Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 16
13. maí 2011 FÖSTUDAGUR16
Föstudagsviðtaliðföstuda
gur Karen Busby, prófessor í lögfræði við háskólann í Manitoba
FLUGAKADEMÍAN
www.keilir.net
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 6. JÚNÍ
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
11
14
1
Leiðandi í flugkennslu
Þ
etta byrjaði með því
að ég hafði verið að
tala um staðgöngu-
mæðrun í tíma og
talaði um hefðbund-
ið viðhorf – að konur
gætu ekki veitt upplýst samþykki
því þær vissu ekki hvernig þeim
myndi líða að lokinni meðgöngu.
Að með staðgöngumæðrun væri
verið að misnota konur og gera
konur og börn að söluvöru. Þetta
hefðbundna femíníska viðhorf.
Og ég er femínisti, allar mínar
rannsóknir hafa verið femínísk-
ar,“ segir Karen spurð um ástæð-
ur þess að hún hóf að skoða stað-
göngumæðrun. Hún segist alltaf
hafa verið á móti staðgöngumæðr-
un, en eftir þennan tíma hafi nem-
andi komið til hennar með grein
um rannsókn með viðtölum við
staðgöngumæður. „Þær sögðust
allar vera mjög ánægðar. Ég hugs-
aði með mér að þetta hlyti að vera
undantekningin frá öðrum rann-
sóknum. Ég gerði það að rannsókn-
arverkefni að lesa allar fræðilegar
rannsóknir um staðgöngumæðrun
og það kom mér á óvart að þær eru
yfir fjörutíu talsins.“ Rannsókn-
irnar sem um ræðir ná til Kanada,
Bandaríkjanna og Bretlands og ein
til Nýja-Sjálands.
Karen segir rannsóknirnar
misstórar en allar skoði þær
staðgöngumæðrun kerfisbund-
ið. Tekin hafi verið viðtöl við
staðgöngumæður, sálfræðilegar
rannsóknir gerðar og farið yfir
sjúkraskýrslur. „Þetta eru því mis-
munandi aðferðir til að komast að
því hvernig staðgöngumæðrum
líður. Allt bendir til þess að vissa
manngerð þurfi til að verða stað-
göngumóðir, en ef fólk finnur
réttu konuna gengur það upp. Það
eru engin merki um misnotkun,
engin merki um að þær geti ekki
veitt samþykki og engin merki
um alvarleg vandamál milli stað-
göngumæðra og verðandi foreldra.
Ég var furðu lostin þegar ég las
þetta. Í hvert skipti sem ný rann-
sókn kom fram hugsaði ég „þessi
hlýtur að sanna að staðgöngu-
mæðrun sé slæm“. Í ljósi þessara
staðreynda er bara ekki hægt að
komast að þeirri niðurstöðu. Í stað-
inn fer maður að hugsa hvað það
var sem varð til þess að tilfellin
gengu upp.“
Dæmigerð staðgöngumóðir í
þessum löndum að mati Karenar
er kona sem er búin að eiga börn,
hefur átt góðar meðgöngur og þótt
þær skemmtilegar og er heima-
vinnandi húsmóðir. „Það sem
drífur hana áfram er að hún er
hamingjusöm og vill veita einhverj-
um öðrum sams konar hamingju.“
Karen segist hafa gert sér grein
fyrir því að treysta verði konum
til að taka ákvörðun af þessu tagi.
„Ef kona segist geta gert þetta og
sálfræðilegt mat er gert sem hún
stenst, þá eigum við að treysta því
að hún geti það.“
Hvað með konur sem hafa verið
þvingaðar eða beittar þrýstingi til
að gerast staðgöngumæður? Það
hefur verið mikið áhyggjuefni.
„Í rannsóknunum sem ég skoð-
aði kom hugmyndin um að gerast
staðgöngumóðir alltaf frá kon-
unni sjálfri. Ég er sammála því að
það er áhyggjuefni að konur séu
beittar þrýstingi en það er ástæð-
an fyrir því að gera yrði mat og
skoða hvert tilfelli vel. Góðir slík-
ir matsmenn gætu séð hvort verið
væri að neyða konur út í þetta.“
Karen viðurkennir þó að konur
á Vesturlöndum hafi meira sjálf-
stæði en konur annars staðar og
að hún myndi ekki bera Vestur-
lönd saman við önnur svæði í
heiminum.
Telur þú þessar áhyggjur fyrst
og fremst eiga við um lönd eins
og Indland, þar sem ekki er mikið
eftirlit með ferlinu?
„Já, þar sem konur gætu
verið neyddar til að eiga börn
fyrir nákomna eða fyrir fólk frá
Vesturlöndum í hagnaðarskyni.“
Og þú hefur sagt að með því að
leyfa staðgöngumæðrun myndi
það minnka framlag Vesturlanda
til misnotkunar á konum í öðrum
og vanþróaðri löndum?
