Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 33
við umhirðu kappreiðahesta. „Mig langaði að komast út í sól- ina og fékk vinnu við að þjálfa og hugsa um veðreiðahesta. Mér finnst ótrúlega gaman á hestbaki og langar mikið að eiga hest. Ég er alveg ákveðin í að kaupa mér hest um leið og ég „meika“ það og eignast fullt af pening. Þetta er svo skemmtilegt og mig dauð- langar aftur í þetta sport, ég hef meira að segja gaman af því að moka skítinn.“ Rósa segist kunna mjög vel við sig úti í náttúrunni og viður- kennir að hún þurfi reglulega að komast burt frá borgarlífinu. Innt eftir því hvort hún gæti hugsað sér að búa í sveit svarar hún því játandi. „Ég væri frekar til í að búa á síðasta bænum í dalnum en í þorpi. Mér finnst samt meira spennandi að eiga sveitabæ ein- hvers staðar þar sem er sól. Ég er meira að segja búin að skoða jörð í Marokkó sem er til sölu. Það væri gaman að geta deilt tímanum sínum á milli Íslands og Marokkó.“ Rósa hefur heim- sótt Afríkulandið fimm sinn- um og fór nú síðast í janúar á þessu ári. Hún segir landið mjög heillandi og kann vel við sig í sólinni þar. „Það er rosalega gott að vera þarna, en maður þarf að gefa sér í það minnsta tvo daga til að venjast menning- unni og umhverfinu. Ég fór þang- að með dóttur mína í vetur og það bjargaði mér alveg að kom- ast aðeins frá skammdeginu og hanga í sólinni.“ SINNIR TÓNLIST AF KRAFTI Rósa á eina dóttur sem er á þriðja aldursári. Sú litla hefur le ikskólagöngu s ína næsta mánudag og segir Rósa mikla eftirvæntingu ríkja á heimilinu vegna þessa. „Ég er búin að vera með hana heima síðan hún fæddist, hún fékk bara ekki leik- skólapláss fyrr. Mér finnst reynd- ar æðislegt að hafa getað verið með hana heima svona lengi og hefði örugglega ekki getað sett hana frá mér sex mánaða. Mér finnst fæðingarorlofið hér á landi allt of stutt, það ætti að vera að minnsta kosti ár.“ Nú þegar Rósa hefur dag- inn lausan til að sinna öðrum málum en barnauppeldi ætlar hún að gefa í og sinna tónlist- inni af enn meiri krafti. „Feld- berg gengur vel og mig lang- ar að gefa allt mitt í það. Ann- ars bíður mín nóg af verkefnum. Mig langar til dæmis að semja handrit að Billie Holiday sýn- ingu, er að vinna að sambaplötu og hljómsveitin Sometime er að klára aðra plötu sína. Svo væri ég líka til í venjulega vinnu og prófa vinnumarkaðinn aðeins eftir svona langt hlé. Framtíðin er sem sagt ný og spennandi,“ segir hún glaðlega að lokum. Ég ásamt dóttur minni á ferðalagi um Marokkó í vetur. Ég ásamt litlum ketti. Þægileg og glæsileg föt fyrir sumarið K yn ni ng Nero Giardini Verð 25.900 Verð 21.900 Prisa Verð 14.900 Einnig til í svörtu, turkis og ljós gráu. Prisa Verð 14.900 Einnig til í gráu. Verð 21.990 Stærðir 38 – 46 Litir: hvítur, ljós grár og svartur - Silkiblanda Silki og bómullarkjóll Verð 16.900 Hálsmen 8.900 Hjá Hrafnhildi Engjateig 5 S: 581-2141 Verð 24.990 Stærðir: S - XXL Verð 18.990 Stærðir: S - XXL Verð 14.990 Litir: kremað og svart Silkiblanda Kello Kringlunni S: 568-4900 Stíll Laugavegi 58 S: 551-4884 TUZZI Kringlunni S: 568-8777
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.