Fréttablaðið - 13.05.2011, Síða 6

Fréttablaðið - 13.05.2011, Síða 6
13. maí 2011 FÖSTUDAGUR6 SLYS Níu manns voru fluttir á spít- ala með misvæg eitrunareinkenni vegna ofnhreinsiefnis sem lak í tónlistarhúsinu Hörpu um miðjan dag í gær. Fólkið fann fyrir sviða, hósta og ógleði meðal annars. Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Hörpu og lögregla lokaði svæð- inu í kringum húsið. Húsið var rýmt um stund en hættuástandi svo aflýst rétt fyrir klukkan sex. Verið var að hreinsa ofna á veit- ingastaðnum Munnhörpunni og barst hreinsiefni í öryggiskerfi hússins, sem nam lekann. Að sögn Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur tónlistarstjóra mun atvikið ekki hafa áhrif á opnunarhátíðina í dag. - þeb TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk Nýjar og betri umbúðir! UTANRÍKISMÁL Utanríkisráðherrar aðildarríkja Norðurskautsráðsins undirrituðu í gær í Nuuk á Græn- landi samning um leit og björgun á norðurslóðum. „Þessi samningur skiptir miklu máli fyrir Ísland og aðrar þjóð- ir vegna þess að hann tryggir greiðara samstarf yfir lögsagnar- mörk. Ef í nauðir rekur verður hægt að nýta getu annarra þjóða til þess að koma að leit og björgun,“ sagði Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra að lokinni undirskrift samningsins. Auk hans undirrituðu samning- inn utanríkisráðherrar hinna aðild- arríkja Norðurskautsráðsins, sem eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Rússland, Kanada og Bandaríkin. Össur lagði áherslu á að gagn- kvæmu skuldbindingunum fylgdi aukið öryggi. „Þær gera okkur sem höfum yfir stóru umdæmi að ráða miklu tryggari þegar umferð fer að aukast hér, til dæmis flutningar á stórum olíuskipum og þegar ný svæði til vinnslu fara að opnast.“ Siglingar allt árið á norðurslóð- um verða miklu fyrr en áður var talið, að sögn Össurar. „Samkvæmt því sem vísindamenn sýndu hér á ráðstefnunni gætu siglingar nánast allt árið orðið innan tíu ára í stað þrjátíu til fjörutíu ára eins og áður hafði verið áætlað. Ástæðan er sú að stór svæði munu bráðna algjör- lega. Það sem er að vetrinum er bara lagnaðarís liðins árs og þegar er verið að byggja skip sem hæfa til þess konar flutninga.“ Um tímamótasamning er að ræða að mati fulltrúa aðildarríkjanna. „Þetta er mjög mikilvægur samn- ingur, bæði vegna innihalds hans og vegna þess að eftir fundinn hér í Nuuk voru það almenn sammæli allra að samningurinn ætti að vera fordæmi fyrir fleiri samninga.“ Össur tók það fram að Íslendingar hefðu barist fyrir gerð samnings um mengunarvarnir. „Ég átti til dæmis orðaskipti við Rússa og þeir lýstu því yfir að þeir litu svo á að þessi samningur væri gegnumbrot og að í anda hans ætti að gera fleiri samninga, til dæmis samning um mengunarvarnir ef olíuslys yrðu. Það má segja að þegar Rússar eru komnir um borð í þetta er björninn unninn. Þetta verður næsta verk.“ ibs@frettabladid.is Tímamótasamningur um leit og björgun Aðildarríki Norðurskautsráðsins hafa undirritað samning um öryggi á norður- slóðum. Siglingar nánast allt árið gætu orðið innan tíu ára. Samningurinn þykir mikilvægt fordæmi. Ísland vill samning um mengunarvarnir. Rússland Bandaríkin Kanada Danmörk (Grænland) Ísland Noregur Svíþjóð Finnland Kort af leitar- og björgunarsvæðum aðildarríkja Norðurskautsráðsins Norð urheimskautsbaugur Svæðismörk leitar og björgunar Kanada-Danmörk Kanada-Bandaríkin Danmörk-Ísland Danmörk-Noregur Finnland-Noregur Finnland-Svíþjóð Finnland-Rússland Ísland-Noregur Noregur-Svíþjóð Noregur-Rússland Rússland-Bandaríkin Suðurmörkin Norðurslóðir Horfðir þú á undankeppni Eurovision á þriðjudag? JÁ 70,5% NEI 29,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að horfa á aðalkeppni Eurovision annað kvöld? Segðu þína skoðun á visir.is ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að Íslendingar hlytu að for- dæma mjög harðlega mannrétt- indabrot gegn samkynhneigðum í Úganda. Nokkrum sinnum hefur verið lagt fram frumvarp þar í landi sem gerir samkynhneigð refsiverða, ýmist með lífs- tíðarfangelsi eða dauðarefs- ingu. Vegna mótmæla utan úr heimi hefur frumvarpið nú verið dregið til baka en boðað að það verði lagt fram á nýjan leik. