Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2011, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 03.05.2011, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 3. maí 2011 15 Í efnahagslegu tilliti eru fiskveið-ar frábrugðnar öðrum atvinnu- greinum. Við rétt skilyrði er ekki einungis um hefðbundinn hagnað að ræða af útgerð heldur gefur auðlindin af sér svo kallaðan auð- lindaarð eða auðlindarentu. En til þess að þessi arður myndist þurfa að ríkja ströng skilyrði. Aðgang- ur að auðlindinni þarf að vera tak- markaður (til að hver sem er geti ekki sótt í auðlindina), rétturinn til að nýta hana þarf að vera því sem næst varanlegur (til að hann myndi verðmæti) og hann þarf að vera framseljanlegur (til að hag- kvæmar útgerðir geti keypt út þær óhagkvæmu). Fiskihagfræð- ingar hafa metið að auðlindaarð- urinn af íslensku fiskveiðunum geti numið allt að 30% til 40% af heildaraflaverðmæti. Það myndi jafngilda um 40 til 55 milljörðum ef horft er til aflaverðmætis síð- asta árs. Það er því eftir miklu að slægjast fyrir alla Íslendinga að arðinum sé ekki sóað. Sá auðlinda- arður sem nú er í fiskveiðum við Ísland skiptist milli útgerða, sjó- manna (vegna hlutaskiptakerfis- ins) og ríkisins í nokkuð jöfnum hlutum. Auðlind sem allir þjóðfélags- þegnar hafa jafnan rétt til að nýta er dæmd til að vera ofnotuð ef afrakstur hennar er nægilega eftirsóknarverður – auðlindarent- unni er sóað. Sóunin felst í að of margir sjómenn munu fjárfesta í of miklum fjármunum í viðleitni sinni við að ná til sín auðlinda- rentunni. Þetta er það sem kallað hefur verið sorgarsaga almenn- inganna. Þannig verður sjálfstor- tíming í raun það sem allir keppa að. Hver útgerðarmaður hugs- ar aðeins um eigin hag. Frelsi í almenningum leiðir því að lokum tortímingu yfir alla þátttakend- ur. Þetta er bitur reynsla okkar Íslendingar sem við virðumst vera tilbúnir til að endurtaka aftur og aftur. Spyrjið þá sem voru í króka- markskerfinu. Spyrjið þá sem voru í sóknarmarkinu. Spyrjið þá sem nú stunda strandveiðar. Árið 1983 var Svarta skýrsl- an alræmda gefin út af Hafrann- sóknastofnun. Skýrslan greindi frá því að ástandi fiskistofna við Ísland væri þannig háttað, vegna ofveiði og rányrkju, að ekki mætti svo við búa. Íslendingar gætu ekki að óbreyttu búist við því að sjávar- útvegur yrði undirstöðu atvinnu- vegur þjóðarinnar til framtíðar. Nú voru góð ráð dýr. Til að komast hjá ofveiði, offjárfestingu í fiski- skipum og sóun fiskveiðiarðsins þurfti að koma á fiskveiðistjór- nunarkerfi sem tekur á vanda almenninga. Fyrir réttum hundrað árum gerði Daninn Jens Warming merka uppgötvun þegar hann skoðaði álagildruveiðar í Dan- mörku. Innsæi Warmings byggð- ist á að þar sem fiskimenn þurftu ekki að greiða fyrir aðgang að fiskimiðunum gátu þeir nýtt ála- stofnana án tillits til afraksturs- getu þeirra og þannig á endanum ofnýtt þá, offjárfest í búnaði til veiðanna og eytt fiskveiðiarðin- um. Þessa uppgötvun nýttu Íslend- ingar sér árið 1984 þegar kvóta- kerfið var innleitt í fiskveiðar hér við land. Í stað þess að greiða fyrir aðgang að fiskimiðunum eins og Warming lagði til var tekin ákvörðun um að þeim sem hefð- bundið hefðu stundað fiskveiðar við Ísland yrði úthlutað einka- rétti til að nýta fiskiauðlindina. Var sú leið sennilega farin þar sem öll útgerð á Íslandi var á hausnum vegna offjárfestingar og ekkert svigrúm til að greiða fyrir afnotin. Jafnframt ríkti mjög takmarkaður skilningur á hugtakinu auðlindaarður á þeim tíma eins og sést á því að enginn gerði þá alvarlegar athugasemd- ir við fyrirkomulagið. Árið 1990 var framsal á kvótum lögleitt með atkvæðum vinstrimanna en mótatkvæðum Sjálfstæðisflokks- ins á Alþingi. Það voru mistök hjá sjálfstæðismönnum. Þess má geta að einkaleyfi til veiða með fram- sali – kvótakerfi – er jafngilt því að heimta aðgangsgjald af fiski- mönnum líkt og Warming lagði til. Munurinn felst í hver fær upp- haflegu auðlindarentuna. Með því að gera kvótann fram- seljanlegan var skilyrðum til að innheimta auðlindarentuna full- nægt. Þetta gerðist þó ekki í einni svipan. Ferlið úr óhagkvæmu fyrirkomulagi yfir í hagkvæmt tók mörg ár og alls óvíst að því sé lokið. Þetta var efnahagslega sársaukafullt