Fréttablaðið - 08.04.2011, Page 1

Fréttablaðið - 08.04.2011, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag Sími: 512 5000 KÖNNUN Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn bæta við sig fylgi en stuðningur við Samfylk- inguna og Framsóknarflokkinn dalar sam- kvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Um 55 prósent tóku afstöðu til spurningar- innar, en þriðjungur þeirra sem hringt var í sagðist óákveðinn, eða sagðist myndu skila auðu eða sitja heima í kosningum. Alls sögðust 15 prósent þeirra sem hringt var í óviss um hvað þau myndu kjósa yrði boðað til kosninga. Tæplega 18 prósent sögðust myndu sitja heima eða skila auðu. Um 11 prósent gáfu ekki upp afstöðu sína. Þetta bendir til þess að enn sé mikil óánægja með stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn meðal almennings. Sjálfstæðisflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 44 prósent atkvæða og 29 þing- menn yrði kosið nú. Stuðningur við flokkinn mældist 41,2 prósent í könnun Fréttablaðsins 24. febrúar síðastliðinn. Samfylkingin fengi 24,8 prósent atkvæða og 16 þingmenn. Fylgið dalar heldur frá síðustu könnun Fréttablaðsins, þegar það mældist 26 prósent. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar njóta Vinstri græn stuðnings 17,7 prósenta landsmanna, sem myndi skila flokknum 12 þingmönnum. Stuðningur við flokkinn hefur aukist frá síðustu könnun, þegar 15,7 prósent sögðust styðja Vinstri græn. Framsóknarflokkurinn mælist nú með stuðn- ing 9,4 prósenta landsmanna, og fengi sex þing- menn yrðu það niðurstöður kosninga. Stuðning- ur við flokkinn mældist 11,7 prósent í febrúar og hefur því fylgið dalað talsvert. Hreyfingin fengi 4,1 prósent atkvæða og næði ekki inn þingmanni yrðu það niðurstöður kosninga. Alls sögðust 3,6 prósent styðja flokk- inn í febrúar og því lítil breyting á stuðningi við hann. - bj / sjá síðu 10 Föstudagur skoðun 16 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur 8. apríl 2011 82. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 H vannadalshnúkur er háleitt takmark hins hjólastólsbundna Leifs Leifssonar, þjónustu-fulltrúa í þjónustumiðstöð Vestur-bæjar. Þangað stefnir hann í lok maí eða byrjun júní. „Ég kný mig sjálfur upp á eigin handafli og fer 250 metra í einu, ferðafélagar mínir, sem eru úr Flugbjörgunarsveit Reykjavík-ur, færa akkeri með spili um þá vegalengd í senn og stinga því ofan í snjóinn. Ég spila mig svo áfram í átt að því á sérútbúnum stól sem verið er að þróa og smíða,“ segir hann er hann lýsir ferðamátanum. Farin verður Hnappavallaleið og ekið á bíl í um 400 m hæð, áleiðis upp að jökli. „Þetta verður ævintýraferð. Við ætlum okkur góðan tíma og munum tjalda á jöklinum,“ segir Leifur sem hyggur á að minnsta kosti eina æfingaferð á Snæfellsjökul áður. Leifur hefur verið lamaður í fótum alla sína ævi en hefur aldrei látið það stoppa sig. Hann þakkar samt líkamsræktarstöðinni Hreyfingu fyrir að gefa honum kraft og kjark í þessa fyrirhuguðu ferð. „Hreyfing gaf mér líkamsræktarkort og tveir þjálfar-ar þaðan vinna í sjálfboðavinnu við að þjálfa karlinn fyrir þessa ferð,“ segir Leifur. Kappinn er í Hjólastólasveitinni. Hún hefur það að markmiði vekja athygli á málefnum hreyfihamlaðra og annarra fatlaðra í þjóðfélaginu, auk þess að skemmta fólki og efla heilsu þess með hlátri. Þar lætur Leifur sitt ekki eftir liggja. „Ég ætla að vera með uppistand á toppnum og það verður frítt inn,“ segir hann glaðlega og bætir við: „Öllum er velkomið að mæta.