Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.04.2011, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 08.04.2011, Qupperneq 32
6 föstudagur 8. apríl Bergþóra Guðna- dóttir stofnaði fata- merkið Farmers Market árið 2005 ásamt eigin- manni sínum, tónlistar- manninum Jóel Pálssyni. Hugmyndin var í senn að hanna fatnað sem þau sjálf mundu vilja klæð- ast og endurspeglaði íslenska arfleifð. Þau byrjuðu smátt og með tímanum hefur fyrir- tækið vaxið og dafnað og hönnun þess er nú fáanleg víða um heim. Viðtal: Sara McMahon Ljósmynd: Valgarður Gíslason B ergþóra útskrifað- ist frá Myndlista- og handíðaskólanum árið 1999 þar sem hún hafði stundað nám í textílhönnun. Eftir útskrift- ina opnaði hún verslunina Aurum við Bankastræti ásamt vinkonu sinni og seldi þar meðal ann- ars eigin hönnun. Hún hóf störf hjá útivistarfyrirtækinu 66°Norð- ur árið 2001 og vann þar til árs- ins 2005 þegar hún ákvað að segja starfi sínu lausu og stofna Farmers Market. Hún vann þó áfram sem verktaki hjá 66°Norður í tvö ár samhliða því að koma Farm ers Market á laggirnar. „Ég sagði end- anlega upp hjá 66 Norður fjórum dögum áður en Geir Haarde bless- aði landið, sællar minningar. Það var svolítil geðveiki að segja upp svona traustu starfi og fara í eigin rekstur og þegar ég hugsa til baka þá var það líklega lán að ég tók þessa ákvörðun fyrir hrun því ég hefði örugglega þurft að hugsa mig um tvisvar um eftir það,“ út- skýrir Bergþóra. Þegar hjónin ákváðu að stofna Farmers Market var góðærið í al- gleymingi og viðskiptaumhverf- ið var ólíkt því sem það er núna. „Árið 2005 talaði fólk ekki um annað en peninga og Ísland var á barmi þess að verða viðskipta- miðstöð heimsins. Við skildum ekki alveg þessa þróun og trúð- um að mótvægið við þessari al- þjóðahyggju hlyti að koma. Þegar við fórum að velta því fyrir okkur að stofna eigið fyrirtæki ákváð- um við því að leita aftur í ræturn- ar. Okkur fannst fyrirtæki eins og Burberry‘s mjög heillandi, það er gamalgróið fyrirtæki en maður velkist aldrei í vafa um að það sé breskt,“ útskýrir Bergþóra og bætir við: „Ofan á þetta bættist að ullariðnaðurinn, sem eitt sinn hafði blómstrað, var í sögulegu lágmarki á þessum tíma og því var okkur mjög vel tekið af ull- arframleiðendum og þar af leið- andi góður jarðvegur fyrir okkur til að byrja á.“ Bergþóra segir foreldra sína einnig hafa átt mikinn þátt í að hún ákvað að fara út í eigin rekst- ur og segir þá afskaplega duglega að stappa í hana stálinu. „Ég held það skipti töluvert miklu máli að foreldrar mínir eru fólk sem gefst aldrei upp og hjá þeim er ekki til að eitthvað sé ekki hægt. Það hefur reynst mér gott veganesti.“ FRÁBÆR ÞRÓUN Hugmyndin að baki Farmers Market var að hanna og fram- leiða fatnað sem Bergþóra og Jóel mundu sjálf vilja klæðast. Fyrstu árin einbeittu þau sér að mestu að prjónaflíkum og með tímanum hafa þau byggt í kringum þann grunn og stækkað vöruúrvalið með þeim hætti. Hönnun Farmers Market er nú fáanleg í tólf lönd- um víða um heim og eru flíkurnar sérstaklega vinsælar í Japan. A ð s p u r ð s e g i r B e rg þ ó r a skemmtilegt að sjá hversu mikil breyting hefur orðið á fatahönn- unariðnaðinum hér á landi und- anfarin ár. „Þegar ég byrjaði í þessum bransa voru bara örfá fyrirtæki að hanna fatnað. Þetta Umkringd skemmtilegu fólki Bergþóra Guðnadóttir fatahönnuður stofnaði Farmers Market árið 2005 ásamt eiginmanni sínum, Jóel Pálssyni. Reksturinn hefur gengið vel og er hönnun fyrirtækisins nú fáanleg í tólf löndum. LEITAR AFTUR Í RÆTURNAR Ég held það skipti töluvert miklu máli að for- eldrar mínir eru fólk sem gefst aldrei upp og hjá þeim er ekki til að eitthvað sé ekki hægt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.