Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 12
13. maí 2011 FÖSTUDAGUR12 Beiðni íslenskra stjórn- valda um undanþágu frá brennslutilskipun ESB var ekki byggð á neinum hald- góðum rökum. Undanþágan fékkst á þeim forsendum að skilyrðum hennar yrði framfylgt. Það brást nær algjörlega. Sveitarfélög bera ábyrgð á með- höndlun úrgangs í sínum byggðar- lögum og þar með að viðeigandi lögum og reglugerðum sé fram- fylgt. Þau eru hinir eiginlegu rekstraraðilar sorpbrennslna. Eyðing úrgangs hefur í för með sér kostnað fyrir sveitarfélögin og hann eykst eftir því sem kröfur í umhverfismálum verða meiri. Í nýútkominni skýrslu Ríkis- endurskoðunar er sýnt fram á að hagsmunir sveitarfélaganna réðu mestu um það að Ísland fór fram á og fékk undanþágu frá tilskipun Evrópusambandsins um brennslu úrgangs. Í raun var kostnaður við að uppfylla tilskipunina í raun eina ástæðan fyrir því að Ísland ákvað að skera sig úr flokki Evrópuþjóða í þessu mikilvæga umhverfismáli. Eiginleg umhverfissjónarmið, eins og að tryggja hagsmuni almenn- ings og náttúru Íslands, voru ekki á dagskrá. Forsendurnar fyrir þess- ari afstöðu? Hæpnar, svo ekki sé dýpra í árina tekið. Evrópa tekur til Evrópuþjóðir fóru í vaxandi mæli að huga að bættu fyrirkomulagi við förgun úrgangs á tíunda ára- tug síðustu aldar, ekki síst vegna mengunar af sorpbrennslu. Evr- ópusambandið beitti sér fyrir umbótum á þessu sviði og árið 2000 samþykkti það brennslutil- skipun 2000/76/EB sem fól í sér mun meiri kröfur en áður voru gerðar til sorpbrennslustöðva um leyfilega mengun. Strax og fréttir bárust af af nýrri tilskipun ESB um brennslu úrgangs komu upp efasemdir á Íslandi um getu starfandi sorp- brennslna til að mæta þeim kostn- aðarauka sem hún hefði í för með sér. Þó að tilskipunin hafi ekki verið samþykkt fyrr en árið 2000 hófu umhverfisyfirvöld því að huga að viðbrögðum vegna hennar strax árið 1997. Í desember það ár sendi Hollustuvernd ríkisins hlut- aðeigandi aðilum ósk um athuga- semdir við tilskipunina. Fram kom að mikilvægt væri að koma þeim á framfæri meðan enn væri mögu- legt að hafa áhrif á endanlega gerð hennar. Rök Íslands frá sorpbrennslu Við gerð skýrslunnar fékk Ríkis- endurskoðun frá ráðuneytinu og Umhverfisstofnun þrjár umsagn- ir sem sendar voru inn vegna málsins á sínum tíma. Það er allt og sumt. Fleiri finnast ekki. Þær bárust frá Félagi heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa, Heilbrigðiseft- irliti Eyjafjarðar og Sorpeyðingar- stöð Suðurnesja. Rökin voru eins og að framan segir. Í þessu samhengi leikur umsögn Sorpeyðingarstöðvarinnar á Suður- nesjum stórt hlutverk. Þar er lögð áhersla á séraðstæður Íslands vegna dreifbýlis og fámennis. Vegna legu Íslands var meðal ann- ars talið að áhrif súrra gastegunda á umhverfi þess væru mjög lítil og fjárfestingar til að uppfylla til- skipunina því óþarfar. Talið var að auknar kröfur vegna útblásturs á díoxíni myndu takmarka möguleika til orkuvinnslu og að hertar kröfur um símælingar myndu leiða til mik- illa fjárfestinga í búnaði. Að lokum var tekið fram að sveitar félög á landsbyggðinni myndu standa frammi fyrir mun þrengri kostum til sorpeyðingar yrði tilskipunin innleidd hér á landi. Týnda umsögnin Í