Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 48
36 1. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR Jón Andri Guðmundsson á góða vini því þeir ákváðu að gefa honum lag og mynd- band í 24 ára afmælisgjöf. Hann var klökkur þegar hann sá útkomuna. „Það var mikið á sig lagt fyrir þetta, það er á hreinu,“ segir Óli Finnsson, kvikmyndatökumaður og framleiðandi. Hann hefur tekið upp mynd- band við lagið „Jón“ sem hann og vinahópur hans ákváðu að gefa Jóni Andra Guðmundssyni, vini þeirra, í 24 ára afmælisgjöf. Á meðal þeirra sem koma þar fram eru Haffi Haffi, Hemmi Gunn, Magnús Ver og Auðunn Blöndal, allir með grímu fyrir andlitinu með mynd af Jóni Andra. Fyrir mánuði var Jón Andri að hugsa til þess að hvað hann langaði í afmælisgjöf og bað vini sína um að semja lag handa sér eða bara gefa sér knús. Auk Óla eru í vina- hópnum þau Anna Margrét Árna- dóttir, Gríma Bjartmars og Hann- es Heiðar Sigmarsson. „Hann er starfandi kvikmyndagerðarmað- ur. Ég hef verið að vinna mikið með honum og hann aðstoðar mig mjög mikið, þannig að mér fannst sjálfsagt að gera þetta fyrir hann,“ segir Óli um myndbandið. Áður hafði vinahópurinn hist, samið lagið og farið í hljóðver til að taka það upp. Tónlistarmennirnir Val- björn Snær Lilliendahl úr hljóm- sveitinni Murrk og Sigurður Anton Friðþjófsson tóku einnig þátt í gerð lagsins og síðan var það Gísli Veltan úr hljómsveitinni The 59’s sem söng það í hljóðverinu. Hall- dór Á. Björnsson úr hljómsveitinni Legend var flytjendunum til halds og trausts við upptökurnar. Afmælisveislan var haldin á Hvítu perlunni um síðustu helgi og þar voru allir með Jónsgrím- una á andlitinu þegar hann mætti á svæðið. „Viðbrögðin leyndu sér ekki þegar hann sá þetta. Hann var alveg klökkur,“ segir Óli. Lagið er á leiðinni í útvarpsspil- un og hugsanlega fer myndband- ið einnig í sjónvarpið. Annars er hægt að sjá það á slóðinni Vimeo. com/24371248. Öll stefgjöld renna óskipt til samtakanna Karlmenn og krabbamein. freyr@frettabladid.is Haffi Haff og Hemmi Gunn í nýju afmælismyndbandi VINAHÓPUR Hópurinn sem tók þátt í verkefninu ásamt Jóni Andra. Hópurinn gladdi Jón mjög á afmæli hans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta verður „spontant“, ferskt og skemmtilegt,“ segir útvarpsmaður- inn Andri Freyr Viðarsson. Hann stjórnar sínum fyrstu sjónvarpsþáttum í sumar, Andri á flandri, þar sem hann ferðast um landið á gömlum húsbíl. Eini ferða- félagi hans verður hundur sem er að sögn Andra „bara vinur“. „Það er gaman að komast aðeins frá stúdíóinu, ferðast um og kynnast landi og þjóð,“ segir hann. Þættirnir verða sex talsins og hefja göngu sína í Sjónvarpinu um miðjan júlí eftir að Kastljós fer í sumarfrí. Þeir verða nokkuð svip- aðir ferðaþáttum Andra Freys og Ómars Ragnarssonar sem voru á Rás 2 í fyrra og nutu mikilla vin- sælda. „Núna þarf maður að gera þetta allt sjálfur. Ólíkt Ómari veit ég ekkert um þetta. Maður verður örugglega villtur úti í vegarkanti á bíl sem er nýbúinn að bræða úr sér og sprungið á honum. En þetta verður ævintýri,“ segir hann hress. Ómar Ragnarsson stýrði á sínum tíma þáttunum Stiklum, þar sem hann ferðaðist um landið og hitti alls konar fólk, margt ansi skrítið. „Þetta verða Stiklur yngri kyn- slóðar,“ segir Andri Freyr um nýju þættina. „Ég ætla bara að hitta áhugavert og skemmtilegt fólk. Það þarf ekkert endilega að vera skrítið en það má alveg vera það.