Fréttablaðið - 08.04.2011, Síða 46

Fréttablaðið - 08.04.2011, Síða 46
8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR30 30 menning@frettabladid.is Myndlistarhátíðin Sequences stend- ur nú sem hæst. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin. Á boðstólum í ár eru rúmlega tuttugu verk eftir erlenda og innlenda listamenn víðs vegar um borgina. Hannes Lárusson er heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár en sýning hans „Hann og hún – Ég og þau“ er sýnd í Gallerí Kling og Bang. Sequ- ences 2011 stendur fram á sunnudag. Nán- ari upplýsingar um hátíðina má nálgast á heimasíðu hennar, sequences.is. Frétta- blaðið stiklar á stóru á þeim viðburðum sem sýndir hafa verið fram að þessu. HÁPUNKTAR SEQUENCES-VIKUNNAR Ellefu leikhópar af öllu Austur- landi sýna þrjú frumsamin leik- verk eftir íslensk leikskáld á leiklistarhátíðinni Þjóðleik á Egilsstöðum nú um helgina. Sýnd verða verkin Mold eftir Jón Atla Jónasson, Kuðungarnir eftir Kristínu Ómarsdóttur og Iris – nútímaævintýri eftir Bryn- hildi Guðjónsdóttur og Ólaf Egil Egilsson. Þetta er í annað sinn sem Leik- listarhátíðin Þjóðleikur er haldin á Austurlandi. Verkefnið hófst sem samstarfsverkefni Menningarmið- stöðvar Fljótsdalshéraðs og Þjóð- leikhússins árið 2008. Síðan hefur það vaxið og dafnað og tóku Norð- lendingar þátt í fyrsta sinn í ár og sýndu verkin fyrstu helgina í apríl. Leikendur eru á aldrinum þrett- án til tuttugu ára en njóta hand- leiðslu fullorðinna leikstjóra. Þjóð- leikhúsið veitti hópunum faglega ráðgjöf og hélt námskeið yfir æfingatímann. Alls verða 22 sýningar frá 8. til 10. apríl, allar í Sláturhúsinu á Egilstöðum. Þjóðleikur fyrir austan Mælt er með að hafa sundföt meðferðis áður en kíkt er við á sýninguna Meeting Valery Smith í Útgerðinni. Intrum Justitia hópurinn bauð upp á loftkastala og hægt var að slá í piñata svo fiskhausar og sælgæti flugu út um allt gólf. Hátíðin hófst með með sýningu Hannesar Lárussonar, heiðurslistamanns hátíðarinnar, Hann og hún - Ég og þau. Hinn danski Christian Falsnæs bjó til mynd band við frumsamið popplag við Grandagarð 27. Dísablót buðu upp á gjörning þar sem haldið var á haf út í leit að nýjum ævintýrum. ÞJÓÐLEIKUR Þjóðleikur hefur breitt úr sér og var haldinn á Akureyri fyrir viku, þar sem þessi mynd var tekin. FYRIRTAKS FERMINGARBÆKUR 2.490.- áður 2.990.- 2.490.- áður 2.990.- Gildir til 14. apríl á meðan birgðir endast. SÍÐUSTU FORVÖÐ Þrjár sýningar líða undir lok í Hafnarhúsinu á sunnudag: Án áfangastaðar þar sem útgangspunkturinn er ferðahugurinn og upplifun ferðamannsins á því umhverfi sem verður á vegi hans; D20 - Helgi Már Kristinsson, hefur einbeitt sér að abstraktmálverkinu með sterkum áhrifum frá graffi og götulist; Erró - Samtíningsverk/Þrívíddarsamklipp, þar sem meðal annars eru sýnd verk sem notuð voru sem leik- myndir í kunnum kvikmyndum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.