Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 8
1. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR8 1. Hvað heitir nýr söngleikur sem verður byggður á plötunni Lög unga fólksins? 2. Hvar verða hraðamyndavélar teknar í notkun í dag? 3. Hvaða persónu mun Laddi leika í væntanlegri strumpamynd? SVÖR: 1. Hrekkjusvín 2. á kjalarnesi 3. Kjartan galdrakarl Sundnámskeið fyrir börn hefst 6. júní. Kennt verður í Sundlaug Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Skráning fer fram í Íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14 eða í síma 561-8226. Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík Sundnámskeið FYLLT Á Farið var eftir öllum kúnstarinnar reglum þegar fyllt var á eldsneytistankana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMGÖNGUR Sigurrós Pétursdóttir hrósaði sigri í árlegri sparaksturs- keppni FÍB og Atlantsolíu sem fór fram í gær. Takmarkið var að eyða sem minnstu eldsneyti á 142 kílómetra leið og tóku 25 bílar þátt í keppn- inni að þessu sinni, þar af 20 dísil- bílar. Sigurrós, sem keppti á Toyota Yaris með dísilvél, reyndist hlut- skörpust þar sem hún eyddi aðeins 2,63 lítrum á hundraðið, en næstu tveir voru rétt undir þremur lítr- um. - þj Ökumenn keppa í sparakstri: Flestir keppa á dísilbílum HOLLAND, AP Ratko Mladic er kom- inn í fangelsi alþjóðlegs stríðs- glæpadómstóls í Haag, þar sem hann verður leiddur fyrir dómara innan fárra daga. Hann var hand- tekinn í Serbíu á fimmtudag og framseldur í gær til Haag. Sextán ár eru liðin síðan þáver- andi aðalsaksóknari dómstóls- ins ákærði hann fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni, meðal annars vegna fjöldamorðanna í Srebrenica árið 1995. „Mladic er ákærður fyrir alvar- legustu glæpina gegn mannkyni og alvarlegustu brotin á alþjóðalög- um,“ sagði Snezana Malovic, dóms- málaráðherra Serbíu, í gær þegar Mladic var framseldur. Hún sagði Serbíu með þessu uppfylla alþjóð- legar og siðferðilegar skyldur sínar. Mladic var yfirmaður serbneska herliðsins í Bosníustríðinu árin 1992-95. Hermenn undir hans stjórn eru sakaðir um þjóðarmorð og fleiri stríðsglæpi á þessum tíma, þar á meðal morð á um 8.000 karl- mönnum og drengjum við bæinn Srebrenica í júlí 1995 og ýmis voða- verk í tengslum við 44 mánaða langt umsátur um höfuðborgina Sarajevo. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir fórnarlömb þjóðarmorðsins,“ segir Munira Subasic, formaður samtaka þeirra sem lifðu af fjöldamorðin í Srebrenica. „Mladic er farinn og við trúum því að illskan heyrist á tali hans og hann muni segja sann- leikann.“ Í Bosníu komu þúsundir stuðn- ingsmanna Mladic saman í gær til að mótmæla framsali hans til stríðsglæpadómstólsins. Margir Serbar líta enn á hann sem þjóð- hetju sem hafi barist hetjulega fyrir málstað þeirra í stríðinu. „Örninn er farinn en hreiðrið er eftir,“ stóð á skiltum sem sumir þeirra báru. Í gær, áður en hann var fluttur til Haag, fékk Mladic leyfi til þess að fara í stutta heimsókn að gröf dótt- ur sinnar í úthverfi Belgrad, höfuð- borgar Serbíu. Hún stytti sér aldur árið 1994, þá 23 ára gömul, að sögn serbneskra fjölmiðla vegna þung- lyndis í tengslum við þátttöku föður hennar í stríðinu. Mladic fór þangað í fylgd vopnaðra varða. Hann hafði lagt mikla áherslu á að fá að fara þangað, því hann hafði ekki getað heimsótt gröf dóttur sinnar meðan hann var í felum. „Við vorum með myndavélar þar og sólarhingsgæslu þannig að hann hefði örugglega ekki getað látið sjá sig þar,“ segir Vladimir