Fréttablaðið - 13.05.2011, Síða 2

Fréttablaðið - 13.05.2011, Síða 2
13. maí 2011 FÖSTUDAGUR2 Hjálmar, er ekki verið að bera í bakkafullan lækinn að flytja enn eina styttu niður í miðbæ? „Nei, hún mun bera af í sinni síðbúnu fegurð.“ Hjálmar Sveinsson á sæti í skipulagsráði Reykjavíkur sem hefur ákveðið að flytja Vatnsberann, styttu Ásmundar Sveins- sonar, frá Öskjuhlið niður í Austurstræti. FÓLK „Þetta eru mjög góð tíðindi. Það er þungu fargi af okkur öllum létt,“ segir Óskar P. Friðriksson, afi hins átta ára gamla Leifs Magnús- ar Grétarssonar Thisland. Norskur dómstóll hefur samþykkt að veita Grétari, föður Leifs, fullt forræði yfir honum og er von á Leif til Íslands í byrjun júní þegar skóla- haldi lýkur í bænum Mandal í Nor- egi. Þar hefur hann búið hjá norsk- um ættingjum frá því að móðir hans, Heidi Thisland Jensen, var myrt á hrottafengin hátt af kærasta sínum í mars síðastliðnum. „Ég talaði við Leif í gær og þá lá bara vel á honum, hann hlakkar mikið til að koma til okkar,“ segir Óskar og bætir við: „Við höfum auðvitað verið í miklu sambandi við hann en við pössum okkur þó að hringja ekki í hann allt of oft heldur. Hann er hjá mjög góðu fólki.“ Óskar á ekki von á því að það reynist Leif erfitt að aðlagast lífi á Íslandi. Hann hefur haft annan fótinn hér á landi undanfarin ár og bjó meðal annars hér frá júní 2008 til ágúst 2010. Íslensk fjölskylda Leifs býr í Vestmannaeyjum og þar gekk hann um tíma í skóla. „Það er hins vegar skylda okkar núna að sjá til þess að hann fái áfram að umgangast og vera með sínum ættingjum í Noregi. Amma hans talar til dæmis enga íslensku og þess vegna höfum við ráðið manneskju til að kenna honum og halda við norskunni,“ segir Óskar og bætir við: „Núna horfum við bara björtum augum á framtíð- ina og vonandi gróa sárin með tímanum. Þetta var náttúrlega gríðarleg áfall. Fyrir utan það að missa Heidi stóðum við allt í einu frammi fyrir því að þurfa að sanna okkur fyrir ættingjum hennar úti. En með góðra manna hjálp og mörgum bænum hefur þetta farið svona.“ Grétar, sonur Óskars, kynntist Heidi þegar hún dvaldist á sveitabæ hér á landi árið 2002. Þau felldu hugi saman og eign- uðust Leif Magnús í janúar 2003. Heidi fluttist aftur til Noregs með drenginn en þau komu reglulega í langar heimsóknir til Íslands. Heidi fannst látin af völdum stungusára fyrir utan heimili sitt í Mandal hinn 20. mars síðastlið- inn. Nokkrum klukkustundum síðar var kærasti hennar hand- tekinn en hann hefur síðan játað á sig morðið. - mþl Leif Magnús flytur til Íslands í sumar Grétar Óskarsson hefur fengið úrskurðað fullt forræði yfir Leif Magnúsi syni sínum. Leif kemur til Íslands í júní þegar skólahaldi í Noregi lýkur. Leif hefur búið hjá ættingjum þar í landi frá því að norsk móðir hans var myrt í mars. LEIF MAGNÚS Leif ásamt Grétari föður sínum, Hildi Helgadóttur ömmu sinni og Valgerði Erlu Óskarsdóttur föðursystur sinni. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON BANDARÍKIN, AP Í dagbókum og öðrum skrifum Osama bin Laden, sem fundust á felustað hans í Pakistan, er að finna leiðbeining- ar til hryðjuverkamanna þar sem þeir eru hvattir til að gera fleiri árásir á Bandaríkjamenn. Meðal annars segir hann þeim að ráðast á Los Angeles ekki síður en New York, beina vopn- um sínum að járnbrautum ekki síður en flugvélum, og velja helst mikilvægar dagsetningar til árása. Þá hvetur hann mennina til að drepa sem flesta Banda- r íkjamenn í einu, í von um að það dugi til að hrekja þá frá arabaheimin- um. Hann segir að einungis ef mannfallið sé talið í þúsund- um, eins og haustið 2001, geti það kallað fram raunverulega stefnu- breytingu í Bandaríkjunum. Bandarískir embættismenn segja þessi skrif og fleiri gögn sem fundust sýna að hann hafi áfram gegnt mikilvægu hlutverki í neti hryðjuverkamanna. Samskipti hans við leiðtoga þeirra hryðjuverkasamtaka sem enn eru talin tengjast Al Kaída, til dæmis í Jemen, Alsír, Írak og Sómalíu, virðast einkum hafa farið fram með því móti að minn- islyklar, sem hægt er að stinga í samband við tölvur, eru fluttir á milli með sendlum. Þessi aðferð er seinleg en hefur þann kost að erfitt er að rekja boðin. - gb Bandaríkjamenn skýra frá innihaldi dagbóka bin Ladens frá dvölinni í Pakistan: Gaf leiðbeiningar