Fréttablaðið - 08.04.2011, Síða 16
16 8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
HALLDÓR
Samninganefnd Íslands undir forystu Lee Buchheit hefur fært sterk rök
fyrir því að Íslendingar staðfesti nýgerð-
an samning um ríkistrygg-
ingu á skuldbindingum inn-
lánatryggingasjóðs í stað þess
að hætta á málaferli. Höfnun
samningsins mun tefja fyrir
aðgengi íslenska ríkisins og
innlendra stofnana að erlendu
lánsfé sem er nauðsynlegt til
þess að Ísland geti staðið á
eigin fótum án aðstoðar Norð-
urlanda og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins. Væntanlegur kostnað-
ur við samninginn er metinn á
30 milljarða króna sem er álíka
upphæð og kostnaður við bygg-
ingu tónlistarhússins í Reykja-
vík eða sem svarar tíu vikna
sparnaði þjóðarinnar um þess-
ar mundir.
Til þess að mæta óvissu um
endanlegar byrðar ríkissjóðs
er samningurinn sérstaklega
gerður með það í huga að greiðslubyrðin
verði ekki of mikil. Á móti mæla þau til-
finningarök að ekki eigi að greiða skuldir
eigenda Landsbankans. En þá gleymist að
féð sem bankarnir dældu inn í íslenska
hagkerfið skilaði sér í stóraukinni fjár-
munaeign, betri skuldastöðu ríkissjóðs
og góðum lífskjörum árin fyrir
2008. Eftir standa ný borgar-
hverfi, vegir og sundlaugar sem
erlendir kröfuhafar munu að
verulegu leyti á endanum bera
kostnað af. Það vill svo til að
þeir sem ganga lengst í að mæla
gegn samþykki samningsins
eru margir hverjir sömu aðilar
og gáfu ríkisbankana ævin-
týramönnum og leyfðu þeim
að skuldsetja sig svo mikið að
tjón erlendra aðila vegna falls
þeirra nemur yfir 7.000 millj-
örðum króna sem er hærri upp-
hæð en núvirt verðmæti fiskafla
á Íslandsmiðum um alla framtíð
margfölduð með þremur.
Með því að samþykkja samn-
inginn er ekki verið að greiða
skuldir þessara óreiðumanna
heldur að tryggja að það tjón
sem þeir ollu erlendum innstæðueigend-
um umfram íslenska verði bætt, svo end-
urreisn efnahagslífsins geti haldið áfram
í friði við nágranna okkar.
Skynsemi eða tilfinningar?
Icesave
Gylfi
Zoëga
hagfræðingur
Höfnun
samningsins
mun tefja
fyrir aðgengi
íslenska
ríkisins og
innlendra
stofnana
að erlendu
lánsfé
Námskeið
við ræðukvíða
Kvíðameðferðarstöðin stendur nú fyrir 6 vikna
námskeiði við ræðukvíða.
Námskeiðið byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og
er miðað að þeim sem ræðukvíði truflar í daglegu lífi og starfi.
Námskeiðið hefur þegar verið haldið tvisvar sinnum við mjög
góðar undirtektir.
Námskeiðið hefst þriðjudaginn 23. apríl kl. 17 og stendur
yfir í 6 vikur.
Skráning fer fram hjá Kvíðameðferðarstöðinni í síma
534 0110/822 0043 eða með tölvupósti á kms@kms.is.
Athugið að hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiðinu er 12.
K
annanir benda nú til að fleiri muni hafna Icesave-samn-
ingnum í þjóðaratkvæðagreiðslu á morgun en samþykkja
hann. Ástæða þess að fólk ætlar að kjósa nei eru fjöl-
margar og snúast ekki allar um efni kosninganna, sem
er að ganga frá samkomulagi við bresk og hollensk yfir-
völd um ríkisábyrgð á greiðslu til þeirra sem lagt höfðu fé inn á
Icesave-reikningana í Bretlandi og Hollandi á lágmarkstryggingu
innstæðueigenda úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda á Íslandi.
Fáir sem á annað borð vilja
semja við Breta og Hollendinga
um Icesave munu líklega segja
nei vegna þess að þeim þykir
fyrirliggjandi samningur ekki
nógu góður. Þeir eru mun fleiri
sem ætla að kjósa nei vegna þess
að þeir vilja ekki að íslenskur
almenningur ábyrgist skuldir
Landsbankans. Íslenskur almenningur hefur þó þegar ábyrgst
skuldir þess banka og annarra íslenskra banka vegna innstæðna
á Íslandi.
Sumir ætla að kjósa nei vegna þess að þeir líta svo á að þeir
séu að greiða atkvæði gegn ríkisstjórninni og að einhverju leyti
þeir sömu ætla að segja nei af því að þeir álíta að með því séu þeir
að greiða atkvæði gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Um
hvorugt af þessu er þó kosið á morgun.
