Fréttablaðið - 19.04.2011, Side 4
19. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR4
GENGIÐ 18.04.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
217,353
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
113,58 114,12
184,72 185,62
162,45 163,35
21,777 21,905
20,89 21,014
18,186 18,292
1,3715 1,3795
180,71 181,79
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Aumir og stífir vöðvar?
Voltaren Gel® (Díklófenaktvíetýlamín 11,6 mg/g) er notað sem staðbundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera
á skrámur, opin sár eða á exem, varist snertingu við augu og slímhúðir, notist eingöngu útvortis og má aldrei taka inn. Þegar lyfið er notað
án ávísunar læknis skal hafa samband við lækni ef einkenni batna ekki eða versna innan viku. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða
lyfjafræðings áður en lyfið er notað, þó skal það ekki notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Voltaren Gel® er ekki ætlað börnum yngri en 12
ára. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar
sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Verkjastillandi og bólgueyðandi við
verkjum í mjóbaki, öxlum og vöðvum
Nýtt lok!
Auðvelt að opn
a
SAMFÉLAGSMÁL Mannréttindaráð
Reykjavíkurborgar óskar eftir
tilnefningum til mannréttinda-
verðlaunanna 2011. Verðlaunin
verða afhent í fjórða sinn við
hátíðlega athöfn í Höfða á mann-
réttindadegi borgarinnar, mánu-
daginn 16. maí, klukkan 12.00.
Óskað er eftir tilnefningum frá
einstaklingum, félagasamtökum
eða stofnunum sem á eftirtektar-
verðan hátt hafa staðið vörð um
mannréttindi tiltekinna hópa. Í
fyrra hlutu samtökin Blátt áfram
verðlaunin. - sv
Mannréttindaverðlaun 2011:
Óskað er eftir
tilnefningum
LÖGREGLUMÁL Mikil skemmdar-
verk voru unnin í sumarbústað
við Hafravatn um helgina. Engin
merki voru um þjófnað.
Lögreglan fékk tilkynningu
á sunnudag frá nágrönnum á
svæðinu um að ekki væri allt með
felldu. Í ljós kom að brotist hafði
verið inn í bústaðinn, þar sem
hurðir og gluggar höfðu verið
brotin. Myndum hafði verið kippt
niður af veggjum, skúffur opnað-
ar og innihaldinu sturtað á gólfið.
Enginn hefur verið handtekinn
vegna málsins og segir lögregla
að málið sé í rannsókn. - sv
Meiriháttar skemmdarverk:
Öllu rústað í
sumarbústað
ALÞINGI Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins vilja að fram fari rann-
sókn á aðdraganda og ástæðum
þess að íslensk stjórnvöld tóku
ákvörðun um að standa að sam-
þykktum NATO um hernaðar-
aðgerðir í Líbíu nú í vor.
Leggja þeir til að rannsóknar-
nefnd sem, samkvæmt þings-
ályktunartillögu, á að rannsaka
aðdraganda stuðnings Íslands við
Íraks-innrásina 2003 verði falið
að skoða jafnframt Líbíu-málið.
Einkum verði athugað hvernig
staðið var að ákvörðuninni innan
ríkisstjórnarinnar og stuðnings-
flokka hennar og lagt mat á hvort
um lögbundið samráð við Alþingi
hafi verið að ræða. - bþs
Fóru stjórnvöld að lögum?
Líbíu-mál verði
líka rannsökuð
REYKJANES Fleiri börn í grunnskól-
um Reykjanesbæjar nýta sér nú
skólamötuneyti samanborið við
árið í fyrra. Í fyrra voru 67 pró-
sent barna í mat en í ár er það 71
prósent barnanna. Þetta kemur
fram á vef Víkurfrétta.
Árni Sigfússon bæjarstjóri
sagði á íbúafundi í Njarðvík í síð-
ustu viku að þetta væri ánægju-
leg þróun en vel væri fylgst með
hvernig börnin nýttu sér matartil-
boðin í kreppunni og brugðist yrði
við ef drægi úr notkun.
