Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 6
1. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR6 Hinn sparisjóðsstjórinn úti í kuldanum Y N D I S L E G B A R N A B Ó K Hvernig mælir maður væntumþykju? 2.499* TILBOÐ KRÓNUR Fullt verð 2.999 kr. *Gildir til 15. júní nk. ORCHY 500 Tilboð 65.995 69.995 34.995 Apollo500 Spirit 200+ DÓMSMÁL Daginn eftir að MP banki hótaði að gjaldfella lán til félags í eigu Ágústs Sindra Karlssonar, nánasta viðskiptafélaga Margeirs Péturssonar, fékk sama félag 50 milljóna lán frá bankanum sem framlag í Exeter-fléttuna svoköll- uðu. Tölvupóstsamskipti benda til þess að Ágúst Sindri hafi sloppið við gjaldfellinguna gegn þátttöku í fléttunni. Þetta kom fram á öðrum degi aðalmeðferðar Exeter-máls sér- staks saksóknara á hendur fyrr- verandi forsvarsmönnum Byrs og MP banka í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Ágúst Sindri stofnaði MP banka á sínum tíma með Margeiri Pét- urssyni og starfaði fyrst og fremst fyrir bankann til ársins 2007. Í miðju bankahruni var Ágúst lát- inn vita af því að fleiri en eitt úti- standandi lán MP banka til félags- ins ÁSK ehf. yrðu gjaldfelld. Ágúst bar fyrir dómi í gær að hann hefði verið verulega ósáttur við þá ákvörðun, enda hefði hann átt 20 milljóna innistæður í MP banka sem hefðu dugað fyrir afborgunum af lánunum. Hann hefði boðað úrsögn úr öllum stjórnum á vegum bankans vegna þessa. Nokkrum dögum síðar sendi hins vegar Thomas Skov Jensen, yfirmaður áhættustýringar MP banka, tölvupóst á Jóhann Tómas Sigurðsson, regluvörð bankans, sem innihélt svohljóðandi skila- boð: „ÁSK var ekki gjaldfellt vegna Byr-dílsins.“ Þeir sem málinu tengjast sögð- ust fyrir dómnum ýmist ekki þekkja til þessa tölvupósts eða ekki vita til hvers hinn svokallaði „Byr-díll“ vísaði. Af orðum sak- sóknara mátti hins vegar skilja að hann teldi ljóst að Ágúst hefði fengið slaka hjá stjórnendum Byrs gegn því að taka þátt í Exeter-flétt- unni. Deginum eftir að hótað var að gjaldfella lán ÁSK ehf. fékk félagið nefnilega annað 50 millj- óna króna lán frá MP banka, með sjálfskuldarábyrgð annars félags Ágústs sem nú er eignalaust. Það fé var síðan lánað áfram inn í Tæknisetrið Arkea, síðar Exeter, sem eiginfjárframlag í viðskiptun- um með stofnfjárbréf í Byr. Byr lánaði fyrir þeim viðskipt- um og með því var öll áhætta af stofnfjárbréfunum færð frá MP banka og starfsmönnum og stjórn- armönnum Byrs, yfir á Byr sjálf- an. Um það snýst Exeter-málið; að sakborningarnir þrír, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi spari- sjóðsstjóri Byrs, stjórnarfor- maðurinn Jón Þorsteinn Jónsson og Styrmir Þór Bragason, fyrr- verandi forstjóri MP banka, hafi stefnt fé Byrs í mikla hættu með ólögmætum lánveitingum. Það var Margeir Pétursson sem kynnti þá hugmynd fyrir Ágústi Sindra að fjárfesta í stofnfjár- bréfum í Byr. Ágúst sagði fyrir dómnum að sér hefði þótt það álit- legur kostur, enda hefði hann haft trú á að Byr yrði fyrr en síðar í lykilstöðu á fjármálamarkaði og að bitist yrði um fyrirtækið. Margeir gaf símaskýrslu frá borginni Lviv í Úkraínu, þar sem hann er búsettur. Hann sagð- ist ekki skilja hvað átt væri við í tölvupósti Thomasar Skov um „Byr-dílinn“. Síðasti dagur aðalmeðferðar málsins verður í dag. Þá munu saksóknari og verjendur flytja mál sitt. stigur@frettabladid.is Ágústi hlíft gegn þátt- töku í Exeter-fléttunni Nánasti samstarfsmaður Margeirs Péturssonar fékk 50 milljóna króna lán frá MP banka daginn eftir að hótað var að gjaldfella önnur lán hans. Milljónirnar 50 voru notaðar í Exeter-fléttuna