Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 36
Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni.
Netfangið er kynlif@frettabladid.is
Á RÚMSTOKKNUM
Sigga Dögg kynfræðingur
Leitin að egginu!
Umræða um kynlífstækjanotkun hefur einskorðast við konur og kannski má það rekja til spennings okkar yfir heimakynningum á
titrandi gersemum. Eða því hversu ábyrgðarfullar við erum í að tryggja
okkar eigin fullnægingu. Hvað sem því líður sýnir nýleg rannsókn að
meirihluti samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna eigi einnig
myndarlegan dótakassa. Tækin einskorðast því ekki við konur þó að
umræðan eigi það til að gera það.
Ég er oft spurð (oftar en ekki af karlmönnum) um kynlífstæki og þá
hvað sé „besta“ og vinsælasta kynlífstækið. Það er réttast að leiðrétta
einn misskilning sem snöggvast, það er ekkert „best“ eða eitt rétt þegar
kemur að kynlífi. Kynlíf er einstaklingsbundinn leikur sem er síbreyti-
legur. Þess vegna er talað um dótakassa undir mismunandi tæki og tól
en ekki bara eina græju. Það má nefnilega hafa gaman af því að finna
út hvort bleikur titrandi höfrungur fullnægi í dag en blátt egg á morgun.
Saga kynlífstækja er merkileg í því ljósi að titrarinn var fundinn upp
og tæknivæddur til að létta ákveðinni fagstétt karlmanna það verk að
fullnægja konum. Þetta er því viðurkennd lausn sem konur og karl-
ar hafa lumað á í skúffunni sinni í langan tíma. Galdurinn felst í titr-
ingnum; ef tækið titrar þá virkar það. Flest kynlífstæki sem eru hönnuð
fyrir konur miða að örvun á sníp og rétt inn fyrir leggöng. Þau vinsæl-
ustu eru því oft í lögun sem er ansi frábrugðin hinum ílanga getnaðar-
lim og líta frekar út eins og egg, þríhyrnd keila eða baknuddstæki. Þessi
sömu tæki eru einnig hentug fyrir endaþarmsörvun, gefið að hönnun
tækisins sé þannig að það geti ekki „ryksugast“ upp og týnst í leynd-
ardómum þarmanna. Sumir telja að sá sem kynnir kynlífstæki til leiks
sé að ógna eða gera lítið úr hinum aðilanum, líkt og að sá sé ekki að
standa sig nægilega vel. Þessu er ég algerlega ósammála. Það að kynna
tæki til leiks getur einmitt létt undir þrýstingi hjá þeim sem telur sig
bera ábyrgð á að fullnægja kynlífsfélaganum, og getur því verið kær-
komin viðbót fyrir báða aðila. Að því gefnu að báðir séu sáttir við titr-
andi aukahljóð.
Það er næstum orðið krafa að konur lumi á heljarinnar kistu undir
rúminu sem skarti öllum regnbogans litum af titrandi aukahlutum,
sem þær svo kynna til leiks líkt og um hlaðborð af kræsingum væri að
ræða. Það hentar ekki öllum að krydda kynlífið með tækjum, ekki frek-
ar en það að krydda matinn með Season All. Kynlífstæki eru persónu-
legur hlutur sem þarf að kynna með smá fyrirvara og jafnvel prófa sig
áfram með í einrúmi áður en það fer að suða undir sænginni. Þá þarf
að passa að þrífa tækið eftir hverja notkun og fjarlægja rafhlöðurnar
svo tækið endist lengur. Nú er málið bara að prófa sig áfram!
S
tórskemmtilegur markaður
fer fram í húsnæði Barber
Theater við Hverfisgötu 37 á
morgun. Að sögn Önnu Sig-
ríðar Pálsdóttur hárhönnuðar verð-
ur þar að finna nóg af gersemum
bæði fyrir konur og karla.
„Vorhreingerningu Barber Thea-
ter er lokið og eftir þá miklu til-
tekt sáum við fullkomið tækifæri
til að halda skemmtilegan markað
sem hressir, kætir og bætir,“ segir
Anna. Á markaðnum má finna fullt
af kvenfatnaði, ýmislegt á strák-
ana, barnaleikföng og eitthvað fal-
legt fyrir heimilið. Anna bætir svo
við að þeir sem versli fyrir meira
en 10.000 krónur fái óvæntan
glaðning frá Barber Theater.
Markaðurinn hefst stundvíslega
klukkan 12 og stendur til klukkan
18. - sm
Skemmtilegur markaður í Barber Theater:
Faldir fjársjóðir
Heldur markað Anna Sigríður Pálsdóttir heldur skemmtilegan markað í húsnæði Bar-
ber Theater á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
OPNUNART
ÍMI
MÁN-FÖS 1
0-18
LAU 11-17
S. 572 3400
Sólgleraugu fylgja með öllum
keyptum gallabuxum.
Firði, Hafnarfirði • Sími 572 3400
Vorum að taka upp
nýja sendingu af
kvartbuxum
Er efsta talan óhneppt...
...hreinsaðu kroppinn fyrir sumarið
ÞÆGILEG LEIÐ TIL AÐ HREINSA LÍKAMANN Á 10 DÖGUM
KUREN 10 daga hreinsikúr (detox)* hefur
hjálpað fjölmörgum að minnka mittismálið,
efla meltingu og bæta dagsformið.
*Ekki þarf að breyta um mataræði á meðan 10 daga KUREN
hreinsikúr stendur en þeir sem vilja léttast er bent á að borða
reglulega léttan og ferskan mat. Auðvelt blandið 25 ml. út í
stórt glas af vatni og drekkið fyrir morgunmáltíð.
50%
afsláttur
Innflutningsaðili:
Prentun.is
Við bjóðum 50% afslátt af KUREN frá 10 maí til 10 júní (ef birgðir endast) á eftirfarandi
sölustöðum: Öllum apótekum, heilsubúðum, Hagkaup, Fjarðarkaup og þín verslun Seljabraut.