Að því er fram kemur á vf.is er
kostnaðurinn við hverja máltíð
472 krónur en nemendur greiða
250 krónur.
Skólamatur í Reykjanesbæ:
Fleiri börn nota
skólamötuneyti
DÝRAVERND Fyrirtækið Búvís ehf.,
sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu
búvéla og rekstrarvara til bænda,
hefur hætt sölu á geldingartöngum
eftir að því bárust tilmæli frá for-
svarsmönnum heilbrigðisþjónustu
dýra. Einar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir
að keypt hafi verið sending fyrir
tveimur árum en síðan verið ákveð-
ið að láta hana verða þá síðustu.
„Við erum því löngu hættir að
selja þessar tangir,“ segir hann.
Fréttablaðið greindi frá því í
gær að lambhrútar sem hefðu
komið til slátrunar hefðu reynst
vera með kramin eistu eftir að leik-
menn höfðu beitt geldinga töngum
á þá með röngum hætti. Mikil
umræða hefur verið meðal dýra-
lækna að undanförnu vegna notk-
unar leikmanna á töngunum, sem
dýralæknar segja brot á lögum
um dýravernd og lögum um dýra-
lækna og heilbrigðisþjónustu við
dýr. Slíkar aðgerðir eigi einungis
að vera í höndum dýralækna.
Einar segir að tangirnar hafi
verið seldar þeim sem vildu á
sínum tíma, enda væru þær sem
slíkar ekki ólöglegar. Hins vegar
hefði komið í ljós að það voru eink-
um leikmenn sem keyptu þær.
Þegar hann var spurður að því í
gær hvers vegna tangirnar væru
enn auglýstar á heimasíðu Búvíss
kvað hann það vera fyrir mistök
að ekki væri búið að taka auglýs-
inguna út. Í gær var búið fjarlægja
auglýsingu um geldingartangir af
heimasíðu fyrirtækisins Ísbús-
búrekstrarvara.
„Málið er til athugunar hjá
Verslanir hætta sölu
á geldingartöngum
Búvís ehf. hefur hætt sölu geldingartanga eftir að tilmæli bárust frá forsvars-
mönnum heilbrigðisþjónustu dýra. Ísbú-búrekstrarvörur hafa fjarlægt auglýs-
ingu um tangirnar af heimasíðu sinni. Þar er óvíst um framhald sölunnar.
GELDINGARTÖNG Mikil umræða hefur spunnist um geldingartangir, sem seldar
hafa verið til leikmanna er hafa notað þær á nautkálfa og lambhrúta með mis-
jöfnum árangri.
„Dýralæknafélag Íslands hvetur hér með Bændasamtök Íslands, Lands-
samtök sauðfjárbænda, Landssamband kúabænda og búnaðarsambönd
um land allt til að beita sér gegn því að leikmenn geldi hrúta og kálfa með
svokölluðum hrúta- og kálfatöngum.“
Svo segir í upphafi bréfs sem Dýralæknafélagið hefur sent ofangreindum
samtökum og samböndum.
Dýralæknafélagið bendir á að um sé að ræða sársaukafulla aðgerð sem
krefjist deyfingar og slíkar aðgerðir séu eingöngu á færi dýralækna, sbr.
ákvæði laga um dýravernd og laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu.
Síðan segir:
„Vinsamlega hafið frumkvæði að umræðu og fræðslu um málefnið meðal
sauðfjár- og kúabænda þannig að koma megi í veg fyrir brot á lögum um
dýravernd hvað þetta varðar og þar af leiðandi álitshnekki sauðfjár- og
kúabænda varðandi velferð dýra.
Sársaukafull aðgerð sem krefst deyfingar
fyrirtækinu,“ segir Gunnar Bier-
ing, framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, spurður um hvort sölu
tanganna verði hætt eða hún tak-
mörkuð við fagmenn. Hann bætir
við að ekki sé hægt að greina frá
því á þessari stundu hver endanleg
niðurstaða verði. jss@frettabladid.is
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
20°
21°
21°
16°
22°
23°
13°
13°
21°
21°
21°
15°
32°
13°
24°
15°
9°Á MORGUN
Strekkingur SA- og A-
lands, annars hægari.
