Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 24
MARKAÐURINN1. JÚNÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R B A N K A B Ó K I N Samanburður á vaxtatöflum bankanna *Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. A Bundinn í tíu daga. B Bundinn í sjö daga. C Úttektargjald hjá gjaldkera 0,25% Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum. Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja Markaðsreikningur 1,25%A 11,25% 11,20% Vaxtaþrep 1,90% 11,20% 11,20% Vaxtareikningur 1,15%B 11,20% 11,20% MP Sparnaður 9,40 til 2,00% 11,05% 11,05% PM-reikningur 11,10 til 2,00% 11,15% 11,20% Netreikningur 2,00% C 11,25% 11,25% Sparnaðarreikningur 2,00% 10,25% Ekki í boði. Þjónustujöfnuður við útlönd var neikvæður um 2,2 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins sam- kvæmt nýbirtum bráðabirgðatöl- um Hagstofunnar. Útflutningur á þjónustu nam 58,2 milljörðum, en innflutningur 60,4. „Þetta er lakasta niðurstaða þjónustujafnaðar frá því á fyrsta ársfjórðungi ársins 2009, en fyrsti fjórðungur ársins er gjarnan óhag- stæðari en aðrir fjórðungar,“ segir í umfjöllun Greiningar Íslands- banka. Sérfræðingar bankans telja þó útlit fyrir að talsverður afgang- ur verði af slíkum viðskiptum í ár, eins og undanfarin ár. „Afgangur af þjónustuviðskipt- um nam 44 milljörðum króna í fyrra og rúmum 39 milljörðum króna árið 2009. Frá aldamótum og fram að hruni var hins vegar jafnan halli á þjónustuviðskiptum við útlönd ár hvert. Við teljum að afgangur af þjónustujöfnuði muni reynast töluverður þetta árið, en þó gæti hann orðið heldur minni en síðustu ár í ljósi þess hversu ferðalög til útlanda hafa aukist að nýju,“ segir Greining Íslands- banka. - óká Á LEIÐ Í FLUG Aukin ferðalög til útlanda gætu leitt til lakari þjónustjafnaðar við útlönd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Árið byrjar verr en það síðasta Ríflega tveggja milljarða króna halli er á þjónustuviðskiptum við útlönd. Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s. Hraðbönkum fækkaði í fyrra um fimmtung og þjónustustöðvum banka um 15 prósent. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika. Færri eru þó um hvern af- greiðslustað hér en gerist og geng- ur á Norðurlöndum, að meðaltali 2.500 íbúar á hvern þjónustu- stað, en 3.800 ytra. „Flestir íbúar voru á bak við hvern afgreiðslu- stað bankanna á höfuðborgar- svæðinu eða tæplega 5.000 íbúar en tífalt færri á bak við bankana á Vestfjörðum eða 475,“ segir í skýrslunni. Jafnframt kemur fram að um síðastliðin áramót hafi notendur einkabanka verið 245.396 og not- endur fyrirtækjabanka 58.457. „Vægi heimabanka og notkun vefþjónustu í bankaviðskiptum hefur aukist frá aldamótum eins og kunnugt er og það hefur trú- lega létt álagi af þjónustustöðvum bankanna.“ - óká Hraðbönkum fækkaði um tuttugu prósent Notendur einkabanka yfir 245 þúsund talsins. Staður fjöldi íb./ hraðbanka Höfuðborgarsv. 95 2.151 Vesturland 15 1.025 Vestfirðir 7 1.018 Norðurland vestra 12 615 Norðurland eystra 21 1.381 Austurland 17 724 Suðurland 17 1.400 Reykjanes 18 1.170 Samtals 202 1.583 Heimild: Uppl. SÍ frá bönkum í maí 2011 H R A Ð B A N K A R Sendinefnd AGS á Írlandi hefur lokið fyrstu og annarri endurskoð- un efnahagsáætlunar landsins, auk beiðni um endurskoðun áætlunar- innar. Írar fara fram á að breytt verði áherslum í lánveitingum þar sem minni peninga þurfi í byrjun áætlunarinnar en áður hafði verið talið. AGS segir áætlunina, sem er til þriggja ára og hófst um miðj- an desember, hafi hafist ve. Álit sendinefndar AGS er að helst ógni áætluninni að vöxtur sé hægari og atvinnuleysi meira en ráð var fyrir gert. Þá hafi frekari lækkun á láns- hæfismati og þróun í öðrum evr- ulöndum sem eigi í vanda ýtt undir hærra vaxtaálag sem torveldi Írum fjármögnun. - óká MÓTVINDUR Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir margt hafa gengið vel í endurreisn írsks efnahagslífs. NORDICPHOTOS/AFP Atvinnuleysi tefur á Írlandi Þorgils Jónsson skrifar Bandaríska flugfélagið Delta mun á morgun hefja áætlunarflug milli Íslands og Bandaríkjanna. Flogið verður fimm sinnum í viku á milli Keflavíkurflug- vallar og Kennedy-flugvallar í New York. Frank Jahangir, markaðsstjóri Delta í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, segir í samtali við markaðinn að fjölmörg tækifæri felist í fluginu, bæði fyrir Delta og innlenda aðila. Fyrsta vélin lendir í Keflavík í fyrramálið, en flog- ið verður fimm sinnum í viku fram í september. Í tilkynningu frá Delta segir að þetta sé í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár sem bandarískt flugfélag fljúgi hingað til lands. „Aðalástæðan fyrir því að við hefjum flug hingað til Íslands er að við sáum tækifæri hér til að auka ferðalög almennings frá Bandaríkjunum,“ segir Jahangir. „Við erum búin að rannsaka markaðinn hér og erum fullviss um að nú sé rétti tíminn.