Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 1. júní 2011 2020 1. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR
Krabbamein í ristli og enda-þarmi er alvarlegur sjúk-
dómur, en með skimun er hægt
að greina forstig sjúkdómsins og
fækka dauðsföllum.
Á árabilinu 1955-2004 varð
þreföldun á nýgengi krabbameins
í ristli og endaþarmi hjá körlum
og tvöföldun hjá konum. Sjúkdóm-
urinn er nú þriðja algengasta dán-
arorsök af völdum krabbameina
og fimm ára lifun sjúklinga sem
greinst hafa með ristilkrabba-
mein er aðeins um 60%.
Nú greinast að meðaltali 136
einstaklingar á ári með krabba-
mein í ristli og endaþarmi. Á
hverju ári deyja að meðaltali 50
einstaklingar úr þessum sjúk-
dómi, 26 karlar og 24 konur. Að
jafnaði deyr því einn einstak-
lingur í viku hverri af völdum
sjúkdómsins.
Fjölmargar rannsóknir hafa
sýnt að unnt er að skima fyrir
sjúkdómnum og lækka dánartíðni
af völdum hans. Skimun greinir
sjúkdóminn á fyrri stigum, fækk-
ar dauðsföllum og er kostnaðar-
lega hagkvæm.
Í Bandaríkjunum hefur skim-
un verið ráðlögð um árabil og frá
árinu 1998 hefur nýgengi krabba-
meins í ristli og endaþarmi
minnkað þar. Evrópuráðið hefur
mælt með því að aðildarþjóðir
þess taki upp skimun. Þá mælir
National Health Service (NHS) í
Bretlandi með skimun og Finnar
hófu skimun árið 2004.
Á Íslandi hefur umræða staðið í
um aldarfjórðung um hvort hefja
eigi skimun fyrir krabbameinum
í ristli og endaþarmi. Á árunum
1986-1988 var gerð forkönnun á
fýsileika þess að skima með því
að leita eftir blóði í hægðum. Árið
2002 gaf landlæknir út klínískar
leiðbeiningar um skimun. Þar er
ráðlögð skimun með leit að blóði
í hægðum á hverju ári hjá ein-
staklingum 50 ára og eldri. Þess-
ar leiðbeiningar landlæknis eru
enn í gildi.
Alþingi Íslendinga hefur fjallað
alloft um skimun fyrir krabba-
meini í ristli og endaþarmi og
samþykkti þingsályktunartillögu
þess efnis árið 2002. Málið var
tekið upp aftur 2005. Árið 2007
fól Alþingi heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra í samráði við
landlækni að hefja undirbúning
fyrir skimun þannig að skipuleg
leit myndi hefjast á árinu 2008.
Þessi ákvörðun Alþingis hefur
ekki verið felld úr gildi. Síðast
var málið rætt á Alþingi í febrúar
2008 í kjölfar fyrirspurnar um
hvað liði undirbúningi fyrir skim-
un. Þrátt fyrir það er enn ekki
hafin formleg skimun hér á landi.
Árangur meðferðar við ristil-
krabbameini hefur batnað mikið
að undanförnu. Lyfjameðferð
við langt gengnum og ólækn-
andi sjúkdómi lengir og bætir líf.
Ný lyf bæta árangur enn frek-
ar, en með umtalsverðum kostn-
aði. Lyf, sem algengt er að nota,
kosta meira en 700 þúsund krónur
á mánuði fyrir hvern sjúkling og
sumir fá slíka meðferð í nokkur
ár.
Við höfum rannsakað kostnað
við meðferð á krabbameini í
ristli og endaþarmi. Beinn kostn-
aður vegna meðferðarinnar var
áætlaður um 684 milljónir króna
á landsvísu árið 2008. Ljóst er
að meðferð sjúkdómsins er mun
dýrari nú. Í rannsókninni var
ekki gerð tilraun til að meta
kostnað vegna ýmissa þátta svo
sem greiðsluþátttöku sjúklinga,
vinnutaps, miska, eða ótíma-
bærra dauðsfalla. Ef sá kostn-
aður er meðtalinn yrði þessi tala
mun hærri.
Kostnaður við skimun skilar
sér því fljótt í sparnaði þar
sem þeim einstaklingum fækk-
ar sem þurfa á dýrri meðferð
við sjúkdómnum að halda, svo
ekki sé talað um þær þjáning-
ar og ótímabæru dauðsföll sem
sjúkdómurinn veldur.