FIMMTUDAGUR
Strekkingur eða hvass-
viðri þegar líður á
daginn.
56
3
7
5
0
8
4 4
6
1
1
1
1
1
1
0
4
4
5
-4
7
5
7
4
6
4
6
4
7
9
7
15
BJART VIÐRIÐ
sem verður víða
á landinu í dag
er ekki komið til
með að vera. Strax
í kvöld má búast
við rigningu eða
slyddu sunnan-
og vestanlands
og næstu dagar
verða úrkomu samir
sunnan og vestan
til og þar með tal-
inn sumardagurinn
fyrsti.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akra-
nesi handtók ungan mann vegna
gruns um vörslu fíkniefna
aðfaranótt laugardagsins.
Á manninum fundust átta
grömm af amfetamíni en lög-
reglumenn höfðu veitt því athygli
að maðurinn var að koma frá
þekktum fíkniefnasala sem býr
í nágrenni við lögreglustöðina.
Þeir fóru því þangað og kvöddu
dyra.
Húsráðandinn samþykkti hús-
leit eftir nokkurt þref og fundu
lögreglumenn 25 grömm af
amfetamíni í íbúðinni. Maður-
inn var handtekinn og færður
til skýrslutöku, en látinn laus að
henni lokinni. Þetta er í fimmta
skipti á tveimur mánuðum sem
lögreglan leggur hald á töluvert
magn fíkniefna hjá manninum.
Fíkniefnasali á Akranesi:
Maður tekinn
í fimmta sinn
með eiturlyf
Fleiri aka of hratt
Brot 32 ökumanna voru mynduð á
Hraunbrún í Hafnarfirði á föstudag.
Á einni klukkustund, fyrir hádegi var
fylgst með 55 ökutækjum og því ók
meirihluti ökumanna, eða 58 prósent,
of hratt eða yfir afskiptahraða. Sá sem
hraðast ók mældist á 57.
LÖGREGLUFRÉTTIR
KJARAMÁL Starfsgreinasambandið
(SGS) lagði fram tilboð að kjara-
samningi við Samtök atvinnulífs-
ins (SA) í gær. Tillagan hljóðaði
upp á kjarasamning til eins árs
með 15 þúsund króna taxtahækk-
un frá 1. mars næstkomandi og
almennri kauphækkun upp á 4,5
prósent.
Gert er ráð fyrir hækkun lág-
markstekjutryggingar í 200 þús-
und krónur. SGS lagði áherslu á
að þar sem samkomulag hefði
náðst í sérmálum undanfarnar
vikur héldi það samkomulag inn
í nýjan samning.
SGS tók þátt
í samningavið-
ræðum ASÍ við
SA sem slitnaði
upp úr á föstu-
dag. Var þá enn
ósamið í mál-
efnum er varða
ræstingar- og
fiskvinnslu-
fólk og leggur
SGS áherslu á
að ná sátt í þeim málum á næstu
dögum.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri SA, á þó ekki von
á því að tilboði SGS verði mætt.
Ástæðan sé sú að SA vilji fara
atvinnuleiðina til þess að eyða
óvissuástandinu í samfélaginu.
„Það er það besta sem getur
komið fyrir,“ segir Vilhjálmur.
„Kjarasamningur til eins árs
er ekki innlegg inn í að skapa
grundvöll fyrir fjárfestingum og
störfum, minnka atvinnuleysi og
auka tekjur.“
Vilhjálmur segir að SA muni
hugsa málið fram yfir páska
og reyna í millitíðinni að finna
atvinnuleiðinni farveg.
- sv
SA mun líklega ekki samþykkja tillögur Starfsgreinasambandsins að samningi:
Tillaga að samningi til eins árs
VILHJÁLMUR
EGILSSON