“ gun@frettabladid.is Leifur Leifsson þjónustufulltrúi ætlar á eigin handafli upp á Hvannadalshnúk og hafa þar uppistand. Takmarkið er hátt Brokkolí inniheldur tvisvar sinnum meira C-vítamín en appelsína auk þess að vera einstaklega kalkríkt. Það er líka seleníum-auðugt en selen er talið virka fyrirbyggjandi á krabbamein. Brokkolí inniheldur talsvert af A- og D-vítamíni og hefur andoxunareiginleika. föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 8. apríl 2011 Bergþóra Guðnadóttir konan á bak við Farmers Market ● Nýtt vefrit í l ftið Íþróttahúsið við Strandgötu á afmæli Opnunarleikur FH og Hauka endurtekinn 40 árum síðar. tímamót 24 Betra brauð með súpunni! www.for lagid . i s „Ótrúlega grípandi.“ N o w Ný bók eftir Dorothy Koomson, höfund Dóttir hennar, dóttir mín og Góða nótt, yndið mitt Gemmér Cocoa Puffs! Sprengitilboð Blaðsíða 11 Fylgi við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn eykst lítillega 18 prósent myndu sitja heima eða skila auðu yrði kosið til Alþingis nú samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Um 15 prósent segjast óviss um hvað þau myndu kjósa. Fylgi Framsóknarflokksins og Samfylkingar dalar. EFNAHAGSMÁL Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á ársfundi Seðlabankans í gær að Íslendingar stæðu á krossgötum í efnahags- og peningamálum. Þar átti hann við að nú væri óstöðugleiki og sam- dráttur að víkja fyrir betra jafn- vægi og efnahagsbata. Már sagði einnig að Icesave- kosningarnar gætu sett strik í reikninginn. „Verði niðurstaðan já munu haftaafnám og lántökur ríkissjóðs ganga fram eins og áformað er. Ef Icesaves-samningunum verður hafnað eru hins vegar vísbending- ar um að stóru bandarísku mats- fyrirtækin tvö ákveði að setja lánshæfismat ríkisstjóðs niður í spákaupmennskuflokk. Óvissa er hins vegar um hversu sterk og langvinn þessi áhrif yrðu.“ Í ræðu sinni sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskipta- ráðherra, að Seðlabankinn hefði ekki enn gefið nægileg svör við því sem aflaga fór fyrir hrun. Málflutningur bankans sé enn „í fjötrum persónuverndar þáverandi formanns bankastjórnar“. Hann lagði aukinheldur mikla áherslu á að þjóðin tæki höndum saman við endurreisn landsins. - þj Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir efnahagshorfur fara batnandi: Nei getur sett strik í reikninginn FÓLK Sigurður Hjartarson, safn- stjóri Hins íslenzka reðasafns á Húsavík, mun formlega full- komna safn sitt á reðrum íslenskra spen- dýra í dag. Hann mun þá stilla upp eintaki sem Páll Arason ánafnaði safn- inu að sér látn- um. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Sigurð- ur telja að nýjasta viðbótin muni auka aðsókn á safnið. „Þetta er síðasta eintakið sem mig vantaði í íslensku spendýra- fánuna og ég hef ekki trú á öðru en að þetta bæti safnið og styrki það.“ - þj Nýr safngripur á Reðasafnið: Safnið loksins fullkomnað SIGURÐUR HJARTARSON Á ferð og flugi Rokksveitin Who Knew spilar á Hróarskelduhátíð- inni í sumar. fólk 36 HLÝNANDI Suðvestan 5-10 m/s með dálítilli vætu SV- og V-til. Annars víða bjart veður. Hiti yfirleitt á bilinu 5-13 stig. VEÐUR 4 9 7 5 7 8 Óttast flótta Laufey Guðjónsdóttir segir óvissu ríkja um kvikmyndagerð á Íslandi. föstudagsviðtalið 12 9,4 4,1 44,0 17,7 Fj öl di þ in gs æ ta 24,8 25 20 15 10 5 0 6 9 0 0 16 29 20 14 12 16 Ko sn in ga r Samkvæmt könnun Fréttablaðsins 5. og 6. apríl 2011 Fylgi stjórnmálaflokkanna Skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 dagana 23. og 24. febrúar 2011 - fjöldi þingmanna og fylgi (%) KR SIGUR KR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta í gærkvöldi þegar þeir lögðu Keflvíkinga að velli, 105-89. Stuðningsmenn KR voru að vonum ánægðir. - Sjá síðu 40 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.