Fréttablaðið - 08.04.2011, Síða 10

Fréttablaðið - 08.04.2011, Síða 10
8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR10 FRÉTTASKÝRING Hvernig hefur fylgi stjórnmálaflokk- anna þróast samkvæmt könnunum Fréttablaðsins? Stjórnarflokkarnir eru saman- lagt með stuðning 42,5 prósenta kjósenda og fengju samtals 28 þingmenn af 63 samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Stjórnin myndi samkvæmt þessu falla yrði kosið nú. Alls tóku 54,5 prósent afstöðu til spurningar um fylgi flokka í könnuninni. Um 15 prósent þeirra sem hringt var í sögðust óviss um hvaða flokk þau myndu kjósa yrði gengið til þingkosninga nú. Tæp- lega 18 prósent sögðust myndu sitja heima eða skila auðu og 11 prósent kusu að svara ekki spurn- ingunni. Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr með mestan stuðning. Um 44 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú. Stuðningur við flokkinn hefur aukist um 2,8 prósentustig frá síð- ustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var 24. febrúar síðastliðinn. Þetta er langt yfir 23,7 prósenta kjörfylgi flokksins. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengi flokkurinn 29 þingmenn, en fékk 16 í þingkosningunum 2009. Samfylkingin fengi samkvæmt skoðanakönnuninni stuðning 24,8 prósenta landsmanna yrði gengið til kosninga nú. Það er 1,2 prósent- um yfir fylgi flokksins í könnun Fréttablaðsins í febrúar, en tals- vert undir 29,8 prósenta kjörfylgi. Fengi flokkurinn þennan stuðn- ing í kosningum yrðu þingmenn flokksins 16 talsins, en í síðustu kosningum fékk Samfylkingin 20 þingmenn kjörna. Vinstri græn njóta nú stuðnings 17,7 prósenta landsmanna sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins. Fylgi flokksins hefur aukist um tvö prósentustig frá síðustu könn- un, en er enn talsvert undir 21,7 prósenta kjörfylgi flokksins. Vinstri græn fengju samkvæmt þessu 12 þingmenn, en flokkurinn fékk 14 í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn tapar fylgi milli kannana Fréttablaðs- ins. Um 9,4 prósent styðja flokkinn samkvæmt könnuninni. Það eru um 2,3 prósentustigum færri en samkvæmt könnun Fréttablaðsins í febrúar. Framsóknarflokkurinn fékk 14,8 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins fengi Framsókn- arflokkurinn sex þingmenn yrði gengið til kosninga nú, en fékk níu í síðustu kosningum. Hreyfingin nýtur stuðnings 4,1 prósents þeirra sem afstöðu taka í könnun Fréttablaðsins, sem er lítil leg aukning frá síðustu könn- un. Flokkurinn bauð ekki fram í síðustu kosningum, en varð til með klofningi Borgarahreyfingarinnar. Flokkurinn er því með þrjá þing- menn í dag, en næði engum manni á þing yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Hringt var í 800 manns dagana 5. og 6. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóð- skrá og skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosn- inga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líkleg- ast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 54,5 pró- sent afstöðu. brjann@frettabladid.is Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Niðurstaða skoðanakönnunar um Icesave-kosningarnar FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 40 30 20 10 % 29,8 44,0 24,8 17,7 9,4 4,1 25 . a pr íl 20 09 28 . j úl í 2 00 9 15 . o kt . 2 00 9 7. ja nú ar 2 01 0 18 . m ar s 20 10 23 . s ep t. 20 10 19 . j an . 2 01 1 24 . f eb . 2 01 1 6. a pr íl 20 11 Ko sn in ga r 23,7 21,7 14,8 7,2 Stjórnarflokkarnir langt frá meirihluta Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna eykst en Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn tapa fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Stjórnarflokkarnir eru samanlagt með 42,5 prósenta fylgi og 28 þingmenn. Landsmenn virðast ætla að hafna Icesave-samning- um í kosningum á morgun samkvæmt skoðanakönn- un Fréttablaðsins. Nokkur munur er á afstöðu fólks eftir aldri, en enn meiri eftir stuðningi við stjórn- málaflokka. Meirihluti landsmanna ætlar að hafna Icesave-samningnum í þjóð- aratkvæðagreiðslunni á morgun. Þetta sýna niðurstöður skoðana- könnunar Fréttablaðsins og könn- unar MMR. Þetta er talsverður viðsnúningur frá fyrri könnunum sem sýndu að meirihluti ætlaði að samþykkja samninginn. Af þeim sem taka afstöðu í könn- un Fréttablaðsins ætla 54,8 pró- sent að hafna samningnum en 45,2 prósent ætla að samþykkja hann. Könnunin var gerð dagana 5. og 6. apríl. Samkvæmt niðurstöðum könn- unar sem MMR gerði fyrir Stöð 2 dagana 4. til 6. apríl ætla 56,8 prósent að hafna samningnum en 43,2 prósent vilja samþykkja hann. Munurinn á niðurstöðum þessara tveggja kannana er innan eðli- legra skekkjumarka. Afstaða almennings hefur sveiflast hart í átt að því að hafna Icesave-samningnum. