Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.04.2011, Qupperneq 3

Fréttablaðið - 08.04.2011, Qupperneq 3
ADVICE hópurinn telur hagsmunum Íslands best borgið með því að fella Icesave-lögin þann 9. apríl. Auglýsingar og annað starf hópsins er greitt með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. Tölvupóstur: advice@advice.is www.advice.is Hvers vegna segja þauNEI? Á vefsíðunni www.advice.is má fi nna fjölmargar greinar eftir sérfræðinga sem og áhugamenn um málið. Greinarnar fjalla um málið frá ýmsum hliðum, þar á meðal viðskiptafræði, lögfræði, hagfræði, siðfræði. Hér er vitnað í nokkrar þeirra. Ísland hefur sýnt sanngirni í Icesave málinu „Með neyðarlögunum færðum við þeim 600 milljarða, en með Icesave-samningunum tökum við á okkur alla áhættuna, sem þeim fylgir, hvort sem er vegna ólögmætis laganna eða bótakrafna almennra kröfuhafa bankanna á hendur ríkinu vegna tjóns sem af þeim hlaust. Bretar og Hollendingar, hins vegar, njóta alls ábatans.“ - Jón Gunnar Jónsson LLM í lög- og hagfræði Bretar og Hollendingar axla enga ábyrgð samkvæmt samningnum „Fyrirliggjandi samningur gerir ekki ráð fyrir að Bretar og Hollendingar axli neina ábyrgð. Þrátt fyrir það liggur ljóst fyrir að eftirlitsaðilar þessara ríkja fengu upplýs- ingar um uppbyggingu inn- stæðutryggingakerfi sins áður en útibú Landsbankans voru stofnuð í þessum löndum.“ - Aðalsteinn Jónasson, hæstaréttarlögmaður Nei er jákvætt Víst er það skrýtið, virðist mér, sem vilja jámenn ná fram: Að hafa Icesave yfi r sér áfram! Þetta viðhorf vel ég ei, viti og rökum fáklætt. Við skulum segja nei nei nei. Nei er jákvætt. - Þórarinn Eldjárn rithöfundur Að hengja bakara fyrir smið „Talað er um, að til þess að vinna traust verði Íslendingar að standa við skuldbindingar sínar. Það eiga Íslendingar að sjálfsögðu að gera – eins og aðrar þjóðir. En þjóðin hefur ekki skuldbundið sig til þess að greiða skuldir af þessu tagi. Það hefur heldur aldrei aukið virðingu nokkurs manns, karls eða konu – því síður heillar þjóðar – að láta undan hótunum, svo ekki sé sagt hótunum yfi rgangsmanna.“ - Tryggvi Gíslason fyrrverandi skólameistari MA Dómstólaleiðin er betri „Mikið er þessa dagana rætt um hvort fara skuli „dómstólaleiðina“ í stað þess að samþykkja Icesave III samningana, sem svo eru nefndir. Ég tel einsýnt að fara skuli dómstólaleiðina enda höfum við ekki miklu að tapa, en höfum allt að vinna.“ - Reimar Pétursson, hæstaréttarlögmaður Losnar ekki við böggið „Að samþykkja samninginn er eins og að giftast leiðinlega gæjanum til að hann hætti að bögga þig. En ofan á allt saman ætlar hann að fl ytja inn til þín.“ - Lára Björg Bjarnadóttir, sagnfræðingur Icesave séð frá Bretlandi „Að hafna Icesave sendir skýr skilaboð um að almenningur sættir sig ekki lengur við spillt og ofvaxin fjármálakerfi . Þorri fólks erlendis sem fylgist með þessum málum mun fagna því ef Íslendingar hafna Icesave.“ - Sveinn Valfells eðlisfræðingur og hagfræðingur Nennum við að standa á rétti okkar? „Þjóð sem ekki nennir eða treystir sér til að standa á rétti sínum gagnvart ólögmætum kröfum annarra þjóða á sér ekki bjarta framtíð. Það er því fagnaðarefni að íslenska þjóðin skuli fá tækifæri til að hafna fyrirliggjandi IceSave-samningi þann 9. apríl.“ - Ásta Hrund Guðmundsdóttir, námsmaður og móðir Kostnaður við dómstólaleið iðulega ofreiknaður „Fylgjendur samningsins tala um mörg hundruð milljarða aukakostnað við synjun í tilfelli verstu mögulegu niðurstöðu dómsmáls, en gleyma að segja frá mörg hundruð milljarða endurheimtum sem myndu fást á móti. Þetta útskýrir þann mikla mun sem er á útreikningum mögulegrar niðurstöðu frá nei og já hliðinni.“ - Esther Anna Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.