Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 2
1. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR2 Laddi, hatar þú strumpa? „Nei, þeir verða alltaf strumpugóðir.“ Þórhallur Sigurðsson, Laddi, mun ekki tala fyrir einn einsta strump í nýju strumpakvikmyndinni sem frumsýnd verður í sumar. Laddi mun þó ljá Kjartani galdrakarli rödd sína. HEILBRIGÐISMÁL Alþjóðleg sérfræð- inganefnd á vegum Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar, WHO, segir að farsímar geti hugsanlega verið krabbameinsvaldandi. Þetta er nið- urstaða sérfræðinganna eftir að hafa skoðað á annan tug rannsókna. Rannsókn þeirra beindist að tengslum krabbameins við rafseg- ulbylgjur af þeirri gerð sem finna má í farsímum, örbylgjuofnum og ratsjám. Niðurstaða þeirra er ekki byggð á því að örugglega séu tengsl milli farsímanotkunar og krabba- meins, heldur eingöngu á því að ekki sé hægt að útiloka slík tengsl. Á síðasta ári var birt rannsókn sem leiddi ekki í ljós nein tengsl far- síma og krabbameins. Sú rannsókn var gagnrýnd fyrir það að byrjað var á að finna krabbameinssjúk- linga og þeir spurðir út í farsíma- notkun sína. Farsímanotkun er reyndar það útbreidd að erfitt er fyrir vísinda- menn að rannsaka tengsl þeirra við krabbamein með því að bera saman hópa fólks sem annars vegar notar farsíma og hins vegar notar þá ekki. Þróun krabbameins tekur oft langan tíma, þannig að erfitt er að rannsaka hvort farsímanotkun geti haft þar einhver áhrif. Þær rann- sóknir sem gerðar hafa verið til þessa ná aðeins til farsímanotkun- ar fólks áratug aftur í tímann. - gb Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur skoðað tengsl farsíma og krabbameins: Valda hugsanlega krabbameini TALAÐ Í GEMSA Sérfræðingarnir vilja hafa allan varann á þótt ekkert hafi verið sannað. NORDICPHOTOS/AFP ÞÝSKALAND, AP Sextán manns hafa látið lífið í Þýskalandi og fleiri löndum norðanverðrar Evrópu af völdum E.coli bakteríunnar, sem talið var að hafi borist úr gúrkum frá Spáni. Rannsókn hefur hins vegar leitt í ljós að E.coli bakterían, sem fannst í gúrkunum, er ekki sömu gerðar og E.coli bakterían sem valdið hefur dauðsföllunum. Alls hafa nú 1.150 manns veikst í átta löndum af völdum bakterí- unnar, sem er óvenju mannskæð. Hún ræðst á nýru fólks og hefur dregið um fimm prósent sýktra til dauða. - gb Gúrkurnar sýknaðar af grun: Ekkert vitað um uppruna GÚRKUR Í FRAKKLANDI Gúrkurnar frá Spáni reyndust ekki banvænar. NORDICPHOTOS/AFP AKUREYRI Nýr samningur um með- ferðarúrræði fyrir unglinga með hegðunarerfiðleika eða neyslu- vanda og fjölskyldur þeirra á Akureyri var undirritaður í gær. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Bragi Guðbrands- son, forstjóri Barnaverndarstofu, samþykktu tveggja ára framleng- ingu á samstarfi um meðferðar- úrræði fyrir unglingana. Þegar hafa átján fjölskyldur fengið meðferð á grundvelli samn- ingsins. Boðið hefur verið upp á þessi meðferðarúrræði í sam- vinnu við Barnaverndarstofu frá árinu 2009. - sv Meðferð fyrir ungt fólk : Áframhaldandi starf samþykkt RÚSSLAND, AP Rustam Makhmudov, maðurinn sem grunaður er um að hafa árið 2006 myrt rúss- nesku blaða- konuna Önnu Politkovsköju, var handtekinn í Téténíu í gær. Rússnesk stjórnvöld hafa þó ekki látið neitt uppi um það, hver gæti hugsanlega hafa fengið hann til að fremja þetta morð. Makhmudov hafði verið í felum í Belgíu, en fór þaðan til ættingja sinna í Téténíu eftir að hringurinn um hann tók að þrengjast þar. Þrír menn, þar á meðal tveir bræður Makhmudovs, voru handteknir fyrir aðild að morð- inu. Þeir voru sýknaðir árið 2009 en hæstiréttur hefur ógilt þann úrskurð og sent málið aftur til saksóknara. - gb Morðið á Politkovsköju: Hinn grunaði handtekinn ANNA POLITKOV- SKAJA LÖGREGLUMÁL Sérstakur saksóknari gerði í gær húsleit í höfuðstöðv- um tryggingafélagsins VÍS og hjá Existu vegna gruns um ólög- mætar lánveitingar sem nema milljörðum króna. Fjórir voru handteknir í gær- morgun vegna rannsóknar máls- ins; Guðmundur Örn Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, Lýður Guðmundsson, fyrrverandi eig- andi og stjórnarformaður Existu, aðaleiganda VÍS, Erlendur Hjalta- son, fyrrverandi forstjóri Existu, og Bjarni Brynjólfsson, fram- kvæmdastjóri eigin viðskipta Existu. Fjórmenningarnir voru yfir- heyrðir fram eftir degi og þeim síðustu ekki sleppt fyrr en á tíunda tímanum í gær- kvöldi. Fleiri voru b o ð a ð i r t i l skýrslutöku vegna málsins í gær, ýmist sem sakborningar eða vitni, að sögn Ólafs Þórs Hauks- sonar, sérstaks saksóknara. Til rannsóknar