Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 32
6 föstudagur 13. maí Rósa Birgitta Ísfeld er rödd „Kringlulagsins“ svokallaða. Hún er söng- kona hljómsveitarinnar Feldberg og dreymir um að syngja fyrir hönd Íslands í Eurovision. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Valgarður Gíslason H ljómsveitin Feld- berg varð til árið 2009 eftir að tón- listarmaðurinn Einar Tönsberg og Rósa Birgitta unnu saman að aug- lýsingastefi fyrir Kringluna. „Við þekktumst ekki neitt þegar þetta var. Einar hringdi í mig eitt kvöld- ið og spurði hvort ég væri laus til að syngja auglýsingastef. Ég var til í það og fór strax sama kvöld og tók upp lagið. Við náðum mjög vel saman alveg frá upphafi, ætli það sé ekki hægt að líkja þessu við að verða ástfangin nema bara á tón- listarlegan hátt. Stundum pass- ar fólk bara saman,“ útskýrir hún. Samstarfið gekk reyndar svo vel að í kjölfarið ákváðu þau að hittast vikulega og innan skamms voru þau komin með nóg efni í heila plötu. Sveitin gaf út sína fyrstu breiðskífu, Don‘t Be a Stranger, árið 2009 auk þess sem lagið Dreamin‘ var valið lag árs- ins á Íslensku tónlistarverðlaun- unum sama ár. Flestir landsmenn þekkja líklega lögin Running Around og Dreamin‘ með Feldberg þótt þeir kannist ef til vill ekki við hljómsveitina sjálfa. Fyrrnefnda lagið er auglýsingastef Kringlunn- ar og hið síðarnefnda er vinsæll hringitónn hjá viðskiptavinum Nova. „Við höfum ekki verið sér- staklega dugleg að tengja andlitin okkar við lögin. Það verða marg- ir mjög hissa þegar þeir komast að því að ég syng Kringlulagið,“ segir Rósa. Þykir þér undarlegt að heyra lögin ykkar úti um allt? „Ég er orðin vön því núna og eiginlega hætt að heyra þau. En þetta hefur hjálpað okkur mikið, eins og atvikið með BBC 6 um dag- inn,“ segir Rósa og vísar þar í atvik þegar útvarpskona hjá BBC 6 ætl- aði að taka símaviðtal við Árna Hjörvar Árnason úr hljómsveitinni The Vaccines. Meðan á hringing- unni stóð hljómaði lagið Dream- in‘ og hófst þá mikil leit að flytj- endum lagsins. BANNAÐI GALLABUXUR Hljómsveitin gerði samning við breska plötuútgáfuna Small Town America í lok síðasta árs og ný- verið fór sveitin í tónleikaferð til Írlands og hélt að auki tvenna tónleika í London til að kynna plötuna. Rósa og Einar njóta stuðnings nokkurra efnilegra tón- listarmanna við slíkt tónleika- hald og þegar hún er innt eftir því hvernig sé að vera eina stelp- an í hópnum segir Rósa það oft- ast ganga vel. „Það ríkir mikill skilningur á milli mín og strák- anna. Ég fæ að taka minn tíma í að gera mig til fyrir tónleika og á meðan fá þeir sér bjór,“ útskýrir hún brosandi. Blaðamaður spyr hvort hún sé dívan í hópnum? „Ég er ekkert svo slæm. Mér finnst samt skipta máli að setja upp skemmtilegt „show“ þegar við komum fram og þá þarf líka að gleðja augað. Ég er búin að banna strákunum að klæðast gallabuxum þegar við komum fram, eins og umboðsmaður Bítl- anna gerði á sínum tíma. Sú regla hefur reyndar alveg verið brotin, en þeir reyna þó.