Fréttablaðið - 03.05.2011, Page 36

Fréttablaðið - 03.05.2011, Page 36
3. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR24 24 menning@frettabladid.is Handbók um íslensku heitir nýtt uppsláttarrit um íslenskt mál. Jóhannes B. Sigtryggsson, ritstjóri bókarinnar, segir bókina einkum hugsaða sem hag- nýtt rit fyrir þá sem fást við skriftir. Handbók um íslensku er uppslátt- ar- og yfirlitsrit sem geymir traust- ar leiðbeiningar um málnotkun, stafsetningu, ritun og ritgerðasmíð. Bókin er víðfeðmari og ítarlegri en margar sambærilegar bækur. Jóhannes B. Sigtryggsson, rit- stjóri bókarinnar og verkefnisstjóri hjá Árnastofnun, segir mikla vinnu hafa verið lagða í að safna saman á einn stað álitamálum um málnotk- un sem erfitt geti verið að finna annars staðar. „Það er gömul hugmynd að gefa út ítarlegra uppsláttarrit en gefið hefur verið út hingað til,“ segir Jóhannes. „Við leituðum víða fanga; efnið byggist meðal ann- ars á ráðgjafarstarfi málræktar- sviðs stofnunarinnar og ritreglum Íslenskrar málnefndar. En þetta er ekki heildarrit um málfræði heldur lögðum við okkur eftir því að safna saman dæmum sem við höfum rek- ist á að fólk hefur lent í vandræð- um með.“ Undirbúningur að ritinu hófst 2007 en það var skrifað að mestu leyti 2009 og 2010. „Við vonuðumst jafnvel til að geta gefið bókina út síðastliðið haust, en það hljóp snurða á þráð- inn eins og vill gerast með ný verk, þannig að það frestaðist.“ Jóhannes segir margt það sama vefjast fyrir þeim sem tala íslensku nú og áður fyrr. „Fólk flaskar í sjálfu sér á sömu hlutum og áður, beygingum ákveð- inna orða, rithætti og þess háttar. Við erum til dæmis með langan kafla um fornöfn sem margir virð- ast eiga erfitt með að beygja. Þessi bók gegnir því eins konar stöðlun- arhlutverki.“ Meðal höfunda efnis í bókinni eru margir helstu fræðimenn Háskóla Íslands á sviði íslenskrar tungu, sem skrifa yfirlitskafla um ýmis svið íslenskunnar. „Við reyndum að velja svið sem við teljum að fólk hafi hugsanlega áhuga á og horfðum vítt yfir svið- ið. Það er til dæmis einn kafli um raddbeitingu, sem fer í sjálfu sér aðeins út fyrir grunnefnissvið bók- arinnar, það er ritað mál, en okkur þótti engu að síður gagnlegt að hafa með.“ Forlagið gefur Handbók um íslensku út en í ritnefnd voru Ari Páll Kristinsson, Guðrún Kvaran og Gunnlaugur Ingólfsson. bergsteinn@frettabladid.is Góð vísa aldrei of oft kveðin Árni Guðjónsson er í hópi þeirra sem útskrifast úr tónsmíðadeild Listaháskólans í ár. Lokaverk hans er hljóð- og myndræn inn- setning. „Áhorfendur leggjast einn í einu inn í tjald, horfa og hlusta á mynd- og hljóðverk,“ segir Árni sem hefur bæði fengist við mynd- list og tónlist í sínu námi. „Ég var á myndlistarbraut í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ og er í námi í djasspíanóleik við Tónlistarskóla FÍH,“ segir Árni sem reyndar lauk einnig námi í klassískum píanóleik frá Tónlistarskóla Garðabæjar árið 2008, sama ár og hann útskrif- aðist sem stúdent. Árni segist hafa samið mynd- og hljóðhluta útskriftarverksins síns samhliða og hann hafi beitt aðferð tónsmíða er hann samdi myndhlut- ann. „Það er samið í formfræði tónlistar, það er í því ákveðinn kontrapunktur.“ Verkið verður sýnt í Kaffistof- unni á Hverfisgötu 42 á miðviku- dag og fimmtudag frá 12 til 18. Listamaðurinn missir þó sjálf- ur af sýningunni því hann fór til New York í gær. „Ég er að spila með hljómsveitinni Of Monsters and Men á tónleikunum þarna úti. Það er allt að gerast í þessari viku, svo hef ég ekkert að gera í næstu viku,“ segir Árni hress. Innsetning fyrir einn JÓHANNES B. SIGTRYGGSSON Höfundar handbókarinnar lögðu sig fram við að finna dæmi sem margir hafa lent í vandræðum með, svo sem beygingar, rithátt og fornöfn, og safna þeim saman á einn stað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HANDVERKSKAFFI Í GERÐUBERGI Þórunn Elísabet Sveinsdóttir segir gestum söguna af því þegar karlinn hitti krókódílinn í handverkskaffi í Gerðubergi á morgun klukkan 20. Við frásögnina notast Þórunn við pappír sem hún brýtur, beyglar og rífur. Eftir því sem sögunni vindur fram kemur í ljós hvernig hafa má gleði af einföldum pappírsverkum. Gestum býðst síðan að reyna sig undir leiðsögn Þórunnar Elísabetar. ÁRNI GUÐJÓNSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.