Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 10
13. maí 2011 FÖSTUDAGUR10 DÓMSMÁL Íslenska ríkið hefur verið dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða íslenskum karlmanni 600 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í um það bil tvo sólarhringa vegna rannsóknar lögreglu á mansals- máli og hafði krafist sjö milljóna í bætur. Málið sem um ræðir hófst þegar nítján ára stúlka frá Litháen kom hingað í október 2009. Fimm Lithá- ar voru dæmdir í fangelsi fyrir mansal, en Íslendingur sýknaður. Lögreglan á Suðurnesjum gerði húsleit hjá þeim sem nú fær bætur í tengslum við málið, hleraði síma hans og handtók hann síðan vegna gruns um aðild að mansalsmálinu. Héraðsdómur úrskurðaði mann- inn í vikulangt gæsluvarðhald en Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi tveimur dögum síðar. Mál gegn manninum var síðan fellt niður. Í dómi héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi fundið fyrir miklum kvíða eftir að hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi og ekki getað sofið eftir það. Hann hafi verið í miklu tilfinningalegu uppnámi og notað um skeið svefn- lyf og kvíðastillandi lyf. Hann krafðist 7 milljóna króna í bætur en dómurinn taldi hæfilegar miskabætur 600 þúsund krónur. - jss milljóna króna var krafist en dómur taldi 600.000 hæfilegt.7 Borgardekk LANDBÚNAÐUR „Bændur segjast á næstu fimm árum treysta sér til að auka framleiðsluna um tíu til tutt- ugu prósent,“ segir Sindri Sigurgeirs- son, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Vegna horfa á auknum útflutn- ingi segir hann möguleika til aukinnar fram- leiðslu hafa verið til umræðu á fundum með bænd- um. Samkvæmt upp- lý s i n g u m s e m Landssamtök sauð- fjárbænda hafa frá sláturhúsum voru í fyrra framleidd 9.166 tonn af kindakjöti hér á landi (þar af voru 8.277 tonn lambakjöt). Fimmtungsfram- leiðsluaukning myndi því þýða að hér yrðu framleidd rétt tæp ellefu þúsund tonn af kindakjöti. Innan þeirrar aukningar myndi því rúm- ast sú 2.200 tonna útflutningstoll- kvótaaukning sem sláturleyfishaf- ar hafa farið fram á að Íslendingar semji um við Evrópusambandið. Í fyrra var hins vegar alls flutt út 3.571 tonn af heildarframleiðsl- unni, eða tæp 39 prósent. Sindri segir bændur hins vegar leggja höfuðáherslu á að auka sjálfbærni í framleiðslunni, komi til aukningar. „Menn ætla ekk- ert að fara að ganga á landið. Við höfum snúið við þeirri þróun að gróðurþekjan eyðist og hún er nú í fyrsta sinn farin að stækka. Við viljum aldrei fá það í sama farið, þó svo að við kennum vitanlega ekki sauðkindinni um þetta allt saman,“ segir hann. Bændur segir Sindri hins vegar mjög víða eiga byggingar sem nýta megi til framleiðsluaukning- ar. „Við höfum því hvatt menn til að auka framleiðsluna með ábyrg- um hætti, nýta betur stofninn sem fyrir er og svo að skoða möguleika á að fjölga fénu og nýta bygging- ar sem eru á lausu eða eru í næsta nágrenni. Við erum ekki að hvetja til þess að menn fari að byggja fjárhús. Það teljum við ekki raunhæft.“ Þá segir Sindri bænd- ur ræða mikið um nauð- syn þess að sláturleyf- ishafar eigi í samstarfi um útflutning kjöts úr landi. „Við leggjum áherslu á að heima- markaði sé sinnt full- komlega. Svo geta hlutir náttúr- lega farið á versta veg, krón- an getur styrkst, eftirspurn breyst og allt hrun- ið á e i n n i nóttu,“ segir hann og vísar til mögulegra áfalla á borð við fregnir af díox- ínmengun og annað slíkt. „Menn þurfa að vera við öllu búnir og mikilvægt er að anda með nefinu í þessu eins og öðru.“ Núna sjái íslenskir bændur hins vegar sóknarfæri í að koma íslensku lambakjöti á framfæri í þeim samdrætti sem nú sé á heimsmarkaði. Lykillinn að varan- legum árangri í því sé að marka íslensku kjöti sérstöðu. „Þá kemur ekkert annað kjöt í staðinn fyrir það.“ olikr@frettabladid.is Líkur eru á að afkoma sauðfjár- bænda myndi batna til muna kæmi til Evrópusambandsað- ildar Íslands. Þetta kemur fram í bakgrunnsskýrslu sem Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands vann sumarið 2009 fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaaðila. Í skýrslunni var leitast við að leggja mat á stöðu íslenskra búa innan ESB miðað við þá lausn sem Finnland samdi um við aðild að sambandinu. Í skýrslunni kemur fram að við aðild og gefnar forsendur yrði líkast til engin breyting á verði dilka- eða nautakjöts til neytenda, en líklegt væri að mjólk myndi lækka í verði um 56 prósent, svínakjöt um 35 prósent, egg um 59 prósent og kjúklingur um 73 prósent. Við aðild myndu nær allar hömlur á út- og innflutningi landbúnaðarafurða falla niður hvað ríki ESB varðaði. Verð- fall kjúklingakjöts myndi því eflaust valda samdrætti í neyslu kindakjöts hér á landi. „Ekki er hins vegar ástæða til að ætla að samdráttur leiði til lækkunar á verði kindakjöts, enda eru útflutningsmögu- leikar íslenskra sauðfjárbænda umtalsverðir til lengri tíma litið eins og þróun undan- genginna ára hefur sýnt,“ segir í skýrslunni. „Samdráttur í sölu innanlands myndi því að öllum líkindum leiða til aukins útflutnings en ekki verðlækkana.