Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 25
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
Teiknismiðja og fjölskylduleiðsögn verður í
Ásmundasafni klukkan 15 á sunnudag og verða
teikningar myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar
notaðar sem uppspretta. Byrjað verður á að fara um
sýninguna Frá hugmynd að höggmynd - Teikningar
Ásmundar Sveinssonar en að því búnu fá allir að
spreyta sig á því að teikna.
D
ansarinn Kara Hergils
Valdimarsdóttir er
dugleg í eldhúsinu. Það
kemur ekki endilega
til af góðu en hún er haldin fiski-
og kjúklingaofnæmi og fannst
hún tilneydd að prófa sig áfram
til að geta haldið áfram að borða
góðan mat þrátt fyrir ofnæmið.
„Ég borða mikið af grænmeti og
ávöxtum og reyni að gera það
spennandi,“ segir Kara, sem
gefur sýnishorn af mat sem er
henni að skapi.
Hún er í þann mund að útskrif-
ast af listdansbraut Listaháskóla
Íslands með BA-gráðu í samtíma-
dansi og frumsýnir tvö útskriftar-
verk í Gaflaraleikhúsinu í kvöld.
„Mataræði mitt fer ágætlega
saman við dansinn, enda er gott
að fá sér eitthvað létt en orku-
mikið fyrir sýningar,“ segir Kara.
Fyrra verkið, The Genius of the
Crowd, er eftir Tony Vezich en
hið síðara, How Did You Know
Frankie, er unnið í samvinnu
við Sveinbjörgu Þórhallsdóttur.
Fyrra verkið er kraftmikið dans-
verk sem krefst mikils af dönsur-
unum hvað varðar líkamlegan
styrk og úthald en hið seinna er
leikhússkotið verk unnið út frá
dauðasyndunum sjö. Sýningarnar
verða fimm talsins. vera@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1 eggaldin
truffluolía
salt og pipar
1 mozzarella-kúla
Skerið eggaldin niður
í ræmur og veltið upp
úr truffluolíu. Saltið
og piprið eftir smekk.
Grillið í um það bil 10
mínútur á hvorri hlið.
Sumarsalat:
spínat
gul og rauð paprika
tómatar
agúrka
ferskur ananas
rauð vínber
avocado
mangó
döðlur
fetaostur
balsamik edik
Skerið niður og
blandið saman. Hellið
fetaosti og ediki yfir.
GRILLAÐ EGGALDIN MEÐ MOZZARELLA OG FERSKU SUMARSALATI
Fyrir 2-4
Kara Hergils er haldin prótínofnæmi og hefur þurft að rýna í mataræðið. Við það vaknaði matgæðingur.
Borðar létt en orkumikið