Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.05.2011, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 13.05.2011, Qupperneq 28
2 föstudagur 13. maí núna ✽ Sumar og sól augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is og Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 blogg vikunnar New York, New York Bloggið www. lefashionimage. blogspot.com er skemmtileg lesning. Þar eru fallegar myndir og flott tíska sem hvort tveggja gleður augað. Síðunni er haldið úti af stúdínu frá New York, sem eins og svo mörgum öðrum stúdínum finnst gaman að láta sig dreyma um að eignast fallegar flíkur og ferðast til framandi landa. Þessum draumum deilir hún svo með heimsbyggðinni á netinu. Íslenskt, já takk! Hin íslenska Hildur Ragnars held- ur úti bloggsíðunni www.hilrag. com. Síðan er stútfull af flottri tísku, björtum litum og skemmtilegu skarti. Hún er einnig uppfærð mjög reglulega og því er þetta síða sem má heimsækja nán- ast daglega. Danska tímaritið Cover heimsótti Dóru Dúnu Sighvatsdóttur og fékk að mynda bæði hana og heimili hennar í bak og fyrir. Afrakstur heimsóknarinnar má sjá í nýjasta tölublaði tímaritsins. Dóra Dúna hefur búið í Kaup- mannahöfn í fjögur ár og deilir fallegri íbúð með danskri kærustu sinni, Djunu Barnes, sem er vin- sæll plötusnúður þar í borg. Dóra Dúna rekur einnig kaffihúsið The Log Lady í hliðargötu af Strikinu. Viðtalið í Cover er mjög veglegt og þar svarar Dóra öllum spurning- um blaðamanns samviskusam- lega ásamt því að sýna honum íbúðina sína, sem er afskaplega falleg. - sm Viðtal við Dóru Dúnu Sighvatsdóttur í Cover: Býður í heimsókn Býður í heimsókn Tískutímaritið Cover heimsótti kaffihúsaeigandann Dóru Dúnu Sighvatsdóttur á dögunum. Viðtalið við hana má lesa í nýjasta tölublaði Cover. Á VARIRNAR Chubby Stick varasalvinn frá Clinique gerir varirnar silkimjúkar og fallegar. Varasalvinn fæst í átta ólíkum litum og gefur vörunum því léttan lit ásamt því að koma í veg fyrir þurrk. Stórsniðugt í snyrtibudduna í sumar. Þ óra Eggertsdóttir og Guðrún Heimisdóttir standa á bak við hönnunarfyrirtækið Puzzled by Iceland. Þær hafa þróað og framleitt púsluspil sem eru sér- staklega hugsuð sem minjagripir. Samstarf vinkvennanna, sem hafa þekkst í áratug, hófst á meðan þær voru báðar í fæðing- arorlofi. Einn dag er þær sátu á kaffihúsi veltu þær fyrir sér hvað tæki við að orlofinu loknu og ákváðu að stofna fyrirtæki saman. „Við ákváðum að skapa okkar eigið starf og stofna fyrirtæki; það eina sem vantaði upp á var hvers konar fyrirtæki við ættum að stofna,“ útskýrir Guðrún glaðlega. Þær stöllur skrifuðu niður ýmsar ól íkar hugmyndir að fyrirtækjum og ákváðu að lokum að vinna áfram með hugmynd- ina að púslunum. Þær fengu til liðs við sig nokkra áhugaljós- myndara sem þær fundu á vef- síðunni Flickr.com og að lokum höfðu þær uppi á framleiðanda í Kína. Fallegar myndir úr ís- lenskri náttúru prýða púslu- spilin, þar á meðal ljósmynd af Öxarárfossi, Hvítserki, litlu lambi og fallegu hrossi, svo fátt eitt sé nefnt. Hverju púsli fylgir einnig skemmtilegur fróðleikur um myndefnið. „Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar en þar sem fyrstu púslin komu út í nóvem- ber höfum við enn ekki upplifað ferðamannasumar á Íslandi. Við erum mjög spenntar fyrir sumrinu og höfum beðið lengi eftir því.“ Þær Þóra og Guðrún hlutu annað sætið í Gullegginu hjá Inn- ovit og ætla að nota þann styrk til að fara út með vörumerk- ið, sem þær hafa fengið skrá- sett. „Vörumerkið heitir Puzzled by og okkur langar að þróa það áfram. Kannski verða eftir nokk- ur ár einnig komin púsluspil sem heita þá Puzzled by Norway eða Germany,“ útskýrir Guðrún. Puzzled by Iceland fæst meðal annars í Minju, Eymundsson og Leifsstöð. - sm Guðrún Heimisdóttir og Þóra Eggertsdóttir hanna falleg púsl: HUGMYNDIN FÆDDIST Í ORLOFI Puzzled by Þóra Eggertsdóttir, til vinstri, og Guðrún Heimisdóttir ásamt dætrum sínum, Alexöndru og Huldu. Vinkonurnar hanna skemmtileg púsl sem hafa slegið í gegn. MYND/TOMASZ ÞÓR VERUSON STJÖRNUMAMMA Söngkonan Gwen Stefani sást rölta um stræti Lundúna með yngri son sinn, Zuma. Söngkonan var flott klædd að venju.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.