“ Sveitin er nú þegar komin langt á leið með að semja efni fyrir nýja plötu og mun sú einnig innihalda glaðlega popptónlist. Rósa viður- kennir þó að nýju lögin séu mörg hver innblásin af tónlist sjötta áratugarins og séu full af sól og gleði. DREYMIR UM ÞÁTTTÖKU Í EUROVISION Aðspurð segist Rósa Birgitta hafa byrjað að syngja áður en hún lærði að tala. Hún söng í hinum ýmsu kórum á sínum yngri árum auk þess sem hún hefur reynt fyrir sér í fjölda hljómsveita og bílskúrsbanda. „Ég hef allt- af sungið en aldrei beint stund- að söngnám. Ég tók eina önn í FÍH eftir stúdentinn þar sem ég lærði djasssöng, svo lærði ég líka um stund klassískan söng hjá Margréti Pálmadóttur og Ingu Backman. Stundum held ég að það sé ágætt að ég hafi ekki farið í söngnám því ég hef þróað með mér einhverja tækni sem er ekki endilega hægt að kenna. Ætli hún hefði ekki verið þjálfuð úr mér hefði ég farið í söngnám,“ útskýrir hún. Rósa viðurkennir að hún hafi verið mikill aðdáandi Eurovisi- on-söngvakeppninnar þegar hún var yngri og kunni flest laganna utan að. Í ár hélt hún með fram- lagi Norðmanna, sem komst þó ekki áfram upp úr forkeppninni. „Norska lagið var í uppáhaldi hjá mér, ég var viss um að það mundi komast áfram. Ég er mjög lítill þjóðernissinni í mér og held allt- af bara með því landi sem mér finnst vera með skemmtilegasta lagið það árið. En það er auðvitað miklu meiri stemning að horfa á keppnina ef Ísland er með.“ Rósa uppljóstrar því næst um leyndarmál sem hún hefur geng- ið með í svolítinn tíma. „Ég væri til í að taka þátt í Eurovision næsta ár ef eitthvert skemmtilegt land vinnur keppnina á morgun. Helst land eins og Aserbaídsjan. Ég er meira að segja búin að setja mig í samband við lagahöfunda og byrjuð að pæla í búningum,“ segir hún hlæjandi. „Ég held að það sé magnað að standa á svona stóru sviði og koma fram með bakdansara, eldglærur og brjál- æðislega mikið konfettí.“ MEÐ ÞYKKAN SUÐURRÍKJAHREIM Rósa Birgitta er uppalin í mið- borg Reykjavíkur og hefur búið þar alla ævi ef frá eru talin fjög- ur ár þegar hún bjó með fjöl- skyldu sinni í Oklahoma í Banda- ríkjunum. Þangað flutti hún níu ára gömul og segist hún hafa komið aftur heim til Íslands með þykkan Suðurríkjahreim. „Það var rosalega fínt að vera þarna í Oklahoma. Ég var í mjög góðum skóla og hverfið sem við bjuggum í var mjög barn- vænt. Á móti okkur bjó svo kona sem átti hestabúgarð og ég fékk því að fara mikið á hestbak. Ég kom svo heim frá Bandaríkjun- um með Suðurríkjahreim dauð- ans og hann er enn mjög greini- legur hjá mér, um leið og ég byrja að tala ensku færist talandinn allur fram í nefið og fer að nota orð eins og „y‘all“,“ segir Rósa hlæjandi. Hestaáhuginn hefur einnig fylgt Rósu frá því hún bjó í Bandaríkjunum og eftir stúd- entspróf bjó hún til skamms tíma í Miami, þar sem hún starfaði „Ég væri frekar til í að búa á síðasta bænum í dalnum heldur en í þorpi.“ ER MEÐ ÞYKKAN SUÐURRÍKJA HREIM Einstök Söngkonan Rósa Birgitta Ísfeld er andlitið á bak við hið vinsæla Kringlu- lag. Hana dreymir um að syngja fyrir Ís- lands hönd í Eurovision einn daginn. ✽ m yn da al bú m ið Þarna er ég unglin gur með rauða dredda ásamt Nín u, systur minni. Ég og Nína, litla systir mín. Kjóll Verð 5.990 S M L Hálsmen 2.990 Kjóll Verð 6.990 S M L Taska Verð 2.990 SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 16, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17 Mikið úrval af sólgleraugum Á 1.250 – 1.750 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.