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var 23. og 24. febrúar sögð- ust 61,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku ætla að samþykkja samning- inn en 38,7 prósent sögðust ætla að hafna honum. Svarhlutfallið í nýjustu könnun Fréttablaðsins var um 76 prósent, sem telst vel viðunandi fyrir skoð- anakönnun af þessu tagi, og nið- urstöðurnar því vel marktækar. Aðeins um 15 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni sögðust enn ekki hafa gert upp hug sinn. Atkvæði þessa hóps geta því skipt úrslitum í kosningunum. Þá sögð- ust 4,8 prósent ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu. Um 4,1 pró- sent vildi ekki gefa upp afstöðu sína. Yngra fólk er líklegra til að hafna Icesave-samningnum en þeir sem komnir eru á eða yfir miðjan aldur samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Alls sögðust 59,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára ætla að hafna samningnum en 40,5 prósent ætla að samþykkja hann. Afstaðan snýst við hjá fólki 50 ára og eldra. Í þeim aldurshópi ætla 52,6 prósent að samþykkja Icesave-samninginn en 47,4 pró- sent ætla að hafna honum. Ekki var marktækur munur á afstöðu fólks eftir kyni eða búsetu. Mikill munur er á afstöðu fólks til Icesave-samningsins eftir því hvaða flokk það myndi kjósa í þingkosningum yrði gengið til kosninga nú. Þannig ætla 67,7 prósent stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokksins að hafna Icesave-samningnum en 32,3 prósent ætla að samþykkja hann. Þetta er afstaða flokks- manna þrátt fyrir að þorri þing- manna flokksins hafi greitt samn- ingnum atkvæði sitt á Alþingi, þar á meðal Bjarni Benediktsson, for- maður flokksins. Hlutföllin eru svipuð meðal stuðningsmanna Framsóknar- flokksins. Af þeim sem kjósa myndu flokkinn segjast 68,8 pró- sent ætla að hafna Icesave-samn- ingnum en 31,3 prósent ætla að samþykkja hann. Staðan er önnur hjá stuðnings- mönnum stjórnarflokkanna. Alls ætla 84,3 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar að samþykkja samninginn en 15,7 prósent ætla að hafna honum í þjóðaratkvæða- greiðslunni. Þá ætla 73,8 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna að samþykkja samninginn en 26,2 prósent ætla að hafna honum. Atkvæði óákveðinna geta ráðið úrslitum Níu af hverjum tíu ætla að kjósa Ríflega 90 prósent af þeim sem afstöðu tóku í könnun Fréttablaðsins sögðu mjög eða frekar líklegt að þau ætluðu að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave á morgun. Verði raunin nærri þeirri tölu er það mjög mikil kosningaþátttaka í sögulegu samhengi, eins og sjá má hér að neðan. Stjórnlagaþingskosningar 27. nóvember 2010 36,8% Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave 6. mars 2010 62,7% Alþingiskosningar 25. apríl 2009 85,1% Alþingiskosningar 12. maí 2007 83,6% Forsetakosningar 26. júní 2004 62,6% ■ Samþykkja ■ Hafna ■ Óákveðinn ■ Kýs ekki/Skila auðu ■ Svara ekki 45,2% 31,3% 68,7% 32,3% 67,7% 84,3% 15,7% 73,8% 26,2%34,4% 4,8% 4% 41,8% 15% 54,8% Allir sem taka afstöðu Allir Ætlar þú að samþykkja Icesave-samkomulagið eða hafna því í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. aprí? Skoðanakönnun Fréttablaðsins 5.-6. apríl myndu sitja heima eða skila auðu ef kosið yrði til Alþingis nú 18% Hringt var í 800 manns 5. og 6. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Þátttakendur voru fyrst spurðir: Ætlar þú að samþykkja Icesave-samkomulagið eða hafna því í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl? Þeir sem sögðust óákveðnir voru í kjölfarið spurðir: Hvort er líklegra, að þú samþykkir Icesave-samkomulagið eða hafnir því? Spurt var tvisvar með þessum hætti til að auka nákvæmni könnunarinnar. Alls tóku 76,1 prósent afstöðu til spurningarinnar. Spurt tvisvar til að auka nákvæmni DALANDI STUÐNINGUR Um 42,5 prósent styðja flokka Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra samkvæmt könnun Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. nr. 106- /2000 m.s.br. Sjóvarnargarður í Óslandi, Höfn í Hornafirði, Sveitar- félaginu Hornafirði Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulagsstofnun.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráð- herra og er kærufrestur til 9. maí 2011. Skipulagsstofnun

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.