Afleiðingar þess að kjósa nei eru þó alltaf þær sömu. Nei-fólk
hefur bent á að þrátt fyrir „hræðsluáróður“ hafi höfnun Icesave-
samninganna fyrir ári ekki haft mikil áhrif á stöðu Íslands.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi haldið kúrsi gagnvart landinu og
atvinnulífið hér hafi ekki hrunið til grunna.
Sú staða sem nú er uppi er allt önnur. Þegar gengið var til
atkvæða þá var samningurinn sem borinn var undir atkvæði
þegar úreltur vegna þess að fyrir lágu drög að samningi sem var
Íslendingum mun hagstæðari en sá sem kosið var um. Sömuleiðis
lá fyrir afdráttarlaus vilji samningsaðila til áframhaldandi samn-
ingaviðræðna. Í ljósi þessara staðreynda breytti atkvæðagreiðslan
þá ekki miklu.
Nú þegar ljóst er að samningaleið hefur verið reynd til þrautar
er allt annað uppi á teningnum. Ef samningnum verður hafnað
liggur fyrir tímafrek dómstólaleið, fyrst til að skera úr um hvort
Íslendingum beri að ábyrgjast innstæðurnar, og ef sá dómur fellur
okkur í óhag, mál á hendur okkur til að heimta féð.
Niðurstaða dómsmálanna er ekki fyrirsegjanleg en í versta falli
yrði Tryggingarsjóði gert að gera upp við erlendu sparifjáreigend-
urna með sama hætti og þá íslensku.
Í besta falli félli dómur okkur í hag. Þá eru þó ótalin óbein áhrif
þess að hafna Icesave-samningnum. Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri benti í ræðu sinni á ársfundi bankans í gær á að vísbendingar
væru um að stóru bandarísku matsfyrirtækin tvö myndu setja láns-
hæfismat ríkissjóðs niður í spákaupmennskuflokk ef samningnum
yrði hafnað.
Óvissa um framtíðina hefur verið þung byrði frá hruni. Með sam-
þykki Icesave-samninganna í atkvæðagreiðslunni á morgun væri
einum óvissuþætti eytt úr endurreisnarstarfinu sem stendur yfir
á Íslandi. Verði þeir hins vegar felldir verður óvissan förunautur
þjóðarinnar enn um hríð með tilheyrandi lamandi áhrif á efnahags-
líf og endurreisn.
Óvissan gæti orðið förunautur enn um hríð.
Afdrifaríkt nei
SKOÐUN
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
Klapplið í Háskólanum
Forystumenn stjórnmálaflokkanna
körpuðu um Icesave í háskólanum
í gær. Sjálfstæðismenn virðast vera
farnir að ókyrrast vegna málsins, því
þeir sendu heljarinnar klapplið með
formanni sínum. Þar voru Friðjón Frið-
jónsson, aðstoðarmaður Bjarna
Benediktssonar, þingmenn-
irnir Tryggvi Þór Herbertsson
og Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, varaformaðurinn Ólöf
Nordal, framkvæmdastjórinn
Jónmundur Guðmarsson
og framkvæmdastjóri þing-
flokksins, Svanhildur Hólm
Valsdóttir. Ríkisstjórnar-
flokkarnir létu nægja að
senda aðstoðarmann forsætisráðherra
og upplýsingafulltrúa fjármálaráðu-
neytisins.
Ferilskráin
Talandi um Bjarna Benediktsson.
Olíufélagið N1 hefur verið tekið yfir
af lánardrottnum. Það safnaði slíkum
skuldum í góðærinu að því tókst ekki
að burðast með þær lengur en í tvö
ár við nýjar aðstæður. Bjarni var sem
kunnugt er stjórnarformaður N1 og
móðurfélagsins BNT á árunum
2006 til 2008. Flestum þætti
nokkur upphefð að því
að vera treyst fyrir slíkum
verkum. Það er hins vegar
furðulegt að upplýsingar
um þennan starfa er hvergi að finna í
ferilskrá Bjarna á vef Alþingis.
Upp í Icesave
Fjármálaráðherra upplýsti í gærmorg-
un að kostnaðurinn við Icesave-samn-
ingaviðræðurnar hefði numið rúmum
300 milljónum. Svo vill til að um
sama leyti var kveðinn
upp fangelsisdómur
yfir fyrrverandi ráðu-
neytisstjóra ráðuneyt-
isins og 192 milljónir í
hans eigu gerðar upp-
tækar. Þær duga til að
greiða næstum tvo þriðju
af reikningnum.
stigur@frettabladid.is