með bréf í Byr og hætt var við að gjaldfella lánin. LÝKUR Í DAG Aðalmeðferð málsins lýkur í dag með málflutningi saksóknara og verjenda Ragnars Z. Guðjónssonar (til vinstri), Jóns Þorsteins Jónssonar (í miðið) og Styrmis Þórs Bragasonar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁSK var ekki gjaldfellt vegna Byr-dílsins. THOMAS SKOV JENSEN YFIRMAÐUR ÁHÆTTUSTÝRINGAR MP BANKA Í TÖLVUPÓSTI TIL REGLUVARÐAR BANKANS STJÓRNARSKRÁ Arnar Jensson, tengifulltrúi Íslands hjá Europol, hefur, í eigin nafni en ekki sem fulltrúi yfirvalda, sent inn erindi til stjórnlagaráðs um að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar verði tekið til sérstakrar skoðunar. Ástæðan er mat Arnars um að eignarréttur njóti meiri lagaverndar á Íslandi en í flestum öðrum löndum. Eins og ákvæð- ið er núna kemur það í veg fyrir að hægt sé að setja í lög alþjóðlega viðurkennd úrræði sem auðvelda yfirvöldum að ná til baka ólögmætum ávinningi af brotastarfsemi. Í erindi Arnars segir að nú ryðji sér til rúms sérstakt lagaúrræði sem beita má innan einkamálaréttarfars þar sem sönnunarþröskuldur er lægri en innan saka- málaréttarfars. Það gengur út á að auðvelda yfirvöldum að ná til baka ólögmætum hagnaði af brotastarfsemi sem er mjög erfitt vegna krafna um tengsl við sakfellingar þeirra sem í hlut eiga. Arnar bendir á að Sþ, ESB og Evrópuráðið, auk Alþjóðabankans og AGS mæli með að aðildarlöndin taki upp slíkt lagaúrræði. Lögfróðir menn á Íslandi telja að stjórnar- skrá Íslands standi í vegi fyrir því að slíkt úrræði verði sett í lög hér. Telur Arnar því sterk rök fyrir því að stjórnarskráin verndi þá sem ná til sín slíkum ávinningi og standi í vegi stjórnvalda til að bregðast við því. - shá Yfirmaður hjá lögreglu vill að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar verði endurskoðað af stjórnlagaráði: Segir grunnlögin vernda brotamenn ARNAR JENSSON Hefur rannsakað úrræði yfirvalda til að ná til baka ólögmætum ávinningi á Írlandi, í Noregi og á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þegar það eru tveir menn sem stýra þá þarf náttúrlega að tala saman,“ sagði Magnús Ægir Magnússon fyrir dómi í gær. Magnús Ægir var sparisjóðsstjóri við hlið Ragnars Z. Guðjónssonar þegar fyrra Exter-lánið, upp á 800 milljónir, var veitt í október 2008. Hann fékk hins vegar enga vitneskju um það fyrr en á gamlársdag 2008, nokkru eftir að hann lét af störfum hjá sjóðnum um miðjan nóvember. Hvorugt lánið var tekið fyrir á fundi lánanefndar sparisjóðsins heldur afgreiddi Ragnar þau einn síns liðs, en hann hafði sem sparisjóðsstjóri útlánaheimild upp á hálfan annan milljarð. Magnús Ægir sagði hins vegar að há lán af þessu tagi hefðu engu að síður „tvímælalaust“ átt að fara fyrir lánefndina og að eins- dæmi væri að sparisjóðsstjóri tæki ákvörðun af þessu tagi einn. „Vinnureglan var sú í öllum tilvikum – sérstaklega á þessum tíma þegar það var skortur á lausafé og passað upp á hverja krónu sem fór út úr bankanum – að öllum málum var mokað inn í þessa lánanefnd,“ sagði Magnús. Þá hefði það enn fremur verið meginregla hjá Byr að lána ekki út á stofnfjárbréf í sjálfum sér. Þó liggur fyrir að um áttatíu slík lán voru veitt á rúmlega eins árs tímabili. Verjandi Jóns Þorsteins Jónssonar spurði Magnús hver hefði sagt honum upp störfum í nóvember 2008. Magnús staðfesti að það hefði verið Jón Þorsteinn. Eiga Evrópusambandssinnar að sameinast í einum stjórnmála- flokki? Já 39,0% Nei 61,0% SPURNING DAGSINS Í DAG Eiga Íslendingar að ganga úr NATO? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.