“ Andri gekkst nýverið undir aðgerð við brjósklosi, auk þess sem hann hætti að reykja fyrir þremur vikum. Hann er því hressari en nokkru sinni fyrr og til í slaginn í sumar. „Þetta er það auðveldasta sem ég hef gert,“ segir hann og skilur ekk- ert í fólki sem á erfitt með að hætta að reykja. - fb Í gömlum húsbíl með hundi FERÐAST UM LANDIÐ Í HÚSBÍL Andri Freyr Viðarsson ferðast í gömlum húsbíl í sumar með hund í eftirdragi. SAMSETT MYND/KRISTINN X-MEN: FIRST CLASS 7 og 10(POWER) PAUL 5.50, 8 og 10.10 DYLAN DOG: DEAD OF NIGHT 8 GNÓMÍÓ OG JÚLÍA 2D - ISL TAL 5 GNÓMÍÓ OG JÚLÍA 3D - ISL TAL 5 FAST & FURIOUS 5 10.10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar POWE RSÝNI NG KL. 10. 00 www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar -BoxofficeMagazine ÁLFABAKKA EGILSHÖLL 12 14 12 12 12 12 12 10 10 10 10 10 LL L L KRINGLUNNI V I P HANGOVER 2 kl. 5:40 - 8 - 9:10 - 10:20 THE HANGOVER 2 LUXUS VIP kl. 5:40 - 8 - 10:20 PIRATES 4 kl. 5(3D) - 7(2D) - 8(3D) - 10(2D) DÝRA FJÖR 3D M/ ísl. Tali kl. 6(2D) SOMETHING BORROWED kl. 5:50 - 8 FAST FIVE kl. 10:20 THE HANGOVER 2 kl. 5:50 - 6:50 - 8 - 9 - 10:20 PIRATES OF THE CARRIBEAN 4 kl. 6(3D) - 9(3D)AKUREYRI HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 ANIMALS UNITED ísl tal kl. 6 PIRATES OF THE CARRIBEAN 4 kl. 6 - 9 SELFOSS THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 PIRATES OF THE CARRIBEAN 4 kl. 8 - 10:50 t þér miða á gðu ygr FRAMHALD AF VINSÆLUSTU GRÍNMYND SEM SÝND HEFUR VERIÐ Á ÍSLANDI. -Times out new york HANGOVER PART II kl. 5.40 - 8 - 8.20 -10.20 - 11 X-MEN: FIRST CLASS kl. 5 - 8 -10.45 PIRATES OF THE CARIBBEAN 3D kl. 5 - 8 - 10.40 SOMETHING BORROWED kl. 5.30 “Eiginlega nauðsynlegt fyrir mig að SJÁ MYNDINA AFTUR. ”.. R.M. - bíófilman.is SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR “BESTA ‘PIRATES’ MYNDIN” - M.P FOX TV P.H. BOXOFFICE MAGAZINE NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.15 - 8 - 10.45 12 X-MEN: FIRST CLASS Í LÚXUS KL. 5.15 - 8 - 10.45 12 PIRATES 4 3D KL. 5 - 8 - 10 10 PRIEST 3D KL. 6 - 8 16 GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D KL. 4 - 6 L FAST FIVE KL. 10.40 12 THOR 3D KL. 8 12 RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 L X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.30 - 8 - 10.30* 12 PAUL KL. 8 - 10 12 FAST FIVE KL. 5.40 12 *KRAFTSÝNING X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 WATER FOR ELEPHANTS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L GNÓMEÓ OG Ú J ÍL A 3D KL. 6 L HÆVNEN KL. 5.40 - 8 12 HANNA KL. 10.20 16 PRIEST 3D KL. 8 - 10 16 STÓRKOSTLEG ÞRÍVÍDDARÆVINTÝRAMYND HEIMSFRUMSÝNING UPPLIFÐU STUNDINA SEM Á EFTIR AÐ BREYTA HEIMINUM! BARA GÓÐAR MYNDIR www.bioparadis.is INCENDIES HUR MÅNGA LINGON FINNS DET I VÄRLDEN? OKKAR EIGIN OSLÓ ROUTE IRISH BÖRN NÁTTÚRUNNAR (ENGLISH SUBTITLES) AGNES (ENGLISH SUBTITLES) NÓI ALBÍNÓI (ENGLISH SUBTITLES) 18:00, 21:00 18:00, 20:00, 22:00 18:00 20:00, 22:10 18:00 20:00 22:00 MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS BAR & CAFÉ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.