Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 13. maí 2011 11 LANDBÚNAÐUR Hvorki er að finna salmonellu né E. coli sýkingu í nautgripabúum hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar. Sýni voru tekin á 169 nautgripa búum í sjö héraðsdýra- læknaumdæmum á tímabilinu janúar 2010 til janúar 2011. Fram kemur í skýrslunni að slík könnun hafi ekki áður verið gerð hér á landi, en hana hafi þurft áður en komið gæti til inn- leiðingar Evróputilskipunarinnar 2003/99/EC. Niðurstöðunni er fagnað á vef Landssambands kúabænda. - óká Leituðu að þekktum sýklum: Tilskipun kall- aði á könnun Í KJÖTBORÐINU Rannsókn MAST sýnir að hvorki finnst salmonella né E. coli 0157:H7 á íslenskum nautgripabúum. 4,7% 4,9% 4,4% 4,3% 4,4% Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur lífeyrissjóður sem tekur bæði við lögbundnum lífeyrissparnaði og viðbótarlífeyrissparnaði 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning á ársreikningi 3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri athugun 4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins 5. Kosning aðal- og varamanna í stjórn 6. Kosning endurskoðanda 7. Tillögur um breytingar á samþykktum 8. Laun stjórnarmanna 9. Önnur mál Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins þurfa að berast stjórn sjóðsins með skriflegum hætti tveimur vikum fyrir ársfund. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins með skriflegum hætti viku fyrir ársfund. Framboðum aðalmanna til stjórnar skal skila inn til stjórnar sjóðsins viku fyrir ársfund. Tillögur og framboð skulu berast til stjórnar Íslenska lífeyrissjóðsins, Austurstræti 11, 101 Reykjavík. Tillögur að breytingum á samþykktum og framboð til stjórnar sjóðsins verða birtar á vefsvæði sjóðsins www.islif.is. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. LÍF I LÍF I Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðviku- daginn 1. júní kl. 17.00 á Hilton Reykjavík Nordica, sal H&I. Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt á setu á ársfundinum. Nafnávöxtun 2010 5 ára meðalávöxtun www.islif.is LÍF II LÍF II LÍF III LÍF III Samtrygging: Lögbundinn lífeyrissparnaður Samtrygging: Lögbundinn lífeyrissparnaður 13,4% 11,8% 11,7% 11,6% 7,4% Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins LÍF IV LÍF IV Landsbankinn er rekstraraðili Íslenska lífeyrissjóðsins. Allar nánari upplýsingar veita fjármálaráðgjafar Landsbankans í síma 410 4040 eða fjarmalaradgjof@landsbankinn.is. Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum sjóðsins: EVRÓPUMÁL Alls höfðu 37 umsóknir um sérfræðiaðstoð verið sendar stofnunum Evrópusambandsins (ESB) í lok mars, frá því að svo- kölluð TAIEX-aðstoð var gerð Íslendingum aðgengileg síðasta sumar. Umsóknirnar fela flestar í sér aðstoð við upplýsingaöflun og kynningu á regluverki ESB. Þetta kom fram á þingi á mið- vikudag í svari Össurar Skarp- héðinssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Birgis Ármanns- sonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokks, en þar kom fram að þegar hefðu 25 TAIEX-umsóknir verið samþykktar en þremur verið hafnað. TAIEX-aðstoð, sem er hluti af stuðningi ESB við umsóknarríki, felur ekki í sér beina fjárhagslega styrki heldur aðstoð í formi mann- auðs. Þar er til dæmis um að ræða heimsóknir frá sérfræðingum á ákveðnum sviðum innan ESB eða ferð til aðildarríkis eða á ráðstefnu erlendis. Þegar hefur komið fram að Ísland mun hljóta alls 28 milljón- ir evra í IPA-styrki frá ESB fram til ársins 2013, en í svari Össurar segir hann að ekki liggi fyrir áætl- anir um umfang TAIEX-stuðnings. Þó hafa þrjár milljónir evra verið skuldbundnar til tveggja verkefna hjá Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins og Hag- stofu vegna vinnslu hagtalna. - þj Svar utanríkisráðherra um styrki og aðstoð vegna aðildarumsóknar að ESB: 37 umsóknir hafa borist um sérfræðiaðstoð Svari utanríkisráðherra fylgdi listi yfir TAIEX-umsóknir og sést þar að flestar eru þær frá opinberum stofnunum en einnig eru þar umsóknir frá öðrum aðilum. Til að mynda sækir Neytendastofa um aðstoð vegna fyrirhugaðrar ráð- stefnu um ESB-reglur um formpakkaðar vörur, garðyrkjubændur fengu aðstoð vegna kynnisferðar til Finnlands í janúar og svínabændur hyggja einnig á kynnisferð til Finnlands á næstunni. Umsækjendur um TAIEX-stuðning DANMÖRK 37 ára gamall karl- maður var handtekinn í mið- borg Óðinsvéa í gær, grunaður um morð á hjónum í skóglendi í nágrenni borgarinnar fyrir tæpum mánuði. Morðin vöktu mikinn óhug um land allt, en rannsóknin gekk hægt framan af. Eftir að munir úr eigu fórnarlambanna fundust fór hringurinn hins vegar að þrengjast og gaf lögregla út lýs- ingu á manni fyrr í vikunni, sem leiddi til handtökunnar í gær. Hinn handtekni er kunnur lög- reglu fyrir smáglæpi, en ekkert hefur verið gefið út um mögulega ástæðu fyrir verknaðinum. - þj Handtaka í Óðinsvéum: Grunaður um morð á hjónum DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir stórfelld skemmdarverk á fjórum bílum. Maðurinn réðst inn í tvo bíla á bílastæði í Grindavík í júní á síðasta ári. Þá lét hann grjóti rigna yfir þrjá bíla til viðbótar og sparkaði í þann fjórða. Verulegar skemmdir urðu á bílunum, brotnar rúður, dældir og lakkskemmdir. Eigendur bílanna gera skaða- bótakröfur á hendur manninum. Þær hlaupa á hundruðum þús- unda króna. Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. - jss Maður gekk berserksgang: Skemmdi bíla með spörkum LÖGREGLUMÁL Hjón á áttræðisaldri höfðu í gær samband við lög- regluna á höfuðborgarsvæðinu. Kváðust þau hafa fundið umslag á útivistarsvæði í borginni með miklum peningum í. Auk pening- anna var þar einnig kvittun með nafni eigandans. Lögreglan sótti peningana til heiðurshjónanna og fór með þá á lögreglustöðina. Síðan var haft samband við eigandann, mann á miðjum aldri, og kom hann á lögreglustöð. Hann var að vonum þakklátur og skildi eftir fundarlaun sem lögreglan færði hjónunum. - jss Heiðarleg hjón á ferðinni: Fundu stórfé og létu lögreglu fá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.