Fréttablaðið - 12.04.2011, Page 22

Fréttablaðið - 12.04.2011, Page 22
12. APRÍL 2011 ÞRIÐJUDAGUR Gúmmívinnustofan er eitt elsta starfandi hjólbarðaverkstæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sturla Pétursson, eigandi Gúmmívinnustofunnar í Skipholti 35. „Verkstæðið var stofnað í kring- um 1960 og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu allar götur síðan. Það var afi konunnar minnar, Halldór Björnsson, sem stofnaði verkstæð- ið og fjölskyldan hefur alltaf haldið utan um reksturinn. Síðustu átta ár hefur verkstæðið svo verið í okkar eigu.“ Sturla segir megináhersluna lagða á góða þjónustu enda eigi Gúmmívinnustofan marga trygga viðskipavini sem ekki geti hugs- að sér að leita annað. „Við leggj- um áherslu á að fólk fái góða þjón- ustu og að sjálfsögðu góða hjól- barða,“ segir hann. „Við erum með hjólbarða frá þekktum og góðum merkjum eins og Michelin, Good- year og fleirum, auk ódýrari hjól- barða sem eru mjög góðir og end- ast vel. Enda erum við farnir að nota slagorðið: Öryggi bílsins bygg- ist á góðum hjólbörðum, sem vísar til mikilvægis þess að menn séu á dekkjum með gott grip og hafi rétt- an loftþrýsting í þeim. Með því end- ast hjólbarðar lengur og það verð- ur minni bensíneyðsla. Við förum vandlega yfir slík atriði hér á Gúmmívinnustofunni og leggjum mikla áherslu á að bílar séu rétt jafnvægisstilltir og allt í topplagi. Einnig erum við með Pólar-raf- geymaþjónustu.“ Sturla hefur sex starfsmenn í vinnu á Gúmmívinnustofunni, auk þess að vinna þar sjálfur, og segir þar samankomna mikla þekkingu og reynslu enda hafi verkstæðið verið í fremstu röð í rúm fimmtíu ár. „Sjálfur er ég búinn að vinna hérna í tuttugu og fimm ár og hef gríðarlega reynslu af meðferð og sölu hjólbarða. Það hafa í gegnum árin skapast góð tengsl við okkar föstu viðskiptavini, sem upp til hópa eru mjög skemmtilegt fólk sem við höfum ánægju af að þjóna sem allra best og við tökum líka mjög vel á móti nýjum viðskipta- vinum.“ Góð þjónusta aðalatriðið „Öryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum,” segir Sturla Pétursson, eigandi Gúmmívinnustofunnar í Skipholti 35, sem hér er fyrir miðju ásamt starfsmönnum sínum. MYND/GVA „Max1 veitir faglega ráðgjöf við val á dekkjum út frá þörf- um hvers og eins,“ segir Sigur- jón Árni Ólafsson, framkvæmda- stjóri Max1. Max1 sinnir ýmis- konar hraðþjónustu og er tilvalið að fá sérfræðinga þar til að fara yfir slit og loftþrýsting eða víxla dekkjum til að nýta þau sem best. Sigurjón segir ábyrgð fylgja því að velja dekk. „Bíll verður að hafa grip við sem flestar aðstæð- ur, við stýringu, hemlun, hlið- arátak og spyrnu svo eitthvað sé nefnt og enn fremur verða dekk að vera hljóðlát og hagkvæm með tilliti til eldsneytiseyðslu og end- ingar,“ segir Sigurjón. Að sögn Sigurjóns er ekki víst að liggi í augum uppi hvaða dekk geti verið hagstæðust en sérfræð- ingar Max1 geti hjálpað viðskipta- vinum að komast að því hvað henti best. „Vegir eru orðnir mjög slitn- ir og miklar vatnsrásir víða. Þá getur fólk lent í því að þótt dekk sé með réttri mynsturdýpt geta samt komið upp þær aðstæður að bíll fljóti ofan á vatni. Það eina sem losar vatn við slíkar aðstæð- ur er mynstur með góðar vatns- raufar,“ segir Sigurjón. „Eitt þarf fólk að skoða sér- staklega og það er hemlunarvega- lengd dekkjanna. Það er nefnilega mikill gæðamunur á dekkjum. Hágæðadekk eins og Nokian sem eru úr vandaðri gúmmíblöndu geta haft miklu styttri hemlun- arvegalengd en óþekkt dekkja- merki. Í nýlegri könnun var dekk frá slíkum framleiðanda með 70% lengri hemlunarvegalengd en Nokian H-dekkið sem hefur verið valið besta dekkið hjá European Automobile Association. Í könn- un hjá ADAC stöðvaðist bíll með Nokian H dekki því 40 metrum fyrr á blautum vegi.“ Fagmenn lesa í dekkin Sigurjón Árni Ólafsson er framkvæmdastjóri Max1 þar sem viðskiptavinir fá persónulega ráðgjöf við val á dekkjum. MYND/ANTON Max1 skiptir þig öllu í dag Max1 skiptir um dekk Max1 skiptir um bremsur Max1 skiptir um olíu Max1 skiptir um rafgeyma Max1 skiptir um dempara Max1 skiptir um perur Max1 skiptir um þurrkublöð og rúðuvökva Nýttu þér vaxtal aust lán í allt að 12 mánuði frá V isa eða Masterc ard eða 10% staðgr eiðsluafslátt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.