um árásir OSAMA BIN LADEN SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mann og konu á bráðamót- töku Landspítalans eftir harð- an árekstur á þjóðveginum við Skriðuland, nærri Búðardal, á fimmta tímanum í gær. Ástand fólksins var stöðugt í gærkvöldi og það ekki talið í bráðri lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Slysið virðist hafa orðið með þeim hætti að fólksbíl með hjól- hýsi í eftirdragi hafi verið ekið í veg fyrir jeppa sem ók eftir þjóð- veginum, samkvæmt upplýsingum frá vegfarendum sem komu á vett- vang eftir slysið. Erfiðlega gekk að klippa karlmann sem slasaðist út úr bílnum, sem er gerónýtur eftir áreksturinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi tafðist umferð mikið í nokkra klukkutíma vegna slyssins. - bj Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti karlmann og konu sem slösuðust í bílslysi: Fólkið er ekki talið í lífshættu SÓTT Óttast var að maður og kona væru alvarlega slösuð eftir bílslys við Skriðuland og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til. FRÉTTABLAÐIÐ/GAR BANDARÍKIN Lawrence Wilkerson, fyrrverandi starfsmannastjóri Colins Powell, sem þá var utan- ríkisráðherra í stjórn George W. Bush, segist telja að Bush og ríkisstjórn hans hafi ekki viljað hafa hendur í hári bin Ladens. „Maður gæti verið mjög kaldranaleg- ur og sagt að hann hefði ekki viljað ná honum vegna þess að þegar hann væri kominn í þeirra hendur væri stríðinu lokið og allt pólitíska forskotið þar með farið,“ sagði hann í sjónvarps- viðtali. „Eða maður gæti sagt að þeir hafi gert sér grein fyrir því að það væri nánast ómögulegt að ná honum vegna þess sem þeir höfðu gert bæði leyniþjónustunni og öðrum þeim stofnunum sem þurfti til að ná honum. Þeir voru nánast búnir að leggja það allt í rúst.“ - gb Starfsmannastjóri Powells: Bush vildi ekki ná bin Laden LAWRENCE WILKERSON DANMÖRK Mikil ásókn er meðal Dana í að gerast tilraunadýr fyrir hinar ýmsu rannsóknir. Þetta kemur fram í þarlendum fjölmiðlum og eru leiddar líkur að því að peningaþóknun hvetji fólk til þátttöku. Alls eru 3.500 manns nú skráð- ir inn á heimasíðu þar sem bjóð- ast allt að tíu þúsund danskar krónur, rúmlega 200 þúsund íslenskar, fyrir þátttöku. Það þykir sumum skjóta skökku við þar sem lög kveða á um að peningar megi ekki vera ástæða þátttöku. Hefur siðanefnd vísindaráðs þar í landi ákveðið að skoða málið frekar. - þj Rannsóknir í Danmörku: Drýgja tekjur sem tilraunadýr EUROVISION Svíar og Danir voru meðal þeirra landa sem komust í úrslit Eurovision-söngvakeppn- innar í gærkvöldi, þegar seinni undanúrslitakeppnin fór fram. Ásamt þeim komust Bosnía og Hersegóvína, Austurríki, Úkr- aína, Moldóva, Slóvenía, Rúm- enía, Eistland og Írland áfram í úrslitin. Þau bætast því í hópinn með Íslandi, Serbíu, Rússlandi, Sviss, Georgíu, Finnlandi, Ung- verjalandi, Litháen, Aserbaíd- sjan og Grikklandi, sem komust áfram síðastliðinn þriðjudag. Úrslitakeppnin fer fram á morgun og verða Íslendingar númer 21 í röðinni á svið. - þeb Seinna úrslitakvöldið: Danir og Svíar í úrslitakeppnina DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir landabrugg. Manninum er gefið að sök að hafa á heimili sínu í Skólagerði í Kópavogi framleitt í söluskyni 850 lítra af gambra. Gambrinn reyndist vera með 9 til 13 prósenta áfengisstyrkleika. Jafnframt er manninum gefið að sök að hafa framleitt 330 lítra af landa, með 34 prósenta og 58 pró- senta styrkleika. Áfengið fannst við húsleit lögreglu á heimili mannsins í nóvember í fyrra. - jss Ötull bruggari ákærður: Var með 1.100 lítra af bruggi Í ÚRSLIT Dönsku keppendurnir voru að vonum lukkulegir með að komast í úrslit. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Sjúkraflutninga- menn endurlífguðu mann í hjarta- stoppi á Sæbrautinni um miðjan dag í gær. Maðurinn hafði líklega misst stjórn á bílnum við hjarta- stoppið, með þeim afleiðingum að bíllinn fór yfir umferðareyju, á öfugan vegarhelming og valt. Þegar sjúkraflutningamenn komu að honum var hann í hjarta- stoppi en ekki með alvarlega áverka af völdum bílveltunnar. Hann var endurlífgaður og færð- ur til eftirlits á Landspítalanum. - þeb Ökumaður velti bíl sínum: Endurlífguðu mann á Sæbraut SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.