fyrir marga ein- staklinga, fyrirtæki og jafnvel byggðarlög þótt flutninga kvót- ans frá sumum byggðum yfir til annarra megi þó fremur rekja til tækniframfara en kvótakerfis- ins eins og ég mun víkja að síðar. Kvótakerfið innleiddi hagkvæmni í íslenskar fiskveiðar og sóun auð- lindaarðsins var stöðvuð. Frétta- flutningur af núllstillingu gengis og gjaldþrota útgerðum hætti. Í næstu grein mun ég fjalla um nýliðun í fiskveiðum og hvort rétt- lætanlegt sé að nota auðlindarent- una til að mynda störf. Sorgarsaga almenninganna Fiskveiðistjórn – Grein II Tryggvi Þór Herbertsson prófessor í hagfræði og alþingismaður Auðlind sem allir þjóðfélagsþegnar hafa jafnan rétt til að nýta er dæmd til að vera ofnotuð ef afrakstur hennar er nægilega eftirsóknarverður – auðlindarentunni er sóað. AF NETINU Styrkur eða mútur Guðlaugur Þór Þórðarson alþingis- maður fékk 25 milljónir í próf- kjör sitt. Útvegaði þar á ofan tugi milljóna frá bönkunum til Sjálfstæð- isflokksins. Björn Valur Gíslason alþingismaður kallar þetta mútur. Peningavaldið borgi Guðlaugi fyrir að gæta hagsmuna þess í pólitík- inni. Mikið er til í þessu, þótt ekki sé sjálfgefið, að styrkur feli í sér mútur. En þetta eru svo háar upphæðir, að óvenjulegar hljóta að teljast. Eðlilegt er því, að grunsemdir vakni. Fjármagn Guðlaugs hefur sérstöðu og hlýtur því að sæta illu umtali. Ég sé ekkert athugavert við, að Björn Valur neiti að biðjast afsökunar. jonas.is Jónas Kristjánsson Blóðbaði fagnað Viðbrögð við dauða Osama Bin Laden hafa stappað nærri sturlun. Í árásinni létust fleiri en Bin Laden, meðal annars kona sem var notuð sem „skjöldur” eins og það er orðað. Fyrir utan Hvíta húsið og víðar í Bandaríkjunum safnast risastórir hópar fólks saman og öskra USA USA og fagna eins og sigur hafi unnist á stærsta íþrótta- viðburði sögunnar. Gleðiöskur, fána- brjálæði og söngvar um yfirburði Bandaríkjanna í heiminum. Með- vitundarleysið er algjört. Sirkusinn fullkomnaður. Meira en eitt hundrað þúsund manns hafa látið lífið í stríðum sem Bandaríkjamenn stofnuðu til eftir 11. september árið 2001. Það staðfesta nýleg gögn frá Wikileaks, sem áttu ekki að líta dagsins ljós. 40 fyrir hvern 1 sem féll í árásunum á tvíburaturnana. Væri ekki virðingarvert að sýna eilítið önnur viðbrögð til minn- ingar um alla þá sem látið hafa lífið í kolbrjáluðu tafli valdabaráttu, þjóðernishyggju og grimmdar undanfarinn áratug. Þegar hópar manna fagna dauða annarra manna eins og brjálæðingar er eitthvað mikið að. Alveg óháð trúarbrögðum, litarhætti eða þjóðerni. pressan.is/pressupennar Sölvi Tryggvason 20% staðgreiðsla Frá 1. janúar 2011 ber bönkum og öðrum fjármálastofnunum að reikna og halda eftir 20% staðgreiðslu af vaxtatekjum og innleystum gengis- hagnaði ársfjórðungslega. Sama gildir um arð sem greiddur er til eigenda af eignarhlutum í félögum. Athygli er vakin á breyttum reglum um úthlut aðan arð sem fer umfram 20% af skattalegu bókfærðu eigin fé viðkomandi félags í lok viðmiðunarárs hjá þeim sem skylt er að reikna sér endurgjald vegna starfa í þágu félagsins. Rafræn skil á fjármagnstekjuskatti Nú er hægt að gera skil á fjármagnstekjuskatti á rafrænan hátt. Farið er á þjónustusíðu ríkisskattstjóra, skattur.is, með kennitölu og aðallykli eða skilalykli. Síðan er valið vefskil > staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts og opnast þá form útfyllingar. Fylgja þarf leiðbeiningum til enda og verður þá til krafa í heimabanka gjaldanda. Hafi ekki verið um að ræða neinar skatt- skyld ar greiðslur arðs og vaxtatekna á tímabilinu skal gera grein fyrir því. Gjalddagar Fjármagnstekjuskattur er 20% frá 1. janúar 2011. Gjalddagar afdreginnar staðgreiðslu eru 20. apríl, 20. júlí og 20. október 2011 og 20. janúar 2012. Eindagi er 15 dögum síðar. Gjalddagi afdreginnar staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts á fyrsta ársfjórðungi 2011 er 20. apríl en eindagi er 5. maí. Fjármagnstekjuskattur Tímabilið 1. janúar - 31. mars arctictrucks.is Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is DEKK Mikið úrval af jeppadekkjum í stærðum 33-44”. Ódýr og góð þjónusta - lítil bið. Kíktu í heimsókn! Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.