Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 52
13. maí 2011 FÖSTUDAGUR36
folk@frettabladid.is
Pippa Middleton, yngri systir Katr-
ínar hertogaynju, hyggst höfða
mál á hendur nokkrum slúður-
blöðum fyrir að birta myndir af
sér og systur hennar á snekkju í
bikiní samkvæmt AP-fréttastof-
unni. Birting myndanna hefur leitt
til þess að Middleton-fjölskyld-
an hefur kvartað til siðanefndar
Blaðamannafélags Bretlands.
Á myndunum sjást þær systur
stinga sér til sunds í baðfötunum
einum saman við hvítar strendur
Ibiza á meðan Vilhjálmur prins
horfir á. Myndirnar voru teknar
fyrir nokkrum árum og hafa birst
í News of the World, Daily Mail,
Mail on Sunday og Daily Mirror.
Middleton-fjölskyldan hefur verið
lítt hrifin af þeim áhuga sem bresk-
ir fjölmiðlar hafa sýnt henni og er
talið að kvörtunin til siðanefndar-
innar og væntanleg kæra marki
upphafið að stirðum samskiptum
hennar og gulu pressunnar.
Middleton-fjölskyldan hefur
jafnframt áhyggjur af myndum
sem hafa birst af Pippu á banda-
rískum vefsíðum en þar sést hún
meðal annars fáklædd í djörfum
dansi. Pippa sló eftirminnilega
í gegn í brúðkaupi systur sinnar
þegar hún mætti í ákaflega þröng-
um kjól frá Alexander McQueen
og hafa fjölmiðlar verið á hött-
unum eftir safaríkum sögum um
þessa sætu systur.
Frægðin bítur frá sér
VINSÆL Pippa Middleton er orðin fræg
eftir að hafa nánast stolið senunni í
konunglegu brúðkaupi stóru systur
hennar. Hún hyggst höfða mál á hendur
nokkrum breskum blöðum fyrir birtingu
á myndum af sér.
4
Platan Guðjón Rúdolf – Regnbogi
kemur út í dag. Hún er samvinnu-
verkefni þeirra Guðjóns Rúdolfs
Guðmundssonar og Þorkels Atla-
sonar. Áður hafa þeir gefið út
plöturnar Minimanu og Þjóðsöng.
Þrennir tónleikar verða haldnir í
tilefni útgáfunnar, á Hótel Laugar-
hóli í Bjarnarfirði í kvöld, Hafnar-
húsinu annað kvöld og á Bar 46 á
sunnudag. Allir tónleikarnir hefj-
ast kl. 21. Hljómsveitin Dularfulla
stjarnan leikur á tónleikunum.
Hana skipa, auk Guðjóns og Þor-
kels, þeir Júlíus Ólafsson, Árni
Kristjánsson, Eiríkur Stephensen,
Björn Erlingsson og Bjarni Friðrik
Jóhannesson.
Gefa saman út Regnboga
NÝ PLATA Guðjón Rúdolf og Þorkell
Atlason hafa gefið út nýja plötu.
VERÐUR NAFNIÐ á nýrri plötu Beyoncé Knowles.
Fjórir er happatala söngkonunnar en hún fæddist 4. sept-
ember og gifti sig 4. apríl.
Atvinnumaðurinn fyrr-
verandi Brett Kirk er á
ferðalagi um heiminn til að
kynna ástralskan fótbolta.
Hann segir íslenska and-
spyrnumenn vera metn-
aðarfulla og hafa mikla
ástríðu fyrir íþróttinni.
Brett Kirk lagði nýverið skóna
á hilluna eftir farsælan tólf ára
atvinnumannaferil í heimalandi
sínu Ástralíu. Þar var hann fyrirliði
úrvalsdeildarliðsins Sydney Swans
og þótti harður í horn að taka.
„Ég er mjög þakklátur að geta
gefið eitthvað til baka því ég naut
þeirra forréttinda að vera atvinnu-
íþróttamaður með góð laun. Núna
get ég hjálpað öðru fólki og kennt
því íþróttina sem ég elska,“ segir
Kirk, sem stundum er kallaður
Captain Kirk eins og persónan úr
þáttunum Star Trek. Hann lagði af
stað frá Ástralíu í janúar og hefur
ferðast með fjölskyldu sinni undan-
farna þrjá mánuði um allan heim,
meðal annars til Srí Lanka, Ind-
lands, Suður-Afríku og Evrópu. „Ég
hef spilað fótbolta á öllum þessum
stöðum og reynt að miðla af reynslu
minni,“ segir hann.