Flest vestræn ríki eru að takast
á við efnahagsþrengingar. Þá er
mikið rætt um að tækifæri geti
legið í kreppunni. Bandaríska
krabbameinsmiðstöðin (National
Cancer Institute, NCI) benti
nýlega á leiðir til að flýta barátt-
unni við krabbamein á kreppu-
tímum og var ein af megináhersl-
unum að auka þátttöku í skimun
fyrir krabbameinum í ristli og
endaþarmi.
Á Íslandi næst einn besti
árangur í heiminum við meðferð
brjóstakrabbameina. Fimm ára
lifun er nú um 86% og hefur stór-
batnað á undanförnum áratugum.
Sennilega má rekja þann árangur
til skimunar fyrir brjóstakrabba-
meinum, sterkra sjúklingasam-
taka og góðrar vitundar í sam-
félaginu um sjúkdóminn ásamt
góðri heilbrigðisþjónustu. Á það
sama ekki að gilda fyrir krabba-
mein í ristli og endaþarmi?
Unnt er að fækka ótímabærum
dauðsföllum af völdum krabba-
meina í ristli og endaþarmi. Á
tímum sem þessum höfum við
ekki efni á að skima ekki.
Ristilkrabbamein er lúmskt, já og dýrt
Heilbrigðismál
Friðbjörn
Sigurðsson
læknir
Kristín Skúladóttir
hjúkrunarfræðingur
Skimun greinir sjúkdóminn á fyrri
stigum, fækkar dauðsföllum og er
kostnaðarlega hagkvæm.
Enn er beðið eftir lausn
á skuldavandanum
Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðis-flokks og Samfylkingar féll
veitti Framsókn minnihluta-
stjórn Samfylkingarinnar og
Vinstri grænna vernd fram
að kosningum gegn því að hún
uppfylltri þrjú skilyrði. Efst á
blaði var að stjórnin þyrfti að
ráðast tafarlaust í aðgerðir í
skuldamálum heimila og fyrir-
tækja. Þá þegar, í janúar 2009,
var þörfin fyrir slíkar aðgerðir
orðin knýjandi og ráðaleysi sitj-
andi ríkisstjórnar í þeim efnum
var ein meginástæða þess að
henni var ekki sætt.
Undir umræðu um að öllu yrði
stefnt í upplausn ef ekki kæm-
ist á starfhæf ríkisstjórn þá og
þegar, handsöluðum við sam-
komulag við nýju stjórnarflokk-
ana þess efnis að ef þeir skiluðu
ekki innan fárra daga tillög-
um að því hvernig tekið yrði á
skuldavandanum myndum við
leggja þeim til útfærðar tillögur.
Þegar u.þ.b. þrjár vikur voru
liðnar hafði stjórnin enn ekki
lagt fram tillögur um það hvern-
ig hún hygðist útfæra skulda-
leiðréttingu. Við lögðum því
fram okkar eigin tillögur sem
við höfðum unnið með aðstoð
þeirra sem best þekktu til.
Tillögurnar 18 fólu í sér
heildaráætlun um hvað þyrfti
að gera til að takast á við efna-
hagsvandann og snérust bæði
um skuldaleiðréttingu og aðrar
aðgerðir í efnahagsmálum. Eins
og flestir muna urðu þessar til-
lögur tilefni einhverrar mestu
áróðursherferðar sem sést hefur
í íslenskum stjórnmálum. Tals-
menn flokkanna sem við höfðum
falið það traust að framkvæma
hinar nauðsynlegu aðgerðir, og
nokkur fjöldi sjálfstæðismanna,
unni sér ekki hvíldar við að
troða tillögurnar í svaðið.
Á þessum tíma voru lánasöfn
banka mjög lágt metin. Lána-
söfn, m.a. fasteignalánasöfn,
breskra og bandarískra banka
í vanda voru í sumum tilvikum
seld á um og undir 10% af nafn-
virði. Ísland var á þessum tíma
skilgreint sem gjaldþrota land
og lánasöfn bankanna undir-
málslán í gjaldþrota bönkum í
gjaldþrota landi. Þetta birtist
m.a. í verði skuldabréfa bank-
anna sem seld voru á allt niður
í 1% af nafnverði. Það var því
vandalaust fyrir ríkið sem þá
stýrði bönkunum að flytja lána-
söfnin yfir á hrakvirði og láta
umtalsverðar afskriftir ganga
áfram til lántakenda.