er „fjöldi lánveitinga til ýmissa félaga og aðila,“ að því er segir í tilkynn- ingu frá sér- stökum sak- sóknara. Stöð 2 hefur sagt frá því að Fjármála- eftirlitið hafi látið endurskoðunarskrifstofuna Grant Thornton vinna skýrslu um starf- semi VÍS þar sem fram koma margháttaðar athugasemdir við lánastarfsemina. VÍS hafi lánað Existu og tengdum félögum stórfé, og jafnframt einstaklingum sem tengjast Existu, til dæmis Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings, sem var að stórum hluta í eigu Existu. Fjármálaeftirlitið kærði málið í kjölfarið til sérstaks saksóknara. Guðmundur Örn Gunnarsson lét af störfum sem forstjóri VÍS í síð- ustu viku eftir að Fjármálaeftir- litið komst að þeirri niðurstöðu að vegna aðkomu forstjórans að lán- veitingum væri rétt að hann viki. Lánin eru talin varða við hegn- ingarlagaákvæði um umboðs- svik, það er að með þeim hafi þeir sem þau ákváðu valdið hluthöf- um VÍS tjóni. Ekki er útilokað að fleiri ákvæði auðgunarbrotakafla hegningarlaga komi jafnframt til skoðunar. Aðgerðirnar í gær voru viða- miklar og tóku um þrjátíu starfs- menn embættisins þátt í þeim, auk liðsinnis frá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Búist er við að fleiri verði kall- aðir í skýrslutöku vegna málsins á næstu dögum. Sérstakur saksóknari hefur fleiri mál til rannsóknar sem varða eignarhaldsfélagið Existu og hefur áður tekið skýrslur af Lýði Guðmundssyni og Erlendi Hjaltasyni vegna þeirra. stigur@frettabladid.is Handteknir vegna milljarðalána VÍS Sérstakur saksóknari handtók fjóra menn í gærmorgun og gerði húsleit hjá VÍS og Existu vegna rannsóknar á fjölda vafasamra lánveitinga upp á nokkra millj- arða. Lánin voru einkum veitt móðurfélaginu Existu og fleiri tengdum aðilum. GUÐMUNDUR ÖRN GUNNARSSON STJÓRNMÁL Stjórnarþingmenn óttast að sjálfstæðismenn ætli að beita málþófi til að koma í veg fyrir að minna kvótafrum- varp ríkisstjórnarinnar verði að lögum. Frá þessu greindi frétta- stofa Stöðvar 2 í gærkvöldi. Forseti Alþingis hyggst funda með þingflokksformönnum í dag vegna málsins. Umræða um frumvarpið stóð til miðnættis á mánudag og var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Þá voru enn 11 þingmenn á mælenda- skrá, allt stjórnarandstæðingar utan tveir. - mþl Rætt um kvótafrumvarpið: Stjórnarliðar óttast málþóf LÝÐUR GUÐMUNDSSON ERLENDUR HJALTASON SPURNING DAGSINS 2000 FLUGSÆTI Á ÓTRÚLEGU VERÐI Tilboðin á Hópkaup gilda aðeins í 24 tíma. Ekki bíða - kíktu á hópkaup.is HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 14.900 kr. OSLÓ 14.900 kr. EDINBORG ÞJÓÐKIRKJAN Efnt verður til kirkjuþings 14. júní næstkomandi vegna skýrslu rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar sem skilar niðurstöðum sínum í næstu viku. Í tilkynningu frá forsætisnefnd kirkjuþings segir að tekið verði við skýrslu rannsóknarnefndar um morguninn 10. júní næstkomandi og fjórum dögum síðar mun þingið taka málið til umfjöllunar. „Kirkjuþing samþykkti einum rómi í nóvember á liðnu ári að setja á laggirnar rannsóknarnefnd til að kanna starfshætti og viðbrögð þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi um kynferðisbrot,“ segir í tilkynningunni. „Kirkjuþing taldi einboðið að hreinsa þyrfti andrúmsloftið og leggja mat á hvort um mistök, vanrækslu eða vísvit- andi þöggun hefði verið að ræða af hálfu kirkjunnar þegar þessar alvarlegu ásakanir voru komnar fram og hverjir kynnu að bera ábyrgð á því.“ Nefndin sendi út andmælabréf fyrr í mánuðinum til þeirra sem hún taldi að hefðu gerst sekir um eitt- hvert af ofangreindum atriðum. Karl Sigurbjörns- son biskup var þeirra á meðal, en ekki liggur fyrir hversu mörg bréf voru send út. Frestur til svara er nú útrunninn. - sv Efnt til kirkjuþings 4. júní vegna skýrslu rannsóknarnefndar Þjóðkirkjunnar: Sannleiksnefnd skilar í næstu viku ÓLAFUR SKÚLASON BISKUP Rannsóknarnefnd þjóðkirkjunnar hefur nú skoðað viðbrögð kirkjunnar vegna ásakana á hendur fyrrverandi biskupi. FRÉTTABLAÐIÐ/BRYNJAR GAUTI DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða karlmanni rúmlega 23 milljónir króna í skaðabæt- ur vegna mistaka sem urðu í meðhöndlun hans á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Maðurinn varð fyrir líkams- tjóni í kjölfar bráðakransæða- stíflu sem starfsfólki Landspítal- ans hafði yfirsést fyrir mistök að greina og veita meðferð við í tæka tíð. Þetta átti sér stað í febrúar 2003 þegar maðurinn var 37 ára. - jss Röng sjúkdómsgreining: Fær 23 milljónir vegna mistaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.