Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 24
13. maí 2011 FÖSTUDAGUR24 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Sigurðar Freysteinssonar Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sóltúns fyrir alúð og góða umönnun. Sigrún Lovísa Grímsdóttir Grímur Sigurðsson Sigríður Finnsdóttir Freysteinn Sigurðsson Kolbrún Sigurpálsdóttir Hulda G. Sigurðardóttir Brynjar Þórarinsson Guðbjörg Sigurðardóttir Skúli Kristjánsson Sigurður Sigurðsson Liv Marit Sigurðsson Sigrún Lovísa Sigurðardóttir og fjölskyldur Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðlaugar Stefánsdóttur. Einnig sendum við kærar kveðjur öllum þeim sem geyma í hugskoti sínu ljúfar minningar um hana. Guðríður Ó. Vestmann Bragi Jóhannsson Alma Vestmann Ægir Sigurðsson Stefán Vestmann Sara Saengduan Sinpru ömmu- og langömmubörn 80 ára afmæli Guðlaugur Jónas Guðlaugsson bifreiðasmiður varð 80 ára þann 10. maí. Af því tilefni bjóða þau Guðlaugur og Fjóla ætting jum og vinum að eiga góðan dag með þeim á veitingahúsinu Boston, Laugavegi 28, kl. 16-18.30 laugardaginn 14. maí. Benedikta Þorsteinsdóttir Benedikta Þorsteinsdóttir fædd- ist 20. maí 1920 í Efri-Brekku við Brekkustíg í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Fr. Einarsson, húsasmiður, f. 26. mars 1887 á Skipum í Stokkseyrarhreppi, d. 30. des. 1976, og k.h. Ragnhildur Benediktsdóttir, f. 1. júní 1887 á Tumastöðum í Fljótshlíð, d. 20. nóv. 1954 í Reykjavík. Benedikta var næstyngst 5 systkina sem nú eru öll látin. Benedikta giftist 14. mars 1942 Sæmundi E. Kristjánssyni, vélstjóra, f. 2. sept. 1909 í Otradal við Arnarfjörð, d. 5. nóv. 1982 í Reykjavík. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík og eignuðust þar fjög- ur börn, Kristján, f. 26. okt. 1942, maki Vigdís B. Aðalsteinsdóttir, Sverri, f. 17. júní 1945, maki Erna Vilbergsdóttir, Sigríði Dagbjörtu, f. 15. nóv. 1947, maki Jón Örn Marinósson, og Viktor Smára, f. 8. febr. 1955, maki Ingibjörg Hafstað. Barnabörn Benediktu eru 13 og barnabarnabörnin 24. Síðustu æviár sín dvaldist Benedikta á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund og þar lést hún snemma að morgni 6. maí. Minning Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Ásgerðar Ágústu Pétursdóttur Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sóltúns fyrir góða umönnun. Pétur Vilhjálmsson Auður Sjöfn Tryggvadóttir Sigríður Vilhjálmsdóttir Jóhanna Vilhjálmsdóttir Örn Guðmarsson Jóhann Sigurfinnur Vilhjálmsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Kristjánsdóttir Sólhaga, Vatnsleysuströnd, lést á heimili sínu þriðjudaginn 10. maí. Útför hennar fer fram frá Kálfatjarnarkirkju fimmtudaginn 19. maí kl. 14.00. Aðalsteinn Sigursteinsson Jón Haukur Aðalsteinsson Jóna Harðardóttir Margrét Aðalsteinsdóttir Pétur Einarsson Gróa Aðalsteinsdóttir Guðbergur Aðalsteinsson Helga Jóhannsdóttir Kristjana Aðalsteinsdóttir Helgi Kristjánsson Steinþór Aðalsteinsson Kolbrún Skúladóttir barnabörn og barnabarnabörn „Ég ætla ekki að halda upp á afmæl- ið með hefðbundnum hætti,“ segir Ásta B. Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, en hún stend- ur á fimmtugu í dag. Ásta verður á flandri á afmælisdaginn. „Við hjónin drifum okkur út úr bænum í gær og verðum á ferðinni í dag á Suðurlandinu. Látum veður og vinda ráða ferð. Í kvöld förum við á veitingastaðinn Fjöruborðið og borð- um þar með dætrum okkar tveim og tengdasonum. Það verður hin eigin- lega afmælisveisla.“ Gamanið verður þó ekki úti þegar afmælisdagurinn er liðinn því á morgun heldur Ásta áfram að ferðast. „Þá er ég boðin í heljarinnar skvísuferð til í Stykkishólms að borða góðan mat og hafa það huggulegt. Ég sagði einu sinni að á þessu stór- afmæli ætlaði ég að fara í einhvers konar „pretty woman“ ferð með vin- konum til Bandaríkjanna, en Stykk- ishólmur verður það í ár,“ segir hún hlæjandi og hlakkar auðheyrilega til ferðarinnar. Hún segir það líka hafa kosti í för með sér að vera að heiman á afmælisdaginn sjálfan. „Mér hefur verið komið á óvart kvöld eftir kvöld. Síðustu helgi færðu vinkonur mínar mér afmælisgjöf, og í saumaklúbbi í vikunni fékk ég miða á Eagles-tónleikana. Svo fékk ég einnig veglega gjöf frá starfsfélögum mínum svo ég brosi bara hringinn þessa dagana.“ Spurð hvort hún hræðist aldurinn segir Ásta það af og frá. Hún þakki fyrir hvert ár sem bætist við. Ekki sé sjálfgefið að eldast og fólk eigi að njóta lífsins. „Mér finnst í raun- inni fimmtíu ár ekkert merkilegri aldur en 49 ár. Það á að hafa góðan mat þegar maður vill, sama hvaða dagur er. Ég hef heldur aldrei skil- ið konurnar sem segjast vera yngri en þær eru. Ef þú ert 35 og lítur út fyrir að vera 32 en segist vera 29, þá kemur það nú ekki vel út,“ segir hún og skellir upp úr. Ekki er hægt að sleppa Ástu án þess að spyrja hvort hún sé ekki „allt- af í boltanum“ en hún var var lengi markahæsta landsliðskona Íslands. „Ég vinn í íþróttamiðstöð og æfi með karlahópi í hádeginu á vinnu- staðnum. Svo starfa ég í unglinga- nefnd KSÍ og er liðsstjóri í nítján ára landsliði kvenna. Dætur mínar eru báðar í fótbolta og ég fylgist auð- vitað með þeim. Svo jú, ég er „allt- af í boltanum“, þó að ég sé hætt að keppa.“ heida@frettabladid.is ÁSTA B. GUNNLAUGSDÓTTIR FÓTBOLTAKONA: FAGNAR FIMMTUGU Í DAG EKKERT MERKILEGRA EN 49 ÁR Íslenska ríkið undirritaði samning um kaup á Skaftafelli í Öræfasveit undir þjóðgarð. Jörðin var afhent í sept- ember árið eftir og þjóðgarðurinn opnaður um vorið 1968. Þjóðgarðurinn þekur um 4.800 ferkílómetra lands og þar vex mikill gróður milli sands og jökla. Þjóð- garðurinn var stækkaður 1984 og svo aftur 2004 og eru nú um tveir þriðju hlutar af Vatnajökli innan þjóðgarðs- ins. Við stofnun Vatnajökulsþjóð- garðs 8. júní 2008 varð Skaftafell hluti hans. Sem þjóðgarður var Skaftafell skipulagt sem göngusvæði og býður fjölbreytt landslagið upp á ólíkar gönguleiðir. Svartifoss og Skaftafellsjökull draga að ferðalanga og í Skaftafelli er þjónustumiðstöð og stórt tjaldsvæði. Heimild: wikipedia.org og vatnajokulsthjodgardur.is ÞETTA GERÐIST: 13. MAÍ ÁRIÐ 1966 Ríkið kaupir Skaftafell ÁSGEIR ÁSGEIRSSON forseti Íslands (1894-1972) fæddist þennan dag. „Mark þurfa allir að setja sér og velja leiðina í samræmi við það.“ BROSIR ALLAN HRINGINN Ásta B. Gunn- laugsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, verður á flandri á fimmtugsaf- mælinu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.