“ Í bakgrunnsskýrslunni kemur einnig fram að breyting á styrkjaumhverfi sem yrði við aðild Íslands að ESB í „finnsku samningsumhverfi landbún- aðarmála“ myndi engu breyta um afkomu sauðfjárbænda. „Norðurslóðastuðningur kæmi þar til viðbótar og myndi gera afkomu þeirra umtalsvert betri en nú er,“ segir þar. Sauðfjárbændur græða á ESB-aðild SINDRI SIGURGEIRSSON Kjötframleiðsla gæti aukist um fimmtung Á næstu fimm árum gætu sauðfjárbændur aukið framleiðslu sína um 10 til 20 prósent án þess að bæta við húsakosti. Horft er til möguleika tengdra auknum út- flutningi afurða. Best að flýta sér hægt, segir formaður samtaka sauðfjárbænda. 1 Hvað heitir ekkja sænska spennusagnahöfundarins Stiegs Larsson? 2 Hvaða kempa var rekin af velli í leik Vals og ÍBV á Hlíðarenda á miðvikudagskvöld? 3 Hvaða útvarpskona ritar nú ævisögu söngkonunnar dáðu Ellyjar Vilhjálms? SVÖR 1. Eva Gabrielsson. 2. Tryggvi Guðmunds- son. 3. Margrét Blöndal 1.500 1.200 900 600 300 0 20 08 20 09 20 10 20 11 Þróun á skuldatryggingarálagi ríkis- sjóðs frá frá miðjum maí 2008 til maí 2011 Heimild: Keldan Skuldatryggingarálag VIÐSKIPTI „Það er fylgni á milli þess þegar Seðlabankinn kaup- ir aftur erlend skuldabréf rík- issjóðs og þess að álagið lækk- ar,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur á greiningardeild Íslandsbanka. Skuldatryggingarálag á ríkis- sjóð hefur lækkað jafnt og þétt frá því að Seðlabankinn keypti evrubréf fyrir 57 milljarða króna í síðustu viku. Það stendur nú í 214 stigum og hefur ekki verið lægra síðan um miðjan júní fyrir tæpum þremur árum. Hæst fór álagið í tæp 1.500 stig í bankahruninu 10. október 2008. Á lag ið nú merkir að það kostar 2,14 pró- sent af nafn- virði skulda- bréfa til fimm ára að tryggja þ a u g e g n greiðslufalli. Þegar verst lét var álagið um fimmtán prósent. Skuldabréfin sem Seðlabankinn keypti að hluta eru á gjalddaga á þessu ári og því næsta. Þau voru upphaflega jafnvirði 204 millj- arða króna að nafnvirði. Bankinn hefur verið að kaupa bréfin jafnt og þétt. Eftir síðustu kaup standa eftir bréf upp á 73 milljarða króna. Í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa á dögunum sagði að kaupin ættu jafnframt að hafa jákvæð áhrif hjá matsfyrirtækj- um þegar þau endurskoðuðu næst lánshæfismat Íslands. Eitt mats- fyrirtæki hefur sett lánshæfis- matið í ruslflokk og hin tvö eru með það einu haki þar fyrir ofan hann. - jab Skuldatryggingarálag á ríkissjóð hefur ekki verið lægra síðan fyrir bankahrun: Gæti bætt lánshæfismatið JÓN BJARKI BENTSSON DANMÖRK Mikil aukning hefur verið á því að þeir sem leita til tannlæknis í Danmörku biðji um að vera svæfðir. Margir tannlæknar þar í landi auglýsa sérstaklega að boðið sé upp á svæfingu og eru það helst fólk sem þjáist af ótta við tann- lækna sem sækir í slíkt, að því er segir í blaðinu 24timer. 20 svæf- ingalæknar fara á milli tann- læknastofa í þessum tilgangi. Ekki eru allir tannlæknar þó sannfærðir um ágæti þess að svæfa sjúklinga og talsmaður lýðheilsustofnunar þar í landi segir að svæfing eigi að vera lokaúrræði í þessum málum. - þj Danir leita í svæfingu: Svæfðir fyrir tannlæknatíma FLEIRI SVÆFÐIR Danir sækjast í síauknum mæli eftir því að vera svæfðir fyrir tannlæknatíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Karlmanni dæmdar bætur í kjölfar mansalsmáls: Fann fyrir miklum kvíða eftir varðhald DANMÖRK Samtök danskra reið- hjólaeigenda vilja láta lækka hámarkshraða bifreiða í bæjum úr 50 kílómetra hraða á klukkustund niður í 40. Hjólreiðamenn vísa í nýja rannsókn sem sýnir fram á að 10 prósentum lægri meðalhraði fækki slysum um 40 prósent. Samtökin þrýsta nú á þingmenn að koma þessu í kring en tals- maður stjórnarflokkanna er ekki á sama máli. Hann segir að sums staðar innan bæja skapist engin hætta af því að keyra á 50 eða jafnvel hraðar. Hins vegar gildi nú þegar lægri hámarkshraði þar sem aðstæður krefjist þess. - þj Danskir hjólreiðamenn: Vilja sjá lægri hámarkshraða VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.