Þrætt var fyrir að slíkt væri
gerlegt en þegar leið að kosn-
ingum komumst við að tilvist
skýrslna Deloitte og Oliver
Wyman þar sem mat var lagt
á verðmæti eignasafna bank-
anna. Það mat gaf tilefni til að
flytja lánasöfnin yfir á veruleg-
um afslætti og tækifæri til að
láta þann afslátt ganga áfram
til skuldara, a.m.k. að hluta til.
Fram á síðasta dag fyrir kosn-
ingar vorum við sögð fara með
fleipur. Í sjónvarpsumræðum
kvöldið fyrir kosningar viður-
kenndi þó fjármálaráðherra til-
vist skýrslnanna en sagði að
þær væru lokaðar inn í sérstök-
um klefa í fjármálaráðuneytinu.
Leyniklefa með dulkóðaðri læs-
ingu sem ekki einu sinni hann
hafði aðgang að.
Eftir kosningar 2009 hélt
Framsókn áfram að færa rök
fyrir því að það væri sann-
gjarnt, hagkvæmt, nauðsynlegt
og framkvæmanlegt að ráðast í
skuldaleiðréttingu.
Við vöruðum mjög við þeirri
leið sem var farin við stofnun
nýju bankanna. Bentum á að
myntkörfulán kynnu að verða
dæmd ólögmæt og því þyrfti að
taka tillit til þess við stofnun
bankanna. Við lögðum áherslu á
að önnur leið yrði farin og útlist-
uðum (m.a. í þingsályktunartil-
lögu) hvernig æskilegast væri
að standa að stofnun bankanna
svo að áhætta ríkisins yrði lítil
og bankarnir traustir og í stakk
búnir til að sinna hlutverki sínu
við endurreisn efnahagslífsins
og fjármögnun atvinnusköpunar.
En ríkisstjórnin fór framhjá
þinginu við stofnun nýju bank-
anna og framhaldið þekkja allir.
Þrátt fyrir að Ísland hafi á
margan hátt verið betur í stakk
búið til að hefja efnahagslega
endurreisn og ná upp hagvexti
eftir fjármálakrísuna en flest
önnur vestræn ríki hefur ríkt
hér stöðnun eða samdráttur í tvö
og hálft ár. Skuldirnar og óviss-
an um framtíðina liggja eins og
farg á heimilum og fyrirtækjum
landsins.
Framsókn hefur í vel á þriðja
ár varað við því að verið væri
að hverfa frá hálfkláruðu verki.
Gripið hefði verið til aðgerða
til að verja eignir en stjórnvöld
ættu eftir að huga að skuldun-
um. Skýrsla fjármálaráðherra
um endurreisn bankanna sýnir
að sú var raunin.
Nú eru meira að segja bank-
arnir sjálfir farnir að ganga
lengra en ríkisstjórnin mæltist
til varðandi afskriftir því að það
kemur sífellt betur í ljós að efna-
hagsvandinn liggur í skuldsetn-
ingunni og hún skaðar samfé-
lagið allt.
Margt fleira kemur fram í
hinni merkilegu skýrslu, m.a.
það að litið var á breska og hol-
lenska ríkið sem meginkröfu-
hafa bankanna frá upphafi en
ekki Innistæðutryggingarsjóð-
inn eða íslenska ríkið. Bretar og
Hollendingar höfðu því veru-
leg áhrif á hvaða leið var farin.
M.ö.o. það var ekki litið svo á
að Íslendingar bæru ábyrgð á
Landsbankanum (og ættu þar
með kröfur á hann).
Ég er enn sannfærður um að
með skynsamlegri stefnu og
með því að nýta þau tækifæri
sem enn eru til staðar í land-
inu getum við mjög fljótt snúið
vörn í sókn. Allt veltur það á
því að breytt verði um stefnu
við stjórn landsins. Það viljum
við í Framsókn gera og þannig
halda ótrauð áfram baráttu fyrir
bjartri framtíð Íslands.
Efnahagsmál
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
alþingismaður
og formaður
Framsóknarflokksins
Þetta birtist m.a.
í verði skulda-
bréfa bankanna sem seld
voru á allt niður í 1% af
nafnverði.
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst
með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Venjulega kostar dagurinn
aðeins 25 kr./5 MB.
Netið í
símanum
er ódýrara en
þú heldur
Notkun á Ísl
andi
, 10
0 M
B i
nn
an
d
ag
si
ns
. G
re
id
d
er
u
m
án
.g
jö
ld
s
kv
. v
er
ðs
kr
á.Prófaðu
í dag á 0 kr.
ef þú ert
viðskiptavinur
Símans.