umsögn Umhverfisstofnunar við drög að skýrslu Ríkisendur- skoðunar kemur fram að ný gögn hafi komið fram. Gögnin sýna að við undirbúning aðlögunarinn- ar hafi verið litið á svar Sorp- eyðingarstöðvar Suðurnesja sem svar Sambands íslenskra sveitar- félaga. Í gögnunum sé tiltekið að von sé á umsögn sambandsins sem verði efnislega samhljóða umsögn sorpbrennslunnar. Hún finnst hins vegar ekki. Þetta sýnir að frumkvæði að aðlöguninni kom frá sorpbrennslu- stöðvum, sveitarfélögum og sam- bandi þeirra. Hins vegar er það þunnur þrettándi að einungis þrjár umsagnir eru til um jafn veiga- mikið mál og að greinargerð heild- arsamtaka sveitarfélaganna finnst ekki; hafi hún þá nokkurn tímann verið skrifuð. Kostnaðarmat Á fundi EES mengunarvarnar- teymis umhverfisráðuneytis- ins hinn 29. nóvember 2000 var ákveðið að Hollustuvernd ríkisins, sem síðar rann inn í Umhverfis- stofnun, skyldi meta stöðu mála á Íslandi og gera grein fyrir mögu- legum fyrirvörum við tilskip- unina. Í ársbyrjun 2001 greindi Hollustuvernd ráðuneytinu frá því að nauðsynlegur brennslu- og reykhreinsibúnaður til að upp- fylla tilskipunina væri mjög dýr; sama ætti við um símælingar á útblástursefnum og tvær díoxín- mælingar á ári. Að mati Hollustu- verndar var „ávinningur fyrir umhverfið óhóflega dýrkeyptur ef ráðist yrði í umbætur til að upp- fylla skilyrði tilskipunarinnar og sveitarfélög hefðu ekki bolmagn til að standa undir slíkum fram- kvæmdum“, eins og segir í skýrsl- unni. Með öðrum orðum: Það var vel æfður kór sem krafðist þess að tilskipun ESB kæmist aldrei á land. Ríkisendurskoðun gaf sér við skýrslugerðina að ítarlegt mat á þessum kostnaði, sem þráfald- lega kemur fram í öðrum gögnum málsins, hafi legið fyrir. Hvorki umhverfisráðuneytið, Umhverfis- stofnun né Samband íslenskra sveitarfélaga hefur fundið þess stað að slík greining hafi nokkru sinni verið gerð. Þetta átelur Ríkis- endurskoðun í skýrslunni enda eðlilegt að við umsókn um und- anþágu við Evróputilskipun liggi haldgóð gögn málinu til stuðnings. Engar díoxínmælingar Að mati Ríkisendurskoðunar hefðu íslensk stjórnvöld þurft að styðja beiðni sína um aðlögun betur. Ekki voru færð fullnægj- andi rök fyrir þeirri staðhæfingu að kostnaður við að uppfylla til- skipunina væri rekstraraðilum ofviða. Þá lágu ekki fyrir mæl- ingar á raunverulegri díoxínlosun viðkomandi sorpbrennslustöðva. Sú fullyrðing að mengun frá þeim væri svo lítil að ekki væri orð á gerandi var því einnig órökstudd. Það er við þetta að bæta að upp- haflega beittu íslensk stjórnvöld sér fyrir því að Ísland yrði sjálf- krafa undanþegið tilskipuninni. Þessu hafnaði framkvæmdastjórn ESB. Þá komu til samningavið- ræður við fulltrúa framkvæmda- stjórnarinnar. Þær einkenndust af því að stjórnvöld sóttu fast að fá samþykkta undanþágu fyrir starf- andi sorpbrennslustöðvar, helst án skilyrða. Gagnaðilar Íslands lögðu hins vegar áherslu á þá lágmarks- kröfu að skilgreind tímamörk um gildistíma undanþágunnar og endurskoðunarákvæði. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar vegna mengunar frá sorpbrennslum á Íslandi Forsendur undanþágu hæpnar ■ Þau sveitarfélög sem aðlögun fyrir sorpbrennslur náði upp- haflega til voru Ísafjörður, Tálknafjörður, Öræfasveit, Kirkjubæjarklaustur, Vest- mannaeyjar, Patreksfjörður og Suðurnes. ■ Sorpbrennslan á Patreksfirði hóf aldrei starfsemi, stöðin á Tálknafirði hætti fljótlega og ný stöð, sem uppfyllti ákvæði tilskipunarinnar, var opnuð á Suðurnesjum í ársbyrjun 2004. ■ Sorpbrennslustöðin á Ísafirði hætti starfsemi í desember 2010. ■ Í maí 2011 eru sorpbrennslurnar á Kirkjubæjarklaustri, Svínafelli og í Vestmannaeyjum því einu starfandi sorpbrennslur landsins sem falla undir aðlögunina. Ákveðið hefur verið að leggja sorpbrennsluna á Svínafelli niður. ■ Sorpbrennslur eru almennt taldar nauðsynlegar í einhverj- um mæli, ekki síst til að eyða sjúkrahúsúrgangi og sýktum dýraúrgangi. Aðlögun náði til sjö sorpbrennslna ■ Losunarmörk á díoxíni og fúran máttu að hámarki vera 0,1 ng/ m3. ■ Skilgreind losunarmörk fyrir til- tekna þungmálma, lofttegundir og ryk. ■ Hertar kröfur um hitastig við brennslu. ■ Kröfur um símælingar á hitastigi og losun tiltekinna lofttegunda, ryks og fleira. ■ Að lágmarki tvær mælingar árlega á díoxíni, fúran og þung- málmum. Tilskipunin gerði ekki ráð fyrir undanþágum fyrir smærri og/eða starfandi sorpbrennslur en starf- andi stöðvar fengu fimm ár til að uppfylla skilyrðin. Kröfur í tilskipun um sorpbrennslu FÖRGUN SORPS Ríkisendurskoðun vill að umhverfisráðuneytið hafi forgöngu um að mótuð verði heildstæð stefna um förgun úrgangs hér á landi sem byggi á niðurstöðum rannsókna og faglegu mati. Meta þarf hvort sorpbrennslur eigi að starfa áfram eða hvort ríkisvaldið eigi að koma að uppbyggingu þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Efasemdir Í apríl 2002 sendi framkvæmda- stjórn ESB bréf til undirnefndar EES/EFTA-ríkjanna og ESB. Þar kom fram að reynsla sambands- ins af litlum sorpbrennslum væri slæm. Slíkar stöðvar væru almennt illa reknar og útblástur mengandi efna frá þeim óhóflegur, sérstak- lega þungmálma, díoxíns og fúran. Það væri áhyggjuefni út frá heil- brigðissjónarmiðum, einkum í ljósi áhrifa þeirra á fæðukeðjuna. Þó var tekið fram að aðstæður á Íslandi gætu hugsanlega réttlætt undan- þágu en þá væri brýnt að umhverf- is- og heilbrigðissjónarmið væru virt. Í bréfinu kemur fram það mat framkvæmdastjórnarinnar að þau gögn sem Íslendingar hefðu lagt fram gæfu veikar vísbendingar um að undanþága væri réttlætan- leg. Hún fékkst engu að síður og er það mat umhverfisráðuneytisins að það væri staðfesting þess að málið hefði verið byggt nægilega góðum rökum, að því er segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Hún ályktar að framkvæmdastjórnin hafi talið sig hafa fengið staðfestingu þess að íslensk stjórnvöld myndu ábyrgjast markvissa framfylgd skilyrða und- anþágunnar og leita allra leiða til að tryggja að hvorki umhverfið né heilbrigði almennings bæri af henni skaða. Það hins vegar var ofmat að hálfu framkvæmdastjórnarinnar, eins og síðar kom í ljós. Áhrifamikið afmælisbarn 70 atriði sem þú vissir kannski ekki um Bob Dylan sem fagnar 70 ára afmæli innan tíðar. Meðal annars efnis: Reynslan af beinu lýðræði Gildi fulltrúalýðræðis og valdajafnvægis oft vanmetið. Sumarlegt sjávarfang Girnilegir fiskréttir fyrir alla í Matarblaði helgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.