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, innti Jóhönnu eftir áliti sínu á málinu á Alþingi í gær. Jóhanna svaraði því meðal annars til að henni þætti rétt að utanríkisráð- herra skoðaði hvort Íslendingar ættu að draga úr þróunaraðstoð við Úganda linnti brotunum ekki. Íslendingar hafa veitt yfir millj- arð til Úganda á fjórum árum. - sh Jóhanna gagnrýnir frumvarp: Átelur brot á samkynhneigð- um í Úganda JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Þessi samningur skiptir miklu máli fyrir Ísland og aðrar þjóðir vegna þess að hann tryggir greiðara samstarf yfir lögsagnarmörk. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA Ákærð fyrir að sparka í bíl Tæplega þrítug kona hefur verið ákærð fyrir að sparka og slá í bíl, sem beyglaðist við það. Bíllinn stóð við skemmtistaðinn Halann í Reykja- nesbæ. Eigandi bílsins krefur konuna um tæplega 120 þúsund króna skaðabætur auk vaxta. DÓMSMÁL Réðst á mann og slasaði Tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að ráðast á mann fyrir framan Kaffi 59 í Grundarfjarðarbæ og kýla hann í andlitið. Árásin átti sér stað í desember á síðasta ári. Mað- urinn sem ráðist var á féll til jarðar og hlaut áverka í andliti. Þóttust vera frá Svíþjóð Þrír eþíópískir ríkisborgarar, tveir karlar og ein kona, hafa verið dæmdir í mánaðar fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi við komuna til landsins á föstudaginn var. Fólkið var allt með sænskt vegabréf. Það játaði brotið greiðlega. Steinn er stjórnarformaður Steinn Logi Björnsson hefur verið valinn til að setjast í sæti stjórnar- formanns Símans. Hann tók við forstjórastarfi hjá Skiptum í síðasta mánuði. Steinn Logi tók jafnframt við stjórnarformennsku í Högum af Jóhannesi Jónssyni, kenndum við Bónus, í ágúst í fyrra. VIÐSKIPTI EFNAHAGSMÁL Tryggja ætti fjöl- breyttara framboð á óverðtryggð- um lánum til móts við þau verð- tryggðu til að draga úr vægi verðtryggingar hér á landi. Þetta er niðurstaða nefndar um verðtrygg- ingu sem skilaði í gær skýrslu til efnahags- og viðskiptaráðherra. Í þessu augnamiði leggur nefnd- in til að Íbúðalánasjóður bjóði upp á óverðtryggð lán. Í skýrsl- unni kemur fram að óvarlegt sé að leggja blátt bann við notk- un verðtryggingar. Ef stjórn- völd vilji banna verðtryggingu á húsnæðislánum verði sú breyting ekki afturvirk og hafi ekki áhrif á gerða samninga. Í skýrslunni segir að verðtrygg- ingin sé í raun birtingarmynd vand- ans. Vandinn sé í raun verðbólgan. Afar illa hafi gengið að halda henni í skefjum hér á landi. Nefndarmenn voru ekki sam- mála um möguleika á afnámi verðtryggingar án þess að auka óstöðugleika. Fulltrúar Framsókn- arflokks og Hreyfingarinnar, auk Lilju Mósesdóttur vildu afnema verðtrygginguna í skrefum. Fulltrúi Samfylkingarinnar vill stefna að inngöngu í Evrópusam- bandið og að upptöku evru til að vextir og verðbólga færist nær því sem gerist í sambandinu. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki afnám verðtryggingar á þessari stundu þar sem byggja verði upp peningalegar eignir hér á landi með því að hvetja til sparn- aðar. Hann lagði þó áherslu á að fráleitt væri að vera í raun með tvær myntir, verðtryggða og óverð- tryggða krónu, í ekki stærra landi. - bj Nefnd um framtíð verðtryggingarinnar vill vinna að leiðum til að draga úr vægi hennar hér á landi: Nefndin vill fjölbreyttari óverðtryggð lán LÁNAMÁL Nefnd sem fjallaði um framtíð verðtryggingarinnar klofnaði í afstöðu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Verið var að hreinsa ofna í Munnhörpunni þegar hreinsiefni lak út í loftið: Níu á slysadeild eftir eitrun Á SLYSSTAÐ Lögregla tæmdi húsið en hundruð manna voru þar þegar lekinn varð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.