„Já. Ég veit að konur frá Norður-
löndunum koma til Kanada, þó
að þetta eigi ekki við þar. En við
vitum að aðstoð við getnað og með-
göngu á Indlandi veltir meira en
450 milljónum dala á ári. Fólk fer
þangað því það fær ekki aðstoð
í heimalandinu. Mér virðist að
á Íslandi, sem er félagslega vel
mótað samfélag, séu til konur sem
geta þetta og vilja þetta. Ef þetta
verður ekki leyft flyst vandinn
annað.“
Í mörgum löndum er staðgöngu-
mæðrun leyfð í hagnaðarskyni og
Karen er spurð hvað henni finn-
ist um slíkt. Hún segist vita að hér
á landi sé aðeins vilji til þess að
heimila staðgöngumæðrun í vel-
gjörðarskyni. „Í Kanada er stað-
göngumæðrun í velgjörðarskyni
aðeins leyfð, en ég veit að hún
fer einnig fram í hagnaðarskyni,
en ekki í sama mæli og í Banda-
ríkjunum. Þar eru konur sem
gera þetta fyrir peninga, en það
skiptir máli að þær eru samt líka
metnar af fagaðilum. Einn hópur
er eiginkonur hermanna, þetta er
leið fyrir þær til að afla peninga
á meðan þær eru heima með lítil
börn. Ég get ekki séð neitt rangt
við það.“
Hvað með deilur sem upp koma
milli staðgöngumæðra og verð-
andi foreldra, til dæmis ef stað-
göngumóðir vill ekki láta barnið
af hendi?
„Í þessum löndum sem ég hef
skoðað hef ég fundið í mesta lagi
tíu tilfelli þess að upp komi deilur.
Fæst tilfellin eru þannig að kon-
urnar vilji ekki gefa börnin frá
sér, heldur er þetta vegna annars
konar ósættis við foreldrana.“ Hún
segir að alls hafi um þrjátíu þús-
und börn fæðst með hjálp stað-
göngumóður.
En hvað með tilvik þar sem for-
eldrarnir neita að taka við börn-
unum?
„Það gerist nánast aldrei, ég veit
um eitt tilfelli þar sem það hefur
gerst. Auðvitað gæti það þó gerst.“
Karen segir að mikilvægast sé að
staðgöngumæður og foreldrar hafi
komið sér saman fyrir fram um
hvað skuli gera ef í ljós komi að
fóstur hafi til dæmis hjartagalla
eða sé með Downs-heilkenni.
Þetta er ein ástæða þess að
talað er um að fólk geri með sér
samkomulag. Slíkir samningar eru
yfirleitt ekki bindandi, er það?
„Nei. Hefðbundnir viðskipta-
samningar eru bindandi en í fjöl-
skyldumálum er samkomulag
aldrei bindandi. Hins vegar er
það yfirleitt virt. Samkomulag
um staðgöngumæðrun er í mínum
huga eins og annað í þeim málum.
Réttur myndi alltaf dæma eftir því
sem er fyrir bestu.“
Ástæða þess að ég spyr er að
tillagan sem liggur fyrir þinginu
hér leggur einmitt til að samning-
ar verði bindandi og þetta er eitt
þeirra atriða sem hefur verið gagn-
rýnt.
„Mín skoðun er að þetta eigi
ekki að vera bindandi og að verð-
andi foreldrar þurfi ekki að hafa
neinar áhyggjur. Vandræðin verða
þegar verðandi foreldrar eru ekki
tillitssamir og virða ekki stað-
göngumóðurina á meðgöngu. Þau
þurfa að halda henni ánægðri.
Samkomulag þarf því ekki að vera
bindandi því fólk skiptir ekki um
skoðun.“
Karen talaði á Lagaþingi þar
sem yfirskriftin var „er það réttur
allra að eignast barn?“ Er það til-
fellið?
„Ég tel ekki að það sé rétta
spurningin, fyrir mér er svarið
auðvitað neikvætt; það eiga ekki
allir rétt á því að eignast barn.
Spurningin sem ég spurði sem
femínisti var hvort verið væri að
misnota konur með staðgöngu-
mæðrun og svarið var nei. Er stað-
göngumæðrun slæm fyrir börn?
Einu fræðilegu rannsóknirnar
sem við höfum ná til þriggja ára
barna og segja að foreldrar þess-
ara barna standi sig betur en
aðrir.“
Karen er þeirrar skoðunar að
betra sé að leyfa staðgöngumæðr-
un, því annars flytjist vandinn
annað. „Þá kemur fólk til Íslands
með börn sem erlendar staðgöngu-
mæður hafa fætt eða fara með
íslenskar staðgöngumæður til
útlanda. Þá verða vandamálin til.“
Treysta ber ákvörðunum kvenna
Karen Busby er lagaprófessor við Háskólann í Manitoba. Hún hefur gert ýmsar rannsóknir og hefur nú beint sjónum sínum að
staðgöngumæðrun. Hún var á Íslandi fyrr í vikunni á vegum samtakanna Tilveru, sem eru samtök um ófrjósemi, og Staðgöngu,
sem er stuðningsfélag staðgöngumæðrunar á Íslandi. Þórunn Elísabet Bogadóttir spurði hana nokkurra spurninga.
KAREN BUSBY Er þeirrar skoðunar að betra sé að leyfa staðgöngumæðrun, því annars flytjist vandinn annað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fyrir mér er svarið auðvitað ekki, það eiga ekki allir rétt
á því að eignast barn. Spurningin sem ég spurði sem
femínisti var: Er verið að misnota konur með staðgöngu-
mæðrun og svarið var nei.