Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2011, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 02.04.2011, Qupperneq 92
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR60 Elizabeth Taylor virðist ætla að kveðja með stæl. Hún skilur eftir sig slóð leyndarmála og auðæva og það má búast við hörðum deilum erfingja um hver hljóti allt góssið. Elizabeth Taylor andaðist á sjúkrahúsi í síðustu viku og þar með lauk merkilegum kafla í sögu Hollywood. En þótt leikkon- an væri horfin á vit feðra sinna hefur hún enn talsverð áhrif út fyrir eigin gröf. Leyndarmál frægra Hollywood-stjarna, sem Liz geymdi í hjarta sínu, eru afhjúpuð. Meðal þeirra leyndarmála er saga James Dean, stórleikarans sem lést langt fyrir aldur fram. Taylor og Dean léku saman í The Giant og urðu fljótt mikl- ir vinir enda jafnaldrar. Dean lifði hratt, elskaði hraðskreiða bíla og reykti eins og strompur. Samkvæmt vefsíðunni Huffing- ton Post trúði Dean Taylor fyrir sínum dýpstu leyndarmálum og hann tók af henni það loforð að saga hans mætti ekki koma fram í dagsljósið fyrr en eftir daga þeirra beggja. Þegar Dean var ellefu ára missti hann móður sína og var prestur fenginn til að leið- beina honum gegnum sorgina. Sá reyndist hins vegar vera úlfur í sauðargæru því hann misnotaði leikarann kynferðislega. „Við töluðum mikið um þetta, vöktum saman á næturnar. Þetta fylgdi honum alla tíð, held ég,“ sagði Taylor. En það eru ekki bara leynd- armál Hollywood-stjarna sem Taylor geymdi því leikkonan skildi eftir sig umtalsverð auð- ævi. Samkvæmt Daily Mail eru eignir hennar metnar á einn milljarð dollara og hún er þar með ein af fjórtán konum sem státað geta af því. Taylor átti glæsilegt safn skartgripa sem metnir eru á 150 milljónir dollara og þar að auki fjöldann allan af húseignum, meðal annars glæsi- villu í Los Angeles sem metin er á 150 milljónir dollara. Taylor gekk kirfilega frá erfða- skránni og eignum hennar á að skipta á milli barnanna hennar fjögurra og þeirra góðgerðastofn- ana sem hún hefur lagt nafn sitt við. Hins vegar eru þegar risnar upp miklar deilur milli barnanna um hver eigi að erfa Taylor-veld- ið því það mun áfram græða pen- inga þrátt fyrir dauða leikkon- unnar. Arden-fyrirtækið ætlar til að mynda að framleiða við- hafnarútgáfu af ilmvatni Taylor og svo má fastlega gera ráð fyrir því að varningur tengdur Taylor eigi eftir að seljast eins og heitar lummur. freyrgigja@frettabladid.is Taylor kveður með stæl LEYNDARMÁL Elizabeth Taylor bjó yfir leyndarmáli James Dean sem nú hefur verið afhjúpað; Dean var kynferðislega misnotaður í æsku af presti skömmu eftir andlát móður hans. NORDICPHOTOS/GETTY Hjónaband leikkonunnar Kather- ine Heigl og eiginmanns hennar, Josh Kelley, gengur ekki nógu vel, ef marka má fréttir The National Enquirer. Tímaritið greinir frá því að Kelley sé orð- inn þreyttur á að hafa tengda- móður sína stanslaust inni á heimilinu. „Josh er mjög þolinmóður maður en hann er orðinn þreytt- ur á því að koma alltaf í öðru sæti á eftir Nancy, tengdamóður sinni. Hún býr í næsta nágrenni við þau hjónin en eyðir mestum tíma sínum inni á heimili þeirra. Hún ferðast meira að segja með þeim þegar þau eiga frí og þetta er farið að hafa áhrif á hjónalíf þeirra,“ var haft eftir heimildar- manni. Heigl og móðir hennar eru ekki aðeins bestu vinkonur, móðir hennar er einnig umboðsmaður Heigl og viðskiptafélagi og því eyða þær umtalsverðum tíma saman. „Þetta er of mikið fyrir Josh. Hann verður stanslaust pirraðri og honum líður eins og hann sé kvæntur tveimur konum, Katherine og móður hennar.“ Tengdó hefur slæm áhrif á sambandið ERFIÐLEIKAR Samband Katherine Heigl við móður sína er farið að hafa slæm áhrif á hjónaband hennar. NORDICPHOTOS/GETTY John Travolta hefur samþykkt að leika hinn alræmda glæpafor- ingja John Gotti í nýrri kvikmynd um ævi hans. Travolta hefur verið orðaður við hlutverkið í dálítinn tíma og stutt er síðan fregnir bár- ust af fundi hans og Johns Gotti yngri. Hann hefur lagt blessun sína yfir aðild Travolta að mynd- inni, rétt eins og systir hans Vic- toria. Myndin heitir Gotti: Three Generations og leikstjóri verður Nick Cassavetes. Travolta lék síð- ast í hasarmyndinni From Paris With Love þar sem Jonathan Rhys Meyer lék á móti honum. Travolta sem Gotti LEIKUR GLÆPAFORINGJA John Travolta leikur John Gotti í mynd um ævi hans. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI SKEMMTUN Meiri Vísir. TILBOÐ Á JOHN FRIEDA HÁRVÖRUM! Ódýrasti hluturinn fylgir með. 31. MARS.- 06. APRÍL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.