Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 18
18 13. maí 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Tónlistarhúsið Harpa er glæsilegt mannvirki enda um að ræða dýr- asta hús Íslandssögunnar. Undarlegt er að á þeim tímamótum, sem opnun húss- ins er, virðast nokkrir af helstu fjöl- miðlum landsins kjósa að fjalla einung- is á jákvæðan hátt um húsið. (Hljómar kunnuglega.) Sumir fjölmiðlar einblína á viðbrögð ánægðra tónleikagesta en eru skattgreiðendur sáttir við að greiða stofn- og rekstrarkostnað í 35 ár? Full þörf er á að fjallað sé á gagnrýninn hátt um Hörpu eins og önnur verkefni og skattgreiðendur upplýstir um kostnað og óhjákvæmilega skuldadaga. Í bæklingi um húsið, sem dreift hefur verið inn á hvert heimili, er ýtarlega fjallað um ýmsa þætti byggingarinnar en ekki minnst á kostnað. Í slíkum bæklingi hefði verið kjörið að upplýsa alþjóð um kostnað við bygginguna og heildarskuld- bindingu skattgreiðenda. Skuldir hússins eru a.m.k. sá hluti þess, sem allir lands- menn munu eiga sameiginlega. Harpa er dæmi um opinbert verkefni, sem stjórnmálamenn voru í upphafi fengnir til að styðja á grundvelli hóflegra kostnaðaráætlana en á síðari stigum hækkaði kostnaður upp úr öllu valdi. Árið 1997 var rætt um að hægt væri að byggja gott tónlistarhús í Laugardal fyrir 1.550 milljónir króna. Árið 1998 hafði áætlunin hækkað í 2.500 milljónir og 1999 var hún komin í 3.500-4.000 millj- ónir. Í ársbyrjun 2002 var áætlað að húsið myndi kosta um 5.000 milljónir króna og árið 2003 var talan komin í 6.300 millj- ónir. Þegar hafist var handa við byggingu hússins var gert ráð fyrir því að bygging- arkostnaður yrði um 12,5 milljarðar króna eða um 20 milljarðar að núvirði. Ekki liggja fyrir nýjar upplýsingar um heildar- kostnað við bygginguna en hann er a.m.k. 28 milljarðar króna. Standist sú tala er fermetraverðið um ein milljón króna. Vonandi standast yfirlýsingar aðstand- enda hússins um að erlendir verktakar beri að mestu leyti kostnað vegna þegar framkominna galla við glerhjúp hússins. Málsmetandi arkitektar og verkfræðingar hafa þó lýst yfir áhyggjum yfir að mikil hætta sé á að frekari gallar muni koma í ljós, t.d. í stálvirki og gluggum hússins. Gott væri fyrir skattgreiðendur að vita hvort áhættumat hafi farið fram á bygg- ingunni m.t.t. til slíkra galla. Ósigur skattgreiðenda Harpa Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s. S tundum þarf að benda á sjálfsagða hluti, sem eiga að liggja í augum uppi og vera á hvers manns vitorði en eru það af einhverjum orsökum ekki. Þetta er gert í svokall- aðri skoðun Viðskiptaráðs, sem sagt var frá hér í blaðinu í vikunni. Viðskiptaráð bendir á þá staðreynd að „sterkur einkageiri og uppbygging atvinnugreina sem skapa verðmæti er forsenda þess að hið opinbera hafi burði til að veita þá þjónustu sem því er falið að veita“. Þetta skýra samhengi virðist hins vegar hafa farið að verulegu leyti framhjá þeim sem ráða nú efnahagsstefnunni. Umsvif hins opinbera hafa ekki verið skorin niður til samræmis við samdráttinn í tekjum ríkis- ins vegna efnahagskreppunnar, heldur hafa verið lagðir stór- auknir skattar á atvinnulíf og launþega til að brúa bilið, en um leið er tafið fyrir því að einka- geirinn nái sér á strik. Viðskiptaráð hefur reiknað út svokallaðan stuðningsstuðul atvinnulífsins, þ.e. hvað hver starfsmaður í einkageiranum stend- ur með þeim verðmætum sem hann skapar undir afkomu margra annarra sem eru ýmist starfsmenn hins opinbera eða þiggja af því