Fréttablaðið - 13.05.2011, Síða 33

Fréttablaðið - 13.05.2011, Síða 33
við umhirðu kappreiðahesta. „Mig langaði að komast út í sól- ina og fékk vinnu við að þjálfa og hugsa um veðreiðahesta. Mér finnst ótrúlega gaman á hestbaki og langar mikið að eiga hest. Ég er alveg ákveðin í að kaupa mér hest um leið og ég „meika“ það og eignast fullt af pening. Þetta er svo skemmtilegt og mig dauð- langar aftur í þetta sport, ég hef meira að segja gaman af því að moka skítinn.“ Rósa segist kunna mjög vel við sig úti í náttúrunni og viður- kennir að hún þurfi reglulega að komast burt frá borgarlífinu. Innt eftir því hvort hún gæti hugsað sér að búa í sveit svarar hún því játandi. „Ég væri frekar til í að búa á síðasta bænum í dalnum en í þorpi. Mér finnst samt meira spennandi að eiga sveitabæ ein- hvers staðar þar sem er sól. Ég er meira að segja búin að skoða jörð í Marokkó sem er til sölu. Það væri gaman að geta deilt tímanum sínum á milli Íslands og Marokkó.“ Rósa hefur heim- sótt Afríkulandið fimm sinn- um og fór nú síðast í janúar á þessu ári. Hún segir landið mjög heillandi og kann vel við sig í sólinni þar. „Það er rosalega gott að vera þarna, en maður þarf að gefa sér í það minnsta tvo daga til að venjast menning- unni og umhverfinu. Ég fór þang- að með dóttur mína í vetur og það bjargaði mér alveg að kom- ast aðeins frá skammdeginu og hanga í sólinni.“ SINNIR TÓNLIST AF KRAFTI Rósa á eina dóttur sem er á þriðja aldursári. Sú litla hefur le ikskólagöngu s ína næsta mánudag og segir Rósa mikla eftirvæntingu ríkja á heimilinu vegna þessa. „Ég er búin að vera með hana heima síðan hún fæddist, hún fékk bara ekki leik- skólapláss fyrr. Mér finnst reynd- ar æðislegt að hafa getað verið með hana heima svona lengi og hefði örugglega ekki getað sett hana frá mér sex mánaða. Mér finnst fæðingarorlofið hér á landi allt of stutt, það ætti að vera að minnsta kosti ár.“ Nú þegar Rósa hefur dag- inn lausan til að sinna öðrum málum en barnauppeldi ætlar hún að gefa í og sinna tónlist- inni af enn meiri krafti. „Feld- berg gengur vel og mig lang- ar að gefa allt mitt í það. Ann- ars bíður mín nóg af verkefnum. Mig langar til dæmis að semja handrit að Billie Holiday sýn- ingu, er að vinna að sambaplötu og hljómsveitin Sometime er að klára aðra plötu sína. Svo væri ég líka til í venjulega vinnu og prófa vinnumarkaðinn aðeins eftir svona langt hlé. Framtíðin er sem sagt ný og spennandi,“ segir hún glaðlega að lokum. Ég ásamt dóttur minni á ferðalagi um Marokkó í vetur. Ég ásamt litlum ketti. Þægileg og glæsileg föt fyrir sumarið K yn ni ng Nero Giardini Verð 25.900 Verð 21.900 Prisa Verð 14.900 Einnig til í svörtu, turkis og ljós gráu. Prisa Verð 14.900 Einnig til í gráu. Verð 21.990 Stærðir 38 – 46 Litir: hvítur, ljós grár og svartur - Silkiblanda Silki og bómullarkjóll Verð 16.900 Hálsmen 8.900 Hjá Hrafnhildi Engjateig 5 S: 581-2141 Verð 24.990 Stærðir: S - XXL Verð 18.990 Stærðir: S - XXL Verð 14.990 Litir: kremað og svart Silkiblanda Kello Kringlunni S: 568-4900 Stíll Laugavegi 58 S: 551-4884 TUZZI Kringlunni S: 568-8777

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.