báru Gríms- dóttur en leik- mynd og bún- inga hannar Messíana Tóm- asdóttir. Flytj- endur verksins eru þrír, leikkonan Alda Arnardóttir, söngkonan Þór- unn Elín Pétursdóttir og tónlistar- maðurinn Birgir Bragason. „Við unnum handritið í náinni samvinnu við þau,“ segir Pétur, „og þau bregða sér öll í ólík hlut- verk.“ Gýpugarnagaul verður sýnd „jafn oft og þurfa þykir“ að sögn Péturs. „Við gerum ráð fyrir að sýna verkið allt að 200 sinn- um. Það er eðli sýninganna hjá okkur að ganga lengi. Við verð- um í Gerðubergi í vor og sumar en förum síðan á flakk með haustinu.“ bergsteinn@frettabladid.is Góðar sögur eiga alltaf erindi PÉTUR EGGERZ ÚR GÝPUGARNAGAULI Þjóðsagan af Gýpu er hryggjarstykkið í sýningu Möguleikhússins, en í henni segir frá Gýpu, sem var sí svöng og át allt sem á vegi hennar vegi varð án þess að hirða um afleiðingarnar. SPOTTARNIR Á ROSENBERG Hljómsveitin Spottarnir heldur sína árlegu vortónleika á Café Rosenberg við Klapparstíg þriðjudag- inn 12. apríl klukkan 21. Hljómsveitin hefur nú starfað í sex ár og spilað og sungið á blúshátíðum, á tónleikum í miðbæ Reykjavíkur og á landsbyggðinni. Hljómsveitin hefur frá upphafi lagt megináherslu á tónlist og texta sænska söngvaskáldsins Corneliis Vreeswijk. Einnig eru á efnisskránni lög eftir Megas, Magnús Eiríksson, Magnús Einarsson, Woody Guthrie, Hank Williams og fleiri. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Þórður Tómasson í Skógum 90 ára Skógasafn 60 ára Í tilefni af 90 ára afmæli Þórðar Tómassonar í Skógum þann 28. apríl næstkomandi og 60 ára afmæli Skógasafns mun koma út ný og glæsileg bók eftir Þórð. Bókin heitir Svipast um á söguslóðum og fjallar einkum um og þjóðlíf og minjar í Vestur-Skaftafellssýslu og kynni höfundar af fólki í héraðinu á seinni hluta 20. aldar. Velunnurum Þórðar og safnsins býðst að skrá nafn sitt á heillaóskaskrá fremst í bókinni honum til heiðurs. Þeir sem óska að skrá nafn sitt á heillaóskaskrána fá bókina með góðum afslætti, eða á kr. 5.990 í stað 7.490 og er sendingarkostnaður innifalinn. Hægt er að panta bókina á heimasíðu Skruddu, www.skrudda.is, senda tölvupóst á skrudda@skrudda.is eða hringja í síma 552-8866, fyrir 15. apríl nk. SKRUDDA Eyjarslóð 9 – 101 Reykjavík S. 552 8866 – skrudda@skrudda.is Rödd skynsemi minnar segir já við þessum samningum hvernig sem ég hor fi á málið. Ég vil hjálp a til við að koma því út úr heiminum me ð mínu atkvæði! Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor „ “ Já er leiðin áfram! Áfram-hópurinn eru þverpólitísk grasrótarsamtök fólks sem telur að best sé fyrir okkur að ljúka Icesave málinu með samþykkt fyrir- liggjandi samnings í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl nk. Starf hópsins byggir á frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja og sjálfboðavinnu fjölda fólks. www.afram.is 50% AFSLÁTTUR TORTILLA M/OSTI OG SKINKU, BORIÐ FRAM M/SALATI. ÁÐUR 690.- NÚ 345.- TILBOÐIÐ GILDIR DAGANNA 1. - 17. APRÍL ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ilva.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18 einfaldlega betri kostur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.