Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 46
1. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR34 Breska söngkonan Cheryl Cole hyggst láta lítið fyrir sér fara eftir að hún var óvænt rekin úr bandaríska X-Factor. Baulað var á Simon Cowell í Bretlandi nýverið. Breska þjóðin er æf yfir þeirri meðferð sem söng- konan Cheryl Cole fékk í Bandaríkjunum. Hún var látin taka hatt sinn og staf eftir nokkra þætti af ameríska X-Factor þar sem framleiðendur voru handvissir um að fólkið í Ameríku myndi ekki skilja þykkan „geordie“-hreim söngkonunn- ar, en það kallast talandi fólks frá iðnaðarborg- inni Newcastle. Sá orðrómur gekk einnig fjöllum hærra að Cole hefði verið of þung og að hún hefði þjáðst af heimþrá en flestir fjölmiðlaspekingar eru sammála um að hreimurinn hafi orðið henni að falli. Cole hefur verið í miklu uppáhaldi hjá Bretum. Til að mynda er baulað á fyrrverandi eiginmann hennar, Ashley Cole, hvar sem hann stígur niður fæti á enskum knattspyrnuleikvöngum en hann er bakvörður hjá Chelsea. Simon Cowell, hinn heimsfrægi skaphundur úr Idolinu, gæti verið kominn í sama bás því áhorfendur raunveruleika- þáttarins Britain’s Got Talent bauluðu á sjón- varpsmanninn þegar hann gekk í sjónvarpssalinn á mánudagskvöld þar sem hann er hluti af dóm- nefndinni. Sjálfur viðurkenndi hann að Cole ætti sennilega aldrei eftir að tala við sig aftur. „Hún er búin að fá nóg af mér,“ hefur breska blaðið The Sun eftir honum. Náinn vinur Cowells greinir jafnframt frá því að sjónvarpsmógúllinn hafi ítrekað reynt að ná tali af Cole en án árangurs. „Cowell líður mjög illa yfir því sem gerðist, hann veit að þetta var klúður en hún vill ekkert hlusta á hann. Þau voru mjög náin og töluðu reglulega saman í síma en nú vill hún ekki heyra á hann minnst. Honum líður eins og hann hafi misst ástvin.“ Samkvæmt heimildum The Sun ákvað Cheryl að horfa ekki á Simon Cowell í sjón- varpinu heldur kaus að leita eftir hentugum sumarfrísstöðum á netinu. „Hún hefur bara notið þess að vera í faðmi fjölskyldu sinnar og náinna vina, hún er bara að slaka á. Henni finnst illa að sér vegið og er eiginlega búin að fá nóg af þessu miskunnarleysi skemmtanabransans. Núna vill hún bara eyða smá tíma með fólki sem hún treystir.“ freyrgigja@frettabladid.is CHERYL COLE DREGUR SIG Í HLÉ Í VONDUM MÁLUM Cheryl Cole hefur sett Simon Cowell út af sakramentinu og vill ekki tala við hann eftir að hafa verið rekin úr bandaríska X-Factor. Baulað var á Cowell í Britain’s Got Talent og áhorfendur lýstu yfir stuðningi sínum við Cole. Cowell er þar með kominn í hóp með Ashley Cole, sem fær reglulega að finna fyrir hatri í sinn garð á enskum knatt- spyrnuvöllum eftir að hafa svikið Cheryl í tryggðum. Tónlistarkonan Sólveig Þórðardótt- ir, sem kallar sig Sollu Soulful, hefur nú gefið út sína fyrstu plötu, Open a Window. Platan inniheldur lög og texta eftir hana sjálfa og má heyra í þeim áhrif frá sálartónlist, djassi og blús. Platan átti upphaflega að koma út fyrir síð- ustu jól en vegna þess hve seint hún kom til landsins ákvað Solla að fresta útgáfunni. „Ég sé ekki eftir því. Þetta er meiri sumarplata hvort sem er,“ segir Solla, sem útskrifaðist af djass- og rokkbraut FÍH fyrir tveimur árum. Lögin á plötunni fjalla mest um ástina og hennar fylgifiska. „Ég sem voða mikið út frá minni persónulegu reynslu. Textarnir eru bjartir og dimmir í senn. Stundum fara þeir út á ævintýralegar slóðir en meginþemað er ástin,“ segir hún. En hvaðan kemur nafnið Solla Soulful? „Mér fannst nafnið Solla vera eitthvað svo einmanalegt eitt og sér. Ég hugsaði með mér hvaða nafn myndi bæði lýsa sjálfri mér og tónlist- inni. Ég er „soulful“ í túlkun og tón- listin er líka undir áhrifum frá sálar- tónlist.“ Með henni á plötunni eru Ragnar Emilsson á gítar, Ingi Björn Ingason á bassa, Egill Örn Rafnsson á trommur og Kjartan Valdemarsson á píanó og Hammond. Þær Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Unnur Birna Björnsdóttir spila einnig á strengi í nokkrum lögum. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða á Café Rosenberg 8. júní kl. 21.30. - fb Solla Soulful með sumarplötu FYRSTA PLATAN Sólveig Þórðardóttir, eða Solla Soulful, hefur gefið út sína fyrstu plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Söngkonan Dannii Minogue og eiginmaður hennar, ruðnings- kappinn fyrrverandi Kris Smith, hafa ákveðið að prófa reynsluskilnað. „Við erum komin aftur heim til Melbourne sem ein fjölskylda. Samband okkar og Ethans mun ávallt halda áfram,“ sögðu þau í yfir- lýsingu sinni, en Ethan er eins árs sonur þeirra. Minogue, sem er systir söngkonunnar Kylie, kynntist Smith fyrir þremur árum á Ibiza. Þau hafa gefið til kynna að þau ættu í vandræðum með hjónabandið á Twitter-síð- unni og kemur skilnaðurinn því fáum á óvart. Skilnaður hjá Minogue Michael Douglas er smám saman að komast aftur á ról eftir að hafa greinst með krabbamein í hálsi. „Mér líður ansi vel. Eftir afar erfiða meðferð finnst mér eins og ég sé að vakna aftur til sjálfs mín,“ segir Douglas í samtali við breska OK!. „Krabbameinið er farið og það hefur ekki látið á sér kræla aftur. Fyrsta árið verð ég að fara í skoðun í hverjum mán- uði en mér finnst læknarnir vera mjög bjartsýnir.“ Douglas bætti því við að þessi reynsla hefði kennt honum að meta allt í kringum sig upp á nýtt. „Ég er ákaflega þakklátur fyrir það líf sem ég hef lifað og þann árangur sem ég hef náð. Ég er ótrúlega heppinn að hafa hitt Catherine Zetu-Jones og hafa hafið nýtt fjölskyldulíf með henni. Þessi barátta hefur fært mig nær fjölskyldunni.“ Douglas sátt- ur með sitt SÁTTUR Douglas kveðst vera ánægður með sitt líf; baráttan við krabbameinið hafi kennt honum að meta hlutina upp á nýtt. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.