lífeyri, styrki og bætur. Útkoman er sú að hver starfsmaður á almennum vinnumarkaði stóð á síðasta ári að baki 1,54 öðrum. Hlutfallið hefur hækkað úr 1,29 árið 2007 og byrðar einkageirans því aukizt um tæplega fimmtung. Í skoðun Viðskiptaráðs er bent á það augljósa; að atvinnurekst- ur sem byggir á einkaframtaki er undirstaða þess velferðarkerfis sem byggt hefur verið upp á Íslandi. Til að stjórnvöld geti staðið við yfirlýst samfélagsleg markmið þurfi þau að tryggja vöxt og viðgang einkageirans og draga úr áherzlum á atvinnugreinar sem geta ekki staðið undir sér sjálfar heldur byggja á ríkisstuðningi. „Lítið fer fyrir áherslum af þessu tagi í stjórnmálaumræðu um þessar mundir,“ segir Viðskiptaráð og hefur þar alveg rétt fyrir sér. Skattabreytingar, andúðin á erlendum fjárfestingum í atvinnulífinu í stjórnarliðinu og þær grundvallarbreytingar sem nú er lagt til að gerðar verði á fiskveiðistjórnunarkerfinu eru til merkis um að ríkisstjórnin hefur takmarkaðan skilning á þessu augljósa samhengi. Umræðan eftir hrun hefur verið allt of neikvæð í garð atvinnu- lífsins í heild og full alhæfinga, í stað þess að horft sé á þá þætti sem fóru úrskeiðis og reynt að læra af mistökunum. Þótt útrás í boði bankanna hafi misheppnazt þýðir það ekki að hægt sé að loka íslenzkt atvinnulíf af frá alþjóðavæðingunni; þá dragast lífskjör hér einungis aftur úr því sem gerist í nágrannalöndunum. Þótt stjórnendur einkafyrirtækja hafi gert mistök og keyrt þau í þrot þurfum við áfram á einkarekstri að halda. Þótt of mikil áhætta hafi verið tekin þurfum við áfram á að halda frumkvöðlum sem eru reiðubúnir að hætta fé sínu við uppbyggingu öflugra fyrir- tækja, í þeirri von að þau muni skila þeim arði. Allt þetta er áfram nauðsynlegt til að tryggja velferðina. Viðskiptaráð bendir á það augljósa: Hvernig er velferðin tryggð? Klassískt Sumir segja að stjórnmál séu fyrirsjáanleg. Það kristallast ágætlega í nýrri skýrslu nefndar um framtíð verð- tryggingarinnar, sem Eygló Harðardóttir veitti forystu. Fulltrúar Framsóknar- flokksins og Hreyfingarinnar, auk Lilju Mósesdóttur, skila nokkuð herskáu sératkvæði og komast að þeirri niðurstöðu að þvinga beri verð- trygginguna niður með handafli. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins skilar sératkvæði sem í öllum aðalat- riðum snýst um að verja beri sparifjáreigendur. Fulltrúi Sam- fylkingarinnar sér hins vegar bara eina lausn á vandanum: Að ganga í Evrópusambandið. 2009 Andstaða Péturs H. Blöndal, full- trúa Sjálfstæðisflokksins, við afnám verðtryggingar er athyglisverð. Fyrir tveimur árum sagði flokksformaður hans nefnilega í viðtali við Frétta- blaðið að hann vildi hana burt og ætlaði að beita sér fyrir því. Í sama viðtali sagðist hann reyndar líka vilja að Ísland léti reyna á aðildarviðræður við Evrópusambandið og tæki helst upp evru, þannig að það gæti svo sem hafa breyst. Þrautseigja Fyrir tveimur mánuðum lagði Einar K. Guðfinnsson fram fyrirspurn til fjár- málaráðherra um það hversu margir hefðu laun yfir einni milljón og við hvað þeir störfuðu. Hann fékk það svar í síðustu viku að 1.251 hefði haft slík laun árið 2009 en að ráðuneytið hefði ekki upplýsingar um starfs- stéttirnar. En Einar er ekki af baki dottinn og í gær lagði hann fram nýja fyrirspurn til ráðherrans. Hún hljóðar svo: „Hvernig er skipting þeirra sem eru með mánaðarlaun yfir 1 millj. kr. eftir atvinnugrein- um?“ Við skulum sjá hvort tilraun tvö ber meiri ávöxt. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.