Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 32
3. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gísli Benóný Kristjánsson fyrrverandi skrifstofustjóri, Gullsmára 9, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 1. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurbjörg Jóhanna Þórðardóttir Unnsteinn Þórður Gíslason Magnús Gíslason Kristján Gíslason Guðrún Benedikta Elíasdóttir Gísli Örn Gíslason Birna Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkæru frænku okkar, Maju J. Berg Jónsson Hjúkrunarheimilinu Eir, áður Skipasundi 75, sem lést þriðjudaginn 19. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 2. hæð-norður á Hjúkrunarheimilinu Eir. Aðstandendur Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Gústafs Finnbogasonar Skjólbraut 11a, Kópavogi. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Helga Júlíusdóttir Finnbogi Már Gústafsson Edda Hlín Hallsdóttir Lena María Gústafsdóttir Guðmundur Guðfinnsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Valur Sigurðsson klæðskerameistari, áður til heimilis að Skúlagötu 40, lést á Hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 25. apríl. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 5. maí nk. Halldóra Ó. Guðlaugsdóttir Arnbjörg Guðmundsdóttir Ólafur Jón Sigurðsson Elín Guðmundsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir Finn Sörensen Óli Valur Guðmundsson Jan-Ola Hjelte barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, Kristjáns Ágústs Flygenring verkfræðings, Reykjavíkurvegi 39 (Tungu), Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk lyflækningadeildar St. Jósefsspítala Hafnarfirði fyrir mjög góða umönnun. Margrét D. Bjarnadóttir Birna G. Flygenring Albert Baldursson Garðar Flygenring Erna Flygenring Pétur Þór Gunnarsson Bjarni Sigurðsson Helga B. Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Magnúsar Jóhannesar Stefánssonar frá Akureyri, ketil- og plötusmiðs, síðast til heimilis á Grænlandsleið 44, Reykjavík, sem andaðist hinn 14. mars. Guðbjörg Reynisdóttir Ólöf, Reynir, Stefán, Halldóra og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ágústa Þórhildur Sigurðardóttir Dælengi 17, Selfossi, lést föstudaginn 29. apríl sl. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 6. maí nk. kl. 15.00. Sigurður Guðmundsson Guðmundur Sigurðsson Ingvi Rafn Sigurðsson Laufey Kjartansdóttir Sesselja Sigurðardóttir Örn Grétarsson Sigurður Þór Sigurðsson Kristín Gunnarsdóttir Óðinn Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sjöfn Gestsdóttir áður til heimilis að Sólvallagötu 31, lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 29. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 6. maí kl. 11.00. Gestur Þorsteinsson Gunnvör Braga Björnsdóttir Svava Þorsteinsdóttir Sigurgeir Guðmundsson Ragnar Þorsteinsson Hólmfríður Kristjánsdóttir Ársæll Þorsteinsson Katla Steinsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Júlíus Reynir Ívarsson frá Móbergi á Rauðasandi, til heimilis að Fálkagötu 6, Reykjavík, sem lést laugardaginn 23. apríl sl. verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 6. maí kl. 15.00. Jóhanna Gunnlaugsdóttir Haukur Júlíusson Ingibjörg Jónasdóttir Gunnlaugur A. Júlíusson Sigrún Sveinsdóttir Ingibjörg Júlíusdóttir Bragi Guðjónsson Anna G. Júlíusdóttir Hjálmar Axelsson afabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Birna Hallfreðsdóttir Norðurbrú 6, Garðabæ, áður til heimilis að Vallholti 19, Akranesi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 30. apríl. Útför auglýst