Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 28
1. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR2 Sá sem skrifar textann er 80 ára heimamaður, Ari Ívarsson, sem þekkir svæðið eins og lófann á sér.“ Rut hefur starfað sem portrett- ljósmyndari í um tuttugu ár og er með stofu í Skipholtinu. Hún ólst upp á Seltjarnarnesi með fjör- urnar og hafið fyrir vitum. En hún rekur kynni sín af Rauða- sandi til eiginmannsins, Emils Ágústssonar, sem var í sveit á Melanesi. „Emil byrjaði að segja strákunum okkar litlum sögur af lífinu fyrir vestan og upp frá því fórum við að fara í vettvangsferð- ir þangað. Þannig ánetjaðist ég Rauðasandi. Ég er búin að ganga þar um heiðar og fjörur og fljúga yfir því Emil er með flugréttindi. Þannig opnast mér alltaf ný og ný myndefni og sagan um fjölbreytt mannlífið fyrr á tímum lifnar líka við. Nú er búskapur stundað- ur á þremur bæjum í sveitinni en ferðaþjónusta fer vaxandi. Búið er að endurnýja Saurbæjarkirkju, opna lítið kaffihús og skipulagðar gönguferðir eru í kolanámurnar í Stálfjalli, yfir til Keflavíkur og út á Látrabjarg.“ gun@frettabladid.is Það var á vordögum 2009 að Grind- víkingar opnuðu nýtt og sérhannað tjaldsvæði við Austurveg, þaðan sem fallegt útsýni er yfir höfnina. Með til- komu nýja þjónustuhússins er tjald- svæði Grindvíkinga orðið með því allra besta á landinu, og þótt víðar væri leitað. Arkitekt hússins, sem er alls 220 fermetrar, var Gunnar Páll Kristinsson. Sumarið 2009 var gerð viðhorfs- könnun meðal gesta á nýja tjaldsvæð- inu. Útkoman var nánast á einn veg, því 98 prósent gesta reyndust ánægð og töldu það í háum eða góðum gæðaflokki. Athugasemdir sneru flestar að bað-, þvotta- og eldunaraðstöðu, en með tilkomu þjónustuhússins hefur nú verið komið til móts við það allt. Mikill kraftur er í ferðaþjónustu í Grindavík og hafa ný fyrirtæki haslað sér völl. Grindvísk ferðaþjónustufyr- irtæki starfa saman undir nafninu Grindavík Experience og hefur sú samvinna gefið góða raun. Grinda- víkurbær og Bláa lónið vinna nú saman að því að fleiri ferðamenn Bláa lónsins komi einnig til Grindavík- ur, og binda menn vonir við að ferða- mannastraumur til Grindavíkur muni stóraukast með tilkomu bundins slit- lags á Suðurstrandarvegi þar sem umferð er líkleg til að margfaldast á næstu árum. Grettistak á Melanesheiði. MYND/RUT HALLGRÍMSDÓTTIR Ósinn á Rauðasandi. MYND/RUT HALLGRÍMSDÓTTIR Framhald af forsíðu Á ferðinni haus Tjaldað við suðurströndina Á TJALDSVÆÐINU Í GRINDAVÍK ER NÚ KOMIÐ NÝTT OG GLÆSILEGT ÞJÓNUSTUHÚS SEM GERIR TJALDBÚSKAP SUÐUR MEÐ SJÓ AÐ ÆVINTÝRI Í FYRSTA FLOKKS AÐSTÖÐU. Nýja þjónustuhúsið er hið glæsilegasta og notalegt að tylla sér á sólpallinn með nesti og nýja skó. spænskir dagar í júní fimm rétta spænskur matseðill með sérvöldum vínum borðapantanir í síma: 5800 101 101hotel@101hotel.is www.101hotel.is 101 gæðastund - allir drykkir á hálfvirði frá 17.00-19.00 alla daga ÍSLENSKT KISUNAMMI Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli Harðfisktöflur sem kisur elska VINSÆLVARA ER VAGNINN RAFMAGNSLAUS ? Bíldshöfða 12 · 110 RVK · 577 1515 · skorri.is · Opið frá kl. 8:15 - 17:30 Sjóarinn síkáti , sjómanna- og fjölskylduhátíð, verður haldin í Grindavík helgina 3. til 5. júní. 100 viðburðir eru í boði, bærinn skreyttur, barnadagskrá, skemmtiatriði, sterkasti maður á Íslandi og margt fleira. www.sjoarinnsikati.is Ísland er á topp 10 lista samtak- anna Great Hotels of the World yfir staði sem spáð er mestum vinsæld- um á árinu 2011 og á næstu árum sem áfangastaður fyrir ráðstefnur og hvataferðir. Frá þessu er greint á vef Ferðamálastofu. Great Hotels of the World eru samtök sjálfstæðra lúxushótela og því ánægjulegt fyrir Ísland að fá slíka útnefningu. Ísland á topp tíu ÍSLAND VERÐUR LÍKLEGA VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR FYRIR RÁÐSTEFNUR OG HVATAFERÐIR. Harpan býr yfir nokkrum ráðstefnusölum. 1. Svartfjallaland 2. Króatía 3. Suður-Afríka 4. Indland 5. Portúgal (Lissabon) 6. Tyrkland 7. Grísku eyjarnar 8. Ísland 9. Sardinía 10. Suður-Kórea (Seúl) Orðið nestisferð (pic- nic/pique-nigue) var fyrst notað í frönskum bókmenntum 1692. Þá var hugtakið notað yfir gesti veitinga- húss sem höfðu sitt eigið vín með- ferðis, og lengi var það notað yfir máltíðir þar sem allir færðu eitthvað til borðsins, þótt ekki væri úti í náttúrunni. Wikipedia.org
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.