Vukcevic, aðalstríðsglæpasaksóknari Serbíu. gudsteinn@frettabladid.is Kominn í rammgert fangelsi dómstólsins Bosníu-Serbinn Ratko Mladic, sem grunaður er um verstu stríðsglæpi í Evrópu á seinni tímum, var í gær fluttur frá Serbíu til stríðsglæpadómstólsins í Haag. Þúsundir stuðningsmanna hans í Bosníu mótmæla framsali hans frá Serbíu. MÓTMÆLI Í BANJA LUKA Þúsundir manna komu saman í gær í borginni Banja Luka í Bosníu til að mótmæla framsali Ratko Mladic til stríðsglæpadómstólsins. NORDICPHOTOS/AFP Gæslan aðstoðaði skútu Þyrla Landhelgisgæslunnar var í gær kölluð út til að aðstoða skipverja um borð í lítilli skútu sem varð vélarvana nærri álverinu í Straumsvík. Áhöfninni tókst að koma vélinni í gang og var ekki þörf fyrir þyrluna. Stálu bensíntanki og mótor Lögreglan á Selfossi rannsakar þjófnað á fimmtán hestafla Suzuki- utanborðsmótor og rauðum 20 lítra bensíntanki sem var stolið úr litlum báti sem var í flæðarmáli Þingvalla- vatns í landi Miðfells. Stal kampavíni og bjór Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir þjófnað og vörslu fíkniefna. Mað- urinn braust inn á veitingastað, í félagi við annan mann, og stal 24 flöskum af kampavíni, 24 flöskum af bjór, 35 flöskum af rauðvíni, tveimur kílóum af humri og 10 kílóum af humarhölum. LÖGREGLUMÁL ÍTALÍA, AP Nærri þúsund flótta- menn komu í gær að landi á Sikil- ey eftir siglingu yfir Miðjarðar- hafið frá Líbíu. Flestir eru þeir frá ríkjum sunnan Sahara-eyði- merkurinnar. Þeir komu siglandi á tuttugu metra löngu skipi og var ansi þröngt um borð þegar 963 flótta- menn voru búnir að koma sér þar fyrir. Allir eru þeir líkast til ólög- legir flóttamenn á Ítalíu og munu stjórnvöld þar reyna að senda þá til baka. - gb Flóttamenn frá Afríku: Nærri þúsund á smárri fleytu EGYPTALAND, AP Herforingja- stjórnin, sem til bráðabirgða tók við stjórn Egyptalands eftir að Mubarak forseti hraktist frá völd- um, er sökuð um alvarleg mann- réttindabrot gegn mótmælendum. Meðal annars eru hermenn sak- aðir um alvarleg kynferðisbrot gegn kvenkyns mótmælendum, sem þeir handtóku og hótuðu að ákæra fyrir vændi. Mannréttinda- samtök segja að hermennirnir hafi með grófum hætti skoðað kynfæri kvennanna, undir því yfirskyni að þeir væru að ganga úr skugga um hvort þær væru hreinar meyjar. Þær sættu einnig barsmíðum og öðrum pyntingum. Mótmælendur hafa hvatt herfor- ingjastjórnina til að láta rannsaka þessar ásakanir. Þess í stað voru fjórir blaðamenn og einn þekkt- ur mótmælandi kallaðir til yfir- heyrslu. Tveir blaðamannanna eru enn í haldi og verða yfirheyrðir á föstudag. Leiðtogar ungra mótmælenda höfnuðu í gær boði herforingja- stjórnarinnar um viðræður. Þess í stað ætla þeir í dag að nota netið til að koma mótmælum sínum og ásökunum á framfæri. - gb Mótmælahreyfing ungra Egypta hreint ekki sátt við herforingjastjórnina: Mannréttindi áfram brotin HERFORINGJASTJÓRNINNI MÓTMÆLT Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Tahrir-torgi um síðustu helgi. NORDICPHOTOS/AFP SUÐUR-AFRÍKA, AP Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, segir að Múammar Gaddafí hafi alls ekki í hyggju að þiggja boð af neinu tagi um að yfirgefa Líbíu til að fá hæli í öðru landi. Brotthvarf Gaddafís frá Líbíu er meginkrafa uppreisn- armanna, sem hafa sótt í sig veðr- ið undanfarið með aðstoð Atlants- hafsbandalagsins. - gb Zuma kominn frá Líbíu: Gaddafí ætlar ekki úr landi FUNDUÐU Jacob Zuma og Múammar Gaddafí hittust í Líbíu á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.