Fréttablaðið - 08.04.2011, Síða 36

Fréttablaðið - 08.04.2011, Síða 36
10 föstudagur 8. apríl Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Typpi í klám- myndum eru stór því það er praktískt fyrir myndavélina sem vill sýna sem mest af kynfærum. mælistikan Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Typpadýrkun karlmanna É g er mikil áhugamanneskja um typpi. Það er margt mjög merkilegt við þennan líkamshluta og þá einna helst mýturnar sem flestar snúa að stærð. Typpastærð virðist mikið hitamál og jafnvel enn meira en frammistaða eða risvandamál. Þetta mál fellur því í sama vítahring og frammistöðukvíði. Karlmönnum sem finnst þeir vera með lítið typpi en eru raunverulega í meðalstærð, finnst þeir oft lifa verra kyn- lífi í samanburði við þá sem eru með stærra typpi. Séu kynlífsfélag- ar þessara „meðal“-manna aftur á móti spurðir út í kynlífsánægju þá gefa þeir fátt út á stærðina og segja hana skipta litlu sem engu máli. Fyrst kynlífsfélagar segja stærðina ekki skipta máli, af hverju er hún þá svona mikilvæg? Nú myndu margir benda á klámið og segja að tröll- vaxnir bellir brengli hugmyndir ungra manna. Fyrr á öldum voru menn sáttari við sig því samanburðurinn var ekki órak- aður í nærmynd á fjörutíu tommu skjá. Enn aðrir myndu jafnvel segja þetta vera kynlífstækjum að kenna því risavaxnir titrarar séu óraunhæf sam- keppni fyrir meðal-liminn. Þessi rök falla um sjálf sig því vinsælustu titrararnir eru hvorki stórir né gildir og eiga því fátt sameiginlegt með útliti eða notkun hins venjulega lims. Ég hef einstaklega gaman af því hvernig nútíma- fólk vill gjarnan klína öllum heimsins vandamálum á klám. Af öllu illu sem má mögulega rekja til kláms þá er typpastærð- ardýrkun tæplega eitt af því. Typpi í klámmyndum eru stór því það er praktískt fyrir myndavélina sem vill sýna sem mest af kynfærum. Þá eru flestir neytendur kláms karlmenn og þeir vilja sjá stór typpi, það er svona karlmennskudæmi. Rannsókn á uppruna typpaaðdáunar leiddi mig til upphafs siðmenn- ingar þar sem karlmenn gengu um hálfnaktir og dýrkuðu liminn sem hálfgerðan guð. Þá má gjarnan sjá helgistyttur með risavaxin kynfæri til að undirstrika mikilvægi þeirra sem heilags líkamshluta. Saman- burður milli manna var því algengur og var það mönnum til tekna að vera stærri en samkeppnisaðilinn. Það virðist því á einhvern hátt inn- byggt í karlmenn að bera lim sinn saman við lim annarra karla og al- gerlega ótengt kynferðislegu notagildi limsins. Í ljósi þessa, og vegna hinna óteljandi vefsíðna um tæki og tól sem stækka typpið, fann ég mig knúna til að hrekja þessar mýtur í fyrir- lestraröð sem vonandi róar óöruggt karlmannshjartað. Typpi er ekki hægt að stækka og líkamsímynd sem hangir á typpastærð einni saman er líkleg til standa á veikum grunni. Þú ert með fingur og tungu sem ber að nota. Hitt er bara aukaatriði og stærðin skiptir því ekki máli. Á uppleið: Litagleði! Daginn er farið að lengja og þótt veturinn sé enn ekki fyrir bí er í góðu lagi að festa kaup á nokkr- um flíkum í skærum litum. Litagleðin færir okkur aðeins nær vor- inu. Skíðaferð- ir! Hví ekki að skella sér norð- ur í land í svolitla skíðaferð og njóta þess að stunda vetrar íþróttirnar á meðan færi gefst? Sólgleraugu! Sólin er farin að láta til sín taka aftur, ekki gleyma sólgleraugunum næst þegar farið er út. Á niðurleið: Myrkur! Nú kveðj- um við stutta daga og langar nætur. Myrkrið er á und- anhaldi og vorið er í loftinu. Pestir! Flensur og veikindi eru á nið- urleið. Birgið ykkur upp af vítamínum og hlakkið til veik- indalausra daga. Símablaður á almannafæri! Það er leiðinlegt að verða óviljandi þátttakandi í samtali á milli tveggja ókunnugra einstaklinga. Hafið í huga að þið eruð ekki ein í heiminum þegar þið talið í síma á almanna- færi. 572 3400 Sólgleraugu fylgja með öllum keyptum gallabuxum. Firði, Hafnarfirði • Sími 572 3400

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.