Í áströlskum fótbolta eru átján
keppendur inni á vellinum í hvoru
liði. Markmiðið er að koma bolt-
anum í gegnum mark andstæðing-
anna og aðalleiðin til þess er að
sparka boltanum á milli tveggja
hárra stanga. Leikmenn mega nota
bæði hendur og fætur til að koma
boltanum áfram.
„Á þeim stöðum sem ég hef heim-
sótt, eins og á Íslandi, hefur íþrótt-
in sprottið upp af sjálfu sér. Síð-
ustu hundrað árin hefur íþróttin
bara verið spiluð í Ástralíu en núna
sjáum við hvað hún hentar vel fyrir
fólk úti um allan heim,“ segir Kirk
og bendir á að hver sem er geti
spilað fótboltann.
Aðspurður segir hann það hafa
komið sér mjög á óvart að Íslend-
ingar spiluðu ástralskan fótbolta.
„Þetta er nyrsti punkturinn frá
Ástralíu og að komast að því að
Íslendingar séu að spila íþróttina
sem ég ólst upp við er magnað. En
ég hef æft með strákunum og þeir
hafa mikinn metnað og ástríðu
fyrir íþróttinni og vilja gera hana
ennþá vinsælli.“ Kirk er einnig að
kynna heimsmeistaramótið í ástr-
ölskum fótbolta sem verður haldið
í Ástralíu í ágúst. Heimamenn taka
ekki þátt, enda er Ástralía eina
landið í heiminum sem starfrækir
atvinnumannadeild.
Eftir dvölina á Íslandi er för
Kirks heitið til Danmerkur og því
næst heimsækir hann friðarlið
í Tel Aviv. Það er skipað blöndu
leikmanna frá Ísrael og Palestínu,
sem undirstrikar hvernig íþrótt á
borð við ástralskan fótbolta getur
sameinað ólíka menningarheima.
Nánari upplýsingar um ferðalag
Kirks um heiminn má finna á síð-
unni Brettkirk.com.au.
freyr@frettabladid.is
Mikill metnaður á Íslandi
Á ÍSLANDI Brett Kirk hefur verið á Íslandi að undanförnu við kynningu á áströlskum
fótbolta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Andspyrnusamband Íslands var stofnað fyrir um tveimur árum og eru þrjú
lið starfandi, öll á höfuðborgarsvæðinu. Vegna plássleysis eru níu í hvoru liði
hér á landi en ekki átján. Sambandið ætlaði að senda lið á heimsmeistara-
mótið í Ástralíu í ágúst en hætti við það. Í staðinn hefur stefnan verið sett á
Evrópubikarmótið í Belfast í október. Norska landsliðið er einnig væntanlegt
til landsins í september og ætlar að keppa við Íslendinga.
STEFNA Á EVRÓPUBIKARMÓT Í BELFAST
SPJALDTÖLVA
SEM ÞÚ GETUR
STUNGIÐ Í VASANN
29.995verðfrá
Archos 28 er lítil og nett spjaldtölva með Android 2.2
stýrikerfinu og 2,8” LCD snertiskjá. Archos styður allar
helstu hljóð- og hreyfimyndaskrár, er með þráðlausa
nettengingu, netvafra og tölvupóststuðning. Einnig
hægt að fá með 3,2", 4,3", 7" og 10,1" skjá en þá kostar
hún auðvitað meira.
Frábær margmiðlunarspilari, möguleiki á Word, Excel
og PowerPoint, flash-spilari, stuðningur við rafbækur
o.fl. Hvað þarftu meira?
Verslun
Ármúla 26
522 3000
Opið:
virka daga:
9.30–18
laugardaga:
12–17
V i l t u v i t a m e i r a
u m þ e t t a t æ k i ?
www.hataekni . is /archos
TM
Office
Facebook Flash Snertiskjár 3D leikir
Android WiFi UPnP OpenGL