Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 23
Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 Gæðasprotar ná árangri Ingvar Hjálmarsson skrifar 62 4-5 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 1. júní 2011 – 10. tölublað – 7. árgangur Vistvæna prentsmiðjan! Þjónusta Veitingahús VerslunÍþrótta- og félagasamtök Ríki- og sveitarfélögFerðaþjónusta Óli Kristján Ármannsson skrifar Töluverð óvissa ríkir um gæði eignasafna bank- anna og þar með um raunverulegt eiginfjárhlutfall þeirra. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir þó flest benda til þess að þeir standi undir kröfum Fjár- málaeftirlitsins um eigið fé. Seðlabankinn kynnti í gær skýrsluna Fjármálastöðugleika 2011. Seðla- bankastjóri og Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans, kynntu skýrsluna. „Vanskil mælast mikil en erfitt er þó að túlka mæld vanskilahlutföll, þar sem ekki er ljóst að hve miklu leyti þau endurspegla skuldavanda sem endar í þroti, tafir á endurskipulagningu skulda eða ákvörðun sumra skuldara um að setja skuldir í van- skil vegna deilna um lagalegan grundvöll lánanna,“ segir Már og kveður enn mikið verk óunnið varðandi endurskipulagningu skulda fyrirtækja og að nokkru leyti heimila. „Það viðheldur óvissu um gæði eigna bankanna og hamlar fjárfestingu og hagvexti, sem hefur síðan aftur neikvæð áhrif á eignasafn bank- anna. Eitt mikilvægasta verkefni næstu mánaða er framvinda þessarar endurskipulagningar.“ Seðlabankinn bendir einnig á í skýrslu sinni að Íbúðalánasjóður komi til með að þurfa aukinn rík- isstuðning, eigi hann að ná markmiðum um eigin- fjárhlutfall. Bent er á að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hafi samþykkt framlag til sjóðsins gegn því að fyrir septemberlok næstkomandi lægi fyrir áætlun um endurskipulagningu sjóðsins. „Í ljósi þeirra miklu umsvifa sem Íbúðalánasjóður hefur og margvíslegrar áhættu sem tengist þeim er margt sem mælir með því að starfsemi Íbúðalánasjóðs eigi að falla undir lög um fjár- málafyrirtæki, þótt tilskilið lág- mark eigin fjár gæti verið annað en hjá öðrum fjármálafyrirtækj- um,“ segir í skýrslu bankans. Með því yrði fjárhagslegt eftir- lit með sjóðnum á sama grunni og eftirlit með bönkum og spari- sjóðum. „Slíkt myndi auka aðhald með starfsemi sjóðsins.“ Í skýrslu bankans kemur fram að frá hruni hafi vanskil fyrir- tækja aukist verulega. Nú séu tæplega 6.500 fyrirtæki á van- skilaskrá og hafi ekki verið fleiri frá því í mars 2009. Fjárhæð fyrirtækjalána í vanskilum í lok mars síðastliðins námu um 34 prósentum af lánum til þeirra, en um helmingur lána í vanskilum er sagð- ur í endurskipulagningarferli. Að því loknu gætu þau færst í flokk lána í skilum. „Því ríkir veruleg óvissa um virði að minnsta kosti fjórðungs útlána til fyrir- tækja,“ segir í skýrslu Seðlabankans. Um þriðjungur fyrirtækja er sagður hafa haft viðvarandi neikvætt eigið fé, en almennt virð- ist fyrirtæki hafa brugðist við ytri aðstæðum. „Rekstrarafgangur fyrirtækja með jákvætt eigið fé hefur aldrei verið meiri frá árinu 1997.“ Sömuleiðis kemur fram að vanskil heimilanna hafi stóraukist frá hruni og nemi nú um ellefu prósent- um af heildarútlánum stærstu viðskiptabankanna þriggja til heimila. Þó séu teikn á lofti um að fjár- hagsstaða heimila fari batnandi. Kaupmáttur sé nú svipaður og hann var árið 2003. MÁR GUÐMUNDSSON Þriðjungur fyrirtækja er í viðvarandi mínus Vanskil fyrirtækja nema 34% af lánum til þeirra. Hlutfallið er 11% hjá einstaklingum. Kaupmáttur nú er eins og 2003. LAGARDE KYNNIR FRAMBOÐIÐ Christine Lagarde, fjármálaráð- herra Frakklands, ferðast nú um heiminn til að afla stuðnings við framboð sitt til yfirmannsstarfs hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hún leggur mesta áherslu á upp- rennandi hagveldi og kom til Brasilíu í gær þar sem hún hitti Guido Mantega efnahagsráðherra. Hún lofar meðal annars að auka vægi þróunarlanda í ákvörðunar- töku hjá sjóðnum. TOYOTA NÆR SÉR Á STRIK Japönsku Toyota-verksmiðjurnar segja framleiðsluna óðum að taka við sér og muni nú í júní komast upp í 90 prósent af því sem hún var áður en náttúruhamfarirnar miklu urðu þar um miðjan mars. Þó má búast við að skortur verði á sumum tegundum bifreiða og varahluta næstu mánuðina. AÐSTOÐ ENDURSKOÐUÐ Sérfræðingar frá Evrópusam- bandinu, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru að leggja síðustu hönd á endurskoðun fjárhagsaðstoðar til Grikklands. Búist er við niðurstöðu í dag eða á morgun, með ákvörðunum um hvort veita eigi Grikkjum meira fé eða breyta kröfum til þeirra um aðhald í ríkisfjármálum. Alls 46 starfsmenn í útibúum Arion banka brautskráðust úr undirbúningsnámi í fjármála- ráðgjöf nú um mánaðamótin. Námið er liður í samstarfsverk- efni Arion banka og Háskólans á Bifröst sem hófst haustið 2010. Námið stunduðu starfsmenn að hluta til í gegnum fjarnámsvef skólans en einnig fór kennsla fram í vinnulotum á Bifröst og í höfuð- stöðvum bankans. Arion banki hefur undanfarin misseri staðið fyrir umfangsmiklu fræðslustarfi fyrir starfsmenn með það fyrir augum að stuðla að aukinni fagmennsku í þjónustu við viðskiptavini. - mþl Luku námi í fjármála- ráðgjöf Landsframleiðsla dróst saman um 0,5 prósent í Danmörku á fyrsta fjórðungi ársins, sam- kvæmt gögnum hagstofu lands- ins. Samdrátturinn skýrist helst af því að almenningur hélt fast- ar um budduna en áður en einka- neysla á tímabilinu dróst saman um 1,9 prósent. Þetta er annar fjórðungurinn í röð sem efnahags- samdráttur mælist þar í landi og er kreppa skollin á í Danmörku, sem er þvert á væntingar, að sögn fréttastofunnar AFP. - jab Áfram kreppa Kortlagning á sjávarútvegi Meira en grunnatvinnuvegur Delta kemur Hefur mikla trú á flugi til Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.