Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 1. júní 2011 13 DÝRAHALD „Þetta var reglulega óvænt,“ segir Guðjón Antonsson á Hvolsvelli um hryssu sína sem kastaði tveimur folöld- um aðfaranótt mánudags. Hryssan er ásamt fleiri hrossum á Skeggjastöðum í Vestur-Landeyjum. Sjaldgæft er að hryssur eignist tvíburafolöld. „Ég fór þarna nóttina sem hún kastaði. Það voru komin tvö folöld og ég hélt í fyrstu að tvær hryssur væru kastaðar. Svo kom í ljós að það var önnur hryssa að reyna að stela öðru folaldinu hennar. Það leyndi sér ekki að hún átti bæði folöldin.“ Hryssan frjósama eignaðist tvær hryssur sem eru sprækar og fá nóg að drekka hjá móður sinni. Önnur þeirra er heldur minni en hin, eins og oft vill verða með tvíburafolöld, en hún gefur systur sinni samt ekkert eftir. Halldór Kristinn, sonur Guðjóns, kveðst í samtali við Fréttablaðið hafa farið að skoða folöldin, annað sé rautt en hitt móvindótt. Þau eru vel ættuð, út af Ófeigi frá Flugumýri og Eldjárn frá Tjaldhólum. Halldór Kristinn og Guðjón reka hrossabúskap á Skeggjastöðum og eru þar með 50 til 60 hross. Þeir fá upp undir tuttugu folöld á ári og selja sum til lífs en önnur í kjötframleiðslu. - jss Hrossabónda á Skeggjastöðum í Vestur-Landeyjum birtist óvænt sýn þegar hann kom í hagann: Hryssa kastaði tveimur sprækum folöldum TVÍBURAFOLÖLDIN Litlu hryssurnar með móður sinni. Þær hafa ekki fengið nafn. DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært konu á fertugsaldri fyrir þjófnað og fíkniefnalagabrot. Konunni er gefið að sök að hafa stolið snyrtivörum og skarti úr Hagkaupi í Smáralind. Verðmæti þýfisins nam rúmlega tuttugu þúsund krónum. Þá er konan ákærð fyrir að hafa haft í fórum sínum fíkniefn- ið maríjúana sem lögregla fann við leit í bifreið hennar, þar sem hún var stöðvuð við Jaðarsel í Reykjavík. - jss Kona ákærð fyrir þjófnað: Stal skarti og snyrtivörum NOREGUR Ólíklegt er að hugmynd- ir norskra samgönguyfirvalda um hraðlest milli höfuðborga Norðurlanda verði að veruleika í bráð. Í Noregi hefur undanfarið verið unnið að undirbúningi lestar sem færi á allt að 330 kílómetra hraða á klukkustund milli Ósló- ar, Stokkhólms og Kaupmanna- hafnar en Svíar taka ekki í mál að leyfa meiri hraða en 250. Í Aftenposten kemur fram að á þeim hraða myndi ferðalagið milli Óslóar og Kaupmanna- hafnar taka meira en þrjá tíma og þar með gera lestarferðirnar óhagkvæmar, því að fólk kysi þá fremur að fljúga milli staða. - þj Samgöngubót í uppnámi: Segja Svíana hindra hraðlest HRAÐLESTAR Áætlanir Norðmanna um hraðlest milli höfuðborga Norðurlanda eru í uppnámi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ræktun í risíbúð Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að rækta eina kannabisplöntu í risíbúð við Melgerði í Reykjavík. Plantan var orðin 115 sentimetrar á hæð þegar ræktunin var stöðvuð. LÖGREGLUMÁL - vélar Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta ** * * * * * * * * * * * **
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.