Fréttablaðið - 12.04.2011, Side 19

Fréttablaðið - 12.04.2011, Side 19
● Mælið loftþrýsting reglulega. Kjörþrýstingur hverrar bif- reiðar er gefinn upp í hurð- arfalsi eða handbók. ● Víxlið dekkjum. Leitið til fag- manna með ráðleggingar um hvernig best er að haga því. ● Látið jafnvægisstilla hjól- barðana vor og haust. ● Látið athuga hvort hjólamilli- bil bifreiðar sé rétt og einnig hjólahalli því ef svo er ekki getur það aukið slit á dekkj- um gríðarlega. ● Leitið til fagmanna með val á dekkjum og látið aðeins fag- menn umfelga og gera við hjólbarða. Góð ráð frá Degi á N1 N1 er ekki bara bensínstöðvar. Það er umboðsaðili fyrir dekk af gerðunum Michelin, Cooper og Kumho, er með átta hjólbarðaverkstæði og útkallsþjónustu allan sólarhringinn fyrir þá sem eru á felgunni í orðsins fyllstu merkingu. „Michelin er eitt af okkar aðal- merkjum í hjólbörðum,“ segir Dagur Benónýsson, rekstrarstjóri þjónustuverkstæða N1, og telur Michelin afar endingargóð dekk og orkusparandi. Hann tekur fram að N1 sé líka með fleiri gæða- merki eins og Kumho og Cooper og útvegi allar stærðir af hjólbörðum, á allt frá reiðhjólum upp í stærstu vinnuvélar. „Við erum með algeng- ustu stærðirnar á lager og rúm- lega það,“ segir hann og bendir líka á vefverslunina www.dekk.is. Hjólbarðaverkstæði N1 eru átta talsins, sex á höfuðborgar- svæðinu, eitt á Akranesi og eitt í Reykjanesbæ. Þau eru búin full- komnustu tækjum sem völ er á og má þar nefna færibönd sem bæta verklag, minnka álag á starfsmenn og auðvelda þeim vinnu. Við það standa fjórir menn hverju sinni sem allir gera sitt ákveðna verk en geta skipst á til að gera vinn- una fjölbreyttari. Hvert færiband þjónar tveimur til þremur bílum í einu. Slíkar græjur eru komnar á þrjú verkstæði N1 en Dagur segir þau verða komin á þau öll innan tíðar. „Við leggjum áherslu á að veita góða og hraða þjónustu með topp tækjabúnaði,“ segir Dagur um vinnulagið á verkstæðunum og hrósar sínum starfsmönnum í há- stert. „Það er gríðarleg reynsla innan okkar hóps. Sölustjórarnir á verkstæðunum hafa starfað við þessa grein frá fimm árum upp í þrjátíu og átta og flestir þeirra hafa sótt þjálfun hjá Michelin.“ Hann bætir því við að stefnt sé að því að allir stjórar og lykilstarfs- menn á verkstæðunum sæki slík námskeið hjá Michelin. Svokallað Dekkjahótel er eitt af því sem felst í þjónustu N1. Það þýðir að fólk getur geymt dekk- in sín þar. Dagur segir það fyrir- komulag njóta gríðarlegra vin- sælda, ekki síst hjá fyrirtækj- um. „Við erum með heildarlausnir fyrir fyrirtæki í hjólbarðamálum. Þau geyma dekkin hjá okkur, við ráðleggjum þeim um bestu hugs- anlegu nýtingu á þeim og eigum mjög gott samstarf við mörg fyr- irtæki,“ segir hann. Útkallsþjónustan er meðal þess sem N1 býður upp á. Síminn þar er 660 3350. Hún er til staðar allan sólarhringinn á höfuðborgar- svæðinu, Reykjanesi og Akranesi og einnig er skroppið austur fyrir fjall ef þörf krefur. Dagur segir hana mikið notaða ef fólk lendir í vandræðum á vegum úti. Útkallsþjónustan hjá N1 er opin allan sólarhringinn Sölustjórarnir Ásgeir Ásgeirsson, Fannar Pálsson, Kristján Hauksson, Bjarni H. Svavarsson, Arnar Tryggvason, Ásgrímur Resem- hus og Einar Sveinbjörnsson, ásamt Degi rekstrarstjóra. MYND/GVA Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Á ALLAR GERÐIR BIFREIÐA SUMARDEKK OG FELGUR N1 BÍLAÞJÓNUSTA N1 BÍLAÞJÓNUSTA OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 8 - 18 OG LAUGARDAGA 9 - 13 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FELLSMÚLA / ÆGISÍÐU / BÍLDSHÖFÐA / RÉTTARHÁLSI LANGATANGA / REYKJAVÍKURVEGI LANDSBYGGÐIN GRÆNÁSBRAUT, REYKJANESBÆ / DALBRAUT, AKRANESI Þriðjudagur 12. apríl 2011 | Kynning

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.