síðar. Símon Símonarson Bryndís Símonardóttir Ásgeir Guðnason Hallfreður Óttar Símonarson Laufey Ófeigsdóttir Edda Símonardóttir Vésteinn Benediktsson Björn Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. „Ég er dálítið hissa að vera orðin sextug, en finnst það bara fínt,“ segir Kristín sem í dag heldur utan til Brussel á fund jafnréttisnefndar EFTA og til að vera áheyrnarfulltrúi hjá jafnréttisnefnd Evrópusambandsins. „Þar fer nú hljótt að ég eigi stórafmæli, en kannski ég fari út að borða í kvöld og ekki í kot vísað yfir besta mat heims í Brussel,“ segir Kristín sem fæddist í Vestmannaeyjum 3. maí 1951, dóttir Friðmeyjar Eyjólfsdóttur hjúkrunarfræðings og rithöfundarins Ása í Bæ. Þeim varð fjögurra barna auðið en yngri bróðir Kristínar lést í bílslysi 27 ára að aldri. „Í minningunni er alltaf sól og blíða í Eyjum, og dásamlegt að alast upp við sjó og fugl. Þegar við eldri systkinin kom- umst á menntaskólaaldur flutti fjölskyldan til Reykjavíkur en við söknuðum alltaf Eyja þótt enginn væri meiri Eyjamaður en pabbi sem átti erfitt með þessa flutninga og fór öll sumur á trillu með frændum sínum í Eyjum,“ segir Kristín sem átti mörg góð afmæli í Vestmannaeyjum, ekki síst árið sem henn- ar árgangur tók landspróf. „Þá tókum við upp á að mæta í afmæli hvert hjá öðru og halda veislur, sem varð til þess að styrkja vinaböndin enn meir. Annars var ég óheppin að alltaf var hafinn próflestur í kringum afmælið mitt og erfitt að slappa af yfir veisluhöldum og í seinni tíð hef ég verið mjög löt við afmælishald,“ segir Kristín sem fagnaði 50 árum sínum í Kosovo. Eftir stúdentspróf lauk Kristín BA-prófi í bókmenntum og sagnfræði og byrjaði því næst í meistaranámi. „En sú prófgráða var ekki í höfn fyrr en 2002 því ýmislegt tafði á árum áður eins og Kvennaframboðið og Kvennalist- inn. Vitund mín um kvenréttindi vaknaði þegar mamma fór að vinna þegar ég var 13 ára og áttaði mig á hve menntun var mikilvæg og húsmæðralífið lítt eftirsóknarvert til lengdar, enda gjörbreyttist mamma við að vera innan um annað fólk en ekki sífellt bundin yfir börnum og búi,“ segir Kristín sem gerðist virk í Rauðsokkuhreyfingunni eftir kvennafrídag- inn 1975. „Kvennabaráttan blundaði alltaf í mér og síðan hef ég ekki snúið af þeirri braut. Skemmtilegustu æviárin voru í kringum Kvennalistaævintýrið sem var merkilegt frumkvæði og bylt- ingartilraun, en saman ruddum við mörgum hindrunum úr vegi, breyttum hugarfari og unnum áfangasigra þótt margt sé eftir enn, en ég er stolt yfir að hafa tekið þátt í þeirri bar- áttu,“ segir Kristín sem einnig sat á Alþingi fyrir Kvenna- listann á árunum 1991 til 1999. „Það þótti mér góð reynsla, en í dag þykir mér sorglegt að horfa upp á stöðu Alþingis og hvernig virðingin er að engu orðin. Mér finnst þingmenn ekki taka nógu mikið mið af því í hegðun sinni og orðræðu, og á Alþingi ríkir einhver götu- strákaháttur sem ég kann mjög illa við,“ segir Kristín sem sér ekki eftir neinu þegar hún lítur yfir farinn veg. „Sumir halda að það hafi verið stefna hjá mér að vera ógift og barnlaus, en ég hef ekki enn fundið þann eina rétta. Til að fá það mesta út úr lífinu þarf maður að vera sáttur við sjálfan sig og starf sitt, og mest um vert að rækta sambandið við fjöl- skyldu og vini, sem eru það dýrmætasta í lífinu.“ thordis@frettabladid.is KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR: ER SEXTUG Er dálítið hissa SEXTÍU ÁRA Í DAG Kristín Ástgeirsdóttir fluttist til Akureyrar þegar hún tók við stöðu framkvæmdastýru Jafnréttisstofu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.