“ Þrátt fyrir að markaðurinn hér á landi sé ekki stór í samhengi Delta, sem flytur um 160 milljón- ir farþega á ári, segir Jahangir að þetta sé hluti af útvíkkun flugáætlananets félagsins um heim allan. Hann segir að þetta víðtæka net geri Banda- ríkjamönnum auðveldara að ferðast til Íslands og er bjartsýnn á árangurinn. „Við höfum trú á því að við getum kynnt Ísland fyrir viðskiptavinum okkar og teljum víst að sá aukni straumur ferðamanna muni koma verslun og þjónustu hér á landi til góða.“ Jahangir bætir því við að félagið horfi ekki síður til þess að kaupsýslufólk leggi leið sína hingað til lands. Ekki er síður horft til þeirra tækifæra sem flug Delta býður íslenskum ferðalöngum. Jahangir segir einmitt að flugáætlananet félagsins muni gera Ís- lendingum kleift að kaupa sér ferðir á einum flug- miða til fimmtíu áfangastaða Delta í Norður- og Suður-Ameríku, sem og Karíbahafsins. Hann segir að Delta geri sér hófsamar væntingar til þessa flugs. „Við förum var- lega í málin en sjáum nú þegar að útlitið er gott og trúum að það muni halda áfram. Það er alltaf erfitt að koma inn á nýjan markað en þessi sterka byrjun er mjög jákvæð fyrir framhaldið.“ Jahangir segir loks að tíð eldgos á Íslandi að undanförnu hafi ekki talið Delta hughvarf. „Nei. Í raun hafa eldgosin komið Íslandi enn frek- ar á kortið á vissan hátt og vakið áhuga á því sem landið hefur upp á að bjóða.“ Fyrsta vélin frá Bandaríkjun- um lendir í Keflavík í fyrra- málið og verður flugstjórinn í þeirri ferð Vestur-Íslending- urinn John S. Magnusson. Delta hefur mikla trú á flugi til Íslands Flugfélagið Delta hefur áætlunarflug milli New York og Keflavíkur. Segir fjölmörg tækifæri liggja hér á landi. VONGÓÐUR Frank Jahangir, markaðsstjóri hjá Delta, segist bjartsýnn fyrir áætlunarflug milli Bandaríkjanna og Íslands sem hefst á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Veffyrirtækið Kosmos&Kaos opnaði nýjar höf- uðstöðvar í Reykjanesbæ á föstudag. Reykja- nesbær hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir vef- eða hugbúnaðarfyrirtæki en stofnendur Kosmos&Kaos kunna vel við sig á nýjum stað og segja verkefnin hlaðast upp. „Hugmyndin var að búa til skrifstofuhúsnæði sem hentaði vel fyrir skapandi hugsun. Og raunar líka til að fólk spyrji af hverju við erum í Reykja- nesbæ,“ segir Kristján Gunnarsson, annar stofn- enda Kosmos&Kaos, og bætir við: „Gummi Sig, samstarfsmaður minn, býr hér í Reykjanesbæ. Við vildum líka gera svolítið sérstakt vinnuumhverfi og þar sem leigan er ódýrari hér og handverksmenn til reiðu sem voru tilbúnir í þetta verkefni með okkur þá fannst okkur þetta smellpassa.“ Hönnun skrifstofunnar byggir á hugmynd sem hefur verið kölluð einn-sex og vísar til spýtna sem notaðar eru í mótatimbur. Kristján segir fyrirmyndina vera gistiheimili í Reykjanesbæ sem heitir 1x6. „Fyrst ætluðum við að gera einn vegg í þessum stíl og höfðum samband við þau á gistiheimilinu. Svo vatt þetta upp á sig þannig að öll skrifstofan er að lokum svona; allt úr endur- unnum efnum nema lampar, ljós og stólar,“ segir Kristján. Þá er hugleiðsluherbergi á skrifstofunni en Kristján segir alla sem koma inn á hana fyllast af ró og hamingju. Kosmos&Kaos hefur haft í nógu að snúast síð- ustu vikur og meðal annars hannað nýjar vefsíður fyrir Reykjanesbæ og Vodafone. „Við hófum störf í nóvember og vorum bara tveir en erum núna að ráða starfsmenn. Það er alveg ótrúlega mikið að gera,“ segir Kristján. - mþl Færa sig til Reykjanesbæjar Veffyrirtækið Kosmos&Kaos hefur nóg